Gerræði ráðherranna Ólafur Stephensen skrifar 12. júní 2024 16:30 Ósætti við ríkisstjórnarborðið er byrjað að bitna á starfsumhverfi fyrirtækjanna í landinu. Þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa hver sína skoðunina á því hvort tiltekin atvinnustarfsemi eigi að vera lögleg eða ekki og stjórnarliðið getur ekki náð saman um lagabreytingar, leiðir það til gerræðislegra vinnubragða þar sem réttindi fyrirtækja eru fótum troðin af því að starfsemin er ráðherrunum ekki þóknanleg. Um þetta höfum við tvö dæmi frá síðustu dögum. Vanþóknun á löglegum hvalveiðum Það fyrra er af matvælaráðherranum, sem vikum saman dró að taka ákvörðun um að gefa út leyfi til hvalveiða, en það er atvinnustarfsemi sem ráðherranum er ekki pólitískt þóknanleg. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að forvera Bjarkeyjar Olsen í embætti hefði ekki verið lagalega stætt á að fresta upphafi hvalveiðivertíðar í fyrra. Seint og um síðir gaf Bjarkey út leyfi til hvalveiða og tók fram að hún væri nauðbeygð til þess lögum samkvæmt, en annars vegar gefur hún leyfið út alltof seint og hins vegar gildir það aðeins í 204 daga. Hver treystir sér til að reka fyrirtæki þar sem reksturinn er leyfilegur í innan við sjö mánuði í senn? Þetta er ömurlegur hráskinnaleikur. Ráðherra reynir að knýja fram nýja niðurstöðu hjá lögreglunni Síðara dæmið er af fjármálaráðherranum, sem ræðst á fyrirtæki sem selja áfengi á netinu. Það er starfsgrein, sem er ráðherranum ekki pólitískt þóknanleg. Um hana ríkir vissulega lagalegur óskýrleiki, en það mætti heita sérkennileg löggjöf, sem leyfði íslenzkum neytendum að kaupa áfengi af erlendum netverzlunum en bannaði þeim að verzla við fyrirtæki með tengsl við Ísland. Starfsemi netverzlana með áfengi hefur ítrekað verið kærð til lögreglu, án þess að gripið hafi verið til aðgerða gegn þeim. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins hefur stefnt netverzlunum fyrir dóm en málinu var vísað frá dómi. Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, dró þá eðlilegu ályktun að netverzlun með áfengi væri lögleg og lýsti því yfir opinberlega. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði nýlega að þeir sem hefðu áhuga á að stunda þessi viðskipti yrðu að fá betri svör frá löggjafanum um þær reglur sem um þau ættu að gilda. Reynt að fá lögregluna með í pólitíkina Nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hins vegar skrifað lögreglunni bréf með þeirri lagatúlkun sinni að netverzlun með áfengi sé bönnuð. Bréfið verður ekki skilið með neinum öðrum hætti en að ráðherrann blandi sér í störf lögreglunnar og reyni að fá hana til að komast að annarri niðurstöðu í málum netverzlana með áfengi en hún hafði áður gert. Með öðrum orðum reynir ráðherra, sem hefur þá pólitísku skoðun að tiltekin atvinnustarfsemi ætti að vera ólögleg, að fá lögregluna til að taka undir hana með sér. Þetta minnir á vinnubrögð ráðamanna í ríkjum sem kenna sig hvorki við réttarríki né frjálslynt lýðræði, nema þá í orði kveðnu. Það er gott að dómsmálaráðuneytið hefur nú áréttað að ráðherrar segi lögreglunni ekki fyrir verkum – en fjármálaráðherrann hefur auðvitað náð því fram sem hann ætlaði sér; að fæla fyrirtæki frá því að fara út í þessa atvinnustarfsemi af ótta við viðbrögð yfirvalda.Af hverju breyta þau ekki lögunum?Með þessum aðferðum leitast ráðherrarnir fyrst og fremst við að afla sér vinsælda meðal þeirra sem eru sömu pólitísku skoðunar og er sama þótt það raungerist á kostnað réttarríkisins. Við skulum hins vegar vona að það sé fámennur kjósendahópur. Jafnvel þótt við séum bæði á móti hvalveiðum og netsölu á áfengi, getum við ekki leyft gerræðinu að ráða og ýtt reglum réttarríkisins til hliðar. Meira að segja fólk, sem hafa verið fengin jafnmikil völd og ráðherrarnir hafa, verður að sæta því að ná fram pólitískum markmiðum á lögmætum forsendum.Bæði Bjarkey og Sigurður Ingi eru í aðstöðu til að leggja fram frumvörp um breytingu á lögum. Bjarkey gæti lagt fram frumvarp um að banna hvalveiðar og Sigurður Ingi gæti lagt fram frumvarp sem kvæði skýrt á um að þótt EES-samningurinn leyfi Íslendingum að kaupa áfengi af evrópskum netverzlunum, sé harðbannað að kaupa áfengi af fyrirtækjum með tengsl við Ísland. Það er reyndar vafamál hvort slíkt frumvarp stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.Fremur en að beita sér fyrir breyttu regluverki á vettvangi Alþingis beita ráðherrarnir hins vegar stjórnsýslulegum bellibrögðum sem eiga ekki heima í réttarríki þar sem fyrirtæki eiga að geta treyst því að búa við skýrt regluverk og fyrirsjáanleika. Íslenzkt atvinnulíf getur ekki með nokkru móti búið við stjórnarhætti af þessu tagi og talsmenn þess eiga að mótmæla þeim harðlega.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ósætti við ríkisstjórnarborðið er byrjað að bitna á starfsumhverfi fyrirtækjanna í landinu. Þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa hver sína skoðunina á því hvort tiltekin atvinnustarfsemi eigi að vera lögleg eða ekki og stjórnarliðið getur ekki náð saman um lagabreytingar, leiðir það til gerræðislegra vinnubragða þar sem réttindi fyrirtækja eru fótum troðin af því að starfsemin er ráðherrunum ekki þóknanleg. Um þetta höfum við tvö dæmi frá síðustu dögum. Vanþóknun á löglegum hvalveiðum Það fyrra er af matvælaráðherranum, sem vikum saman dró að taka ákvörðun um að gefa út leyfi til hvalveiða, en það er atvinnustarfsemi sem ráðherranum er ekki pólitískt þóknanleg. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að forvera Bjarkeyjar Olsen í embætti hefði ekki verið lagalega stætt á að fresta upphafi hvalveiðivertíðar í fyrra. Seint og um síðir gaf Bjarkey út leyfi til hvalveiða og tók fram að hún væri nauðbeygð til þess lögum samkvæmt, en annars vegar gefur hún leyfið út alltof seint og hins vegar gildir það aðeins í 204 daga. Hver treystir sér til að reka fyrirtæki þar sem reksturinn er leyfilegur í innan við sjö mánuði í senn? Þetta er ömurlegur hráskinnaleikur. Ráðherra reynir að knýja fram nýja niðurstöðu hjá lögreglunni Síðara dæmið er af fjármálaráðherranum, sem ræðst á fyrirtæki sem selja áfengi á netinu. Það er starfsgrein, sem er ráðherranum ekki pólitískt þóknanleg. Um hana ríkir vissulega lagalegur óskýrleiki, en það mætti heita sérkennileg löggjöf, sem leyfði íslenzkum neytendum að kaupa áfengi af erlendum netverzlunum en bannaði þeim að verzla við fyrirtæki með tengsl við Ísland. Starfsemi netverzlana með áfengi hefur ítrekað verið kærð til lögreglu, án þess að gripið hafi verið til aðgerða gegn þeim. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins hefur stefnt netverzlunum fyrir dóm en málinu var vísað frá dómi. Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, dró þá eðlilegu ályktun að netverzlun með áfengi væri lögleg og lýsti því yfir opinberlega. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði nýlega að þeir sem hefðu áhuga á að stunda þessi viðskipti yrðu að fá betri svör frá löggjafanum um þær reglur sem um þau ættu að gilda. Reynt að fá lögregluna með í pólitíkina Nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hins vegar skrifað lögreglunni bréf með þeirri lagatúlkun sinni að netverzlun með áfengi sé bönnuð. Bréfið verður ekki skilið með neinum öðrum hætti en að ráðherrann blandi sér í störf lögreglunnar og reyni að fá hana til að komast að annarri niðurstöðu í málum netverzlana með áfengi en hún hafði áður gert. Með öðrum orðum reynir ráðherra, sem hefur þá pólitísku skoðun að tiltekin atvinnustarfsemi ætti að vera ólögleg, að fá lögregluna til að taka undir hana með sér. Þetta minnir á vinnubrögð ráðamanna í ríkjum sem kenna sig hvorki við réttarríki né frjálslynt lýðræði, nema þá í orði kveðnu. Það er gott að dómsmálaráðuneytið hefur nú áréttað að ráðherrar segi lögreglunni ekki fyrir verkum – en fjármálaráðherrann hefur auðvitað náð því fram sem hann ætlaði sér; að fæla fyrirtæki frá því að fara út í þessa atvinnustarfsemi af ótta við viðbrögð yfirvalda.Af hverju breyta þau ekki lögunum?Með þessum aðferðum leitast ráðherrarnir fyrst og fremst við að afla sér vinsælda meðal þeirra sem eru sömu pólitísku skoðunar og er sama þótt það raungerist á kostnað réttarríkisins. Við skulum hins vegar vona að það sé fámennur kjósendahópur. Jafnvel þótt við séum bæði á móti hvalveiðum og netsölu á áfengi, getum við ekki leyft gerræðinu að ráða og ýtt reglum réttarríkisins til hliðar. Meira að segja fólk, sem hafa verið fengin jafnmikil völd og ráðherrarnir hafa, verður að sæta því að ná fram pólitískum markmiðum á lögmætum forsendum.Bæði Bjarkey og Sigurður Ingi eru í aðstöðu til að leggja fram frumvörp um breytingu á lögum. Bjarkey gæti lagt fram frumvarp um að banna hvalveiðar og Sigurður Ingi gæti lagt fram frumvarp sem kvæði skýrt á um að þótt EES-samningurinn leyfi Íslendingum að kaupa áfengi af evrópskum netverzlunum, sé harðbannað að kaupa áfengi af fyrirtækjum með tengsl við Ísland. Það er reyndar vafamál hvort slíkt frumvarp stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.Fremur en að beita sér fyrir breyttu regluverki á vettvangi Alþingis beita ráðherrarnir hins vegar stjórnsýslulegum bellibrögðum sem eiga ekki heima í réttarríki þar sem fyrirtæki eiga að geta treyst því að búa við skýrt regluverk og fyrirsjáanleika. Íslenzkt atvinnulíf getur ekki með nokkru móti búið við stjórnarhætti af þessu tagi og talsmenn þess eiga að mótmæla þeim harðlega.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar