Fyrirsjáanleiki til framtíðar Guðrún Halla Finnsdóttir og Valur Ægisson skrifa 12. júní 2024 09:30 Uppbygging raforkuvinnslu hér á landi hefur lengi tengst uppbyggingu stórra, orkusækinna fyrirtækja sem hafa með langtíma orkusamningum tryggt að fjárfesting í raforkuvinnslu sé réttlætanleg. Lengi vel hvöttu íslensk stjórnvöld til fjárfestinga sem leiddu saman öruggt fjármagn og nægt framboð á íslenskri orku og greiddu götu þeirra fyrirtækja sem sýndu því áhuga að starfa hér á landi. Þetta viðskiptafyrirkomulag skilaði góðum árangri fyrir þjóðarbúið, 100% endurnýjanlegri vinnslu raforku með hámarks nýtingu og samkeppnishæfu umhverfi fyrir stórnotendur. Þá hefur almenningur haft öruggt aðgengi að orku á lágu og stöðugu verði. Samstarfið leiddi til þess að hér á landi starfa öflug iðnfyrirtæki sem og stór, arðbær orkufyrirtæki. Saman móta þau kjölfestu efnahagslífsins. Nær öll raforka sem framleidd er á Íslandi er unnin á endurnýjanlegan hátt og okkur hefur hingað til tekist vel að móta orkustefnu sem byggir á þremur meginstoðum; endurnýjanleika, orkuöryggi og samkeppnishæfni. Eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku í heiminum hefur aldrei verið meiri og Ísland er þar í kjörstöðu. Augljós kostur þess að nýta endurnýjanlega orku við iðnað er að framleidd vara verður eins umhverfisvæn og hægt er. Sala iðnaðarvöru skilar líka miklu til þjóðarbúsins í formi útflutningstekna og gerir orkuna okkar þar með að góðri söluvöru. Við eigum að byggja á reynslu vel heppnaðrar uppbyggingar undanfarinna áratuga, halda áfram að horfa til lengri tíma en fylgjast um leið vel með þróun í náinni framtíð. Landsvirkjun hefur tekið af öll tvímæli um að áhersla fyrirtækisins á næstu árum verði á aukna almenna raforkunotkun í samfélaginu og á innlend orkuskipti, einnig á aukna stafræna vegferð en ekki síst að styðja við framþróun stórnotenda. Það hefur orkufyrirtæki þjóðarinnar gert frá stofnun en nýir tímar skapa ný tækifæri til að efla samkeppnishæfni þeirra og auka framleiðslu á virðisaukandi vöru, til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Blikur á lofti Íslenska raforkukerfið, byggt á endurnýjanlegri orku, er fyrirmynd í rekstri orkukerfa. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Við stöndum frammi fyrir þeirri hættu að samkeppnishæfni landsins skaðist, að landið teljist ekki lengur eftirsóknarverður staður fyrir (raf)orkusækinn iðnað. Síaukin eftirspurn eftir raforkunni kallar á aðgerðir. Eftir rannsóknir árum, jafnvel áratugum saman á æskilegum virkjanakostum er mál til komið að bretta upp ermar og ráðast í frekari orkuöflun. Hingað til hefur gangur mála verið sá að jafnvel þótt sjálft löggjafarþingið lýsi mjög skýrum vilja sínum með afgreiðslu rammaáætlunar – og þá eftir margra ára umfjöllun – þá tekur við leyfisveitingaferli sem bætir enn fjölmörgum árum við undirbúningstímann. Fæst orkufyrirtæki hafa nægilegt þolinmótt fjármagn til að festa í undirbúningi í áratugi. Raforkuöryggi almennings er ógnað ef orkufyrirtækin ná ekki að tryggja framboð. Sama gildir auðvitað um fyrirtækin, frá þeim smæstu til stærstu, sem verða að fá tryggt rafmagn fyrir núverandi starfsemi sína og möguleika á að þróa þá starfsemi áfram. Það er í raun alveg sama á hvaða hátt við tengjumst raforkunni, öll höfum við þörf fyrir meiri orku og fyrirsjáanleika til lengri tíma. Hámörkum verðmæti orkunnar Öflug ríki eru stolt af iðnaði sínum og leggja sig fram um að skapa samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Í Evrópu og Bandaríkjunum hafa stjórnvöld loks vaknað upp af vondum draumi eftir að hafa skapað óvinveitt umhverfi fyrir iðnað og bregðast nú við. Verð orkunnar er einn þáttur sem taka þarf með í reikninginn, en samkeppnishæfni byggir á fjölmörgum mikilvægum þáttum sem hafa þarf í huga við mótun framtíðarstefnu. Landsvirkjun og Norðurál hafa verið í samstarfi í áratugi og bæði notið góðs af. Eins og í öllum langtímasamböndum þarf að takast á við áskoranir og leysa hin ýmsu mál en með mikilli vinnu og vilja til að halda áfram verðmætasköpun hefur það alltaf tekist. Báðum aðilum er ljóst að til að skapa góðan rekstrargrundvöll og til að undirstöður raforkukerfisins á Íslandi haldist sterkar þarf öflug raforkufyrirtæki og burðuga stórnotendur raforku. Það er öllum Íslendingum í hag að hámarka verðmæti endurnýjanlegu raforkunnar, en það verður ekki gert með skammtímasjónarmið að leiðarljósi heldur vel ígrundaðri og útfærðri stefnu og eftirfylgni. Fyrirsjáanleiki til framtíðar er eðlileg krafa. Guðrún Halla er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli og Valur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Valur Ægisson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Uppbygging raforkuvinnslu hér á landi hefur lengi tengst uppbyggingu stórra, orkusækinna fyrirtækja sem hafa með langtíma orkusamningum tryggt að fjárfesting í raforkuvinnslu sé réttlætanleg. Lengi vel hvöttu íslensk stjórnvöld til fjárfestinga sem leiddu saman öruggt fjármagn og nægt framboð á íslenskri orku og greiddu götu þeirra fyrirtækja sem sýndu því áhuga að starfa hér á landi. Þetta viðskiptafyrirkomulag skilaði góðum árangri fyrir þjóðarbúið, 100% endurnýjanlegri vinnslu raforku með hámarks nýtingu og samkeppnishæfu umhverfi fyrir stórnotendur. Þá hefur almenningur haft öruggt aðgengi að orku á lágu og stöðugu verði. Samstarfið leiddi til þess að hér á landi starfa öflug iðnfyrirtæki sem og stór, arðbær orkufyrirtæki. Saman móta þau kjölfestu efnahagslífsins. Nær öll raforka sem framleidd er á Íslandi er unnin á endurnýjanlegan hátt og okkur hefur hingað til tekist vel að móta orkustefnu sem byggir á þremur meginstoðum; endurnýjanleika, orkuöryggi og samkeppnishæfni. Eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku í heiminum hefur aldrei verið meiri og Ísland er þar í kjörstöðu. Augljós kostur þess að nýta endurnýjanlega orku við iðnað er að framleidd vara verður eins umhverfisvæn og hægt er. Sala iðnaðarvöru skilar líka miklu til þjóðarbúsins í formi útflutningstekna og gerir orkuna okkar þar með að góðri söluvöru. Við eigum að byggja á reynslu vel heppnaðrar uppbyggingar undanfarinna áratuga, halda áfram að horfa til lengri tíma en fylgjast um leið vel með þróun í náinni framtíð. Landsvirkjun hefur tekið af öll tvímæli um að áhersla fyrirtækisins á næstu árum verði á aukna almenna raforkunotkun í samfélaginu og á innlend orkuskipti, einnig á aukna stafræna vegferð en ekki síst að styðja við framþróun stórnotenda. Það hefur orkufyrirtæki þjóðarinnar gert frá stofnun en nýir tímar skapa ný tækifæri til að efla samkeppnishæfni þeirra og auka framleiðslu á virðisaukandi vöru, til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Blikur á lofti Íslenska raforkukerfið, byggt á endurnýjanlegri orku, er fyrirmynd í rekstri orkukerfa. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Við stöndum frammi fyrir þeirri hættu að samkeppnishæfni landsins skaðist, að landið teljist ekki lengur eftirsóknarverður staður fyrir (raf)orkusækinn iðnað. Síaukin eftirspurn eftir raforkunni kallar á aðgerðir. Eftir rannsóknir árum, jafnvel áratugum saman á æskilegum virkjanakostum er mál til komið að bretta upp ermar og ráðast í frekari orkuöflun. Hingað til hefur gangur mála verið sá að jafnvel þótt sjálft löggjafarþingið lýsi mjög skýrum vilja sínum með afgreiðslu rammaáætlunar – og þá eftir margra ára umfjöllun – þá tekur við leyfisveitingaferli sem bætir enn fjölmörgum árum við undirbúningstímann. Fæst orkufyrirtæki hafa nægilegt þolinmótt fjármagn til að festa í undirbúningi í áratugi. Raforkuöryggi almennings er ógnað ef orkufyrirtækin ná ekki að tryggja framboð. Sama gildir auðvitað um fyrirtækin, frá þeim smæstu til stærstu, sem verða að fá tryggt rafmagn fyrir núverandi starfsemi sína og möguleika á að þróa þá starfsemi áfram. Það er í raun alveg sama á hvaða hátt við tengjumst raforkunni, öll höfum við þörf fyrir meiri orku og fyrirsjáanleika til lengri tíma. Hámörkum verðmæti orkunnar Öflug ríki eru stolt af iðnaði sínum og leggja sig fram um að skapa samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Í Evrópu og Bandaríkjunum hafa stjórnvöld loks vaknað upp af vondum draumi eftir að hafa skapað óvinveitt umhverfi fyrir iðnað og bregðast nú við. Verð orkunnar er einn þáttur sem taka þarf með í reikninginn, en samkeppnishæfni byggir á fjölmörgum mikilvægum þáttum sem hafa þarf í huga við mótun framtíðarstefnu. Landsvirkjun og Norðurál hafa verið í samstarfi í áratugi og bæði notið góðs af. Eins og í öllum langtímasamböndum þarf að takast á við áskoranir og leysa hin ýmsu mál en með mikilli vinnu og vilja til að halda áfram verðmætasköpun hefur það alltaf tekist. Báðum aðilum er ljóst að til að skapa góðan rekstrargrundvöll og til að undirstöður raforkukerfisins á Íslandi haldist sterkar þarf öflug raforkufyrirtæki og burðuga stórnotendur raforku. Það er öllum Íslendingum í hag að hámarka verðmæti endurnýjanlegu raforkunnar, en það verður ekki gert með skammtímasjónarmið að leiðarljósi heldur vel ígrundaðri og útfærðri stefnu og eftirfylgni. Fyrirsjáanleiki til framtíðar er eðlileg krafa. Guðrún Halla er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli og Valur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun