Reykjavíkurborg stuðlar ekki að sérstöðu eins fyrirtækis á BSÍ Björn Ragnarsson skrifar 13. júní 2024 08:55 Nýverið sendi Félag atvinnurekenda erindi á borgarstjóra vegna afnota Kynnisferða af Umferðarmistöðinni BSÍ. Þórdís Lóa forseti borgarstjórnar svaraði því erindi með færslu á Facebook. Því tel ég nauðsynlegt að koma á framfæri nokkrum mikilvægum staðreyndum í þessu máli. Árið 2009 gerðu Kynnisferðir samning um leigu á Umferðarmiðstöðinni BSÍ við Vatnsmýrina ehf. sem var þá eigandi hússins. Leigusalinn Vatnsmýrin ehf. var síðar yfirtekinn af Landsbankanum í kjölfar fjármálahrunsins. Reykjavíkurborg keypti fasteignina árið 2012 og yfirtók þar með leigusamninginn við Kynnisferðir. Í Facebook færslu Þórdísar Lóu er því ranglega haldið fram að Vegagerðin hafi átt húsið. Þegar leigusamningurinn var gerður stóð til að byggja nýja samgöngumiðstöð við norðurenda Hótel Loftleiða og tók leigusamningurinn mið af því. Leigusamningur Kynnisferða er ótímabundinn og aðeins hægt að segja honum upp þegar ný samgöngumiðstöð rís, enda stóð til að reysa nýja samgöngumiðstöð á öðrum stað. Kynnisferðir hafa margoft í samskiptum við borgaryfirvöld rætt um möguleika og lausnir við að reisa nýja samgöngumiðstöð sem tekur við hlutverki BSÍ en enn hefur ekkert gerst í því máli. Reykjavíkurborg var full kunnugt um leigusamning Kynnisferða þegar borgin ákvað að kaupa húsið. Þrátt fyrir að til hafi staðið að byggja nýja samgöngumistöð undanfarin 15 ár hafa Kynnisferðir séð um allar endurbætur á húsinu og umhverfi þess og Reykjavíkurborg neitað að taka þátt í þeim endurbótum þó að skylda hvíli á eiganda hússins að sjá um endurbætur. Hefur meðal annars þurft að endurnýja ónýta glugga til að koma í veg fyrir rakaskemmdir. Þetta hafa Kynnisferðir gert þrátt fyrir að mikil óvissa hafi ríkt um hvenær ný samgöngumiðstöð myndi rísa. Þannig hafa Kynnisferðir lagt sitt að mörkum til að bæta upplifun þeirra sem nýta BSÍ, á sama tíma og Reykjavíkurborg hefur hafnað aðkomu að endurbótum hússins. Kynnisferðir hafa leyft öðrum hópferðarfyrirtækjum að sækja farþega sína á BSÍ og nýverið var sú aðstaða bætt og verið er að merkja sérstakt svæði fyrir önnur hópferðafyrirtæki. Kynnisferðir taka enga þóknun fyrir þessa þjónustu þrátt fyrir að greiða allt viðhald og endurbætur á lóðinni. Það fyrirtæki sem Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna fyrir nýtir sér þessa þjónustu Kynnisferða. Að auki hafa Kynnisferðir leyft rekstraraðilum landsbyggðarstrætó og Strætó BS. að nýta sér aðstöðu félagsins á BSÍ án endurgjalds. Það sætir furðu að Þórdís Lóa kjósi að vitna í 17 ára gamlan úrskurð Samkeppniseftirlitsins í umfjöllun sinni og slíta tilvitnun úr samhengi. Í þeim úrskurði er umfjöllun um fyrirkomulag sérleyfa sem ríkisvaldið stóð fyrir um langt árabil. Það fyrirkomulag var afnumið árið 2015 eins og Þórdís Lóa ætti að þekkja og er því tilvitnun í þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins út í hött. Kynnisferðir munu áfram leggja metnað í að endurbæta BSÍ og umhverfi þess til að bæta upplifun gesta og fagna áformum borgarinnar að byggja nýja samgöngumiðstöð sem hefur fjölbreyttara hlutverki að gegna. Höfundur er forstjóri Kynnisferða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið sendi Félag atvinnurekenda erindi á borgarstjóra vegna afnota Kynnisferða af Umferðarmistöðinni BSÍ. Þórdís Lóa forseti borgarstjórnar svaraði því erindi með færslu á Facebook. Því tel ég nauðsynlegt að koma á framfæri nokkrum mikilvægum staðreyndum í þessu máli. Árið 2009 gerðu Kynnisferðir samning um leigu á Umferðarmiðstöðinni BSÍ við Vatnsmýrina ehf. sem var þá eigandi hússins. Leigusalinn Vatnsmýrin ehf. var síðar yfirtekinn af Landsbankanum í kjölfar fjármálahrunsins. Reykjavíkurborg keypti fasteignina árið 2012 og yfirtók þar með leigusamninginn við Kynnisferðir. Í Facebook færslu Þórdísar Lóu er því ranglega haldið fram að Vegagerðin hafi átt húsið. Þegar leigusamningurinn var gerður stóð til að byggja nýja samgöngumiðstöð við norðurenda Hótel Loftleiða og tók leigusamningurinn mið af því. Leigusamningur Kynnisferða er ótímabundinn og aðeins hægt að segja honum upp þegar ný samgöngumiðstöð rís, enda stóð til að reysa nýja samgöngumiðstöð á öðrum stað. Kynnisferðir hafa margoft í samskiptum við borgaryfirvöld rætt um möguleika og lausnir við að reisa nýja samgöngumiðstöð sem tekur við hlutverki BSÍ en enn hefur ekkert gerst í því máli. Reykjavíkurborg var full kunnugt um leigusamning Kynnisferða þegar borgin ákvað að kaupa húsið. Þrátt fyrir að til hafi staðið að byggja nýja samgöngumistöð undanfarin 15 ár hafa Kynnisferðir séð um allar endurbætur á húsinu og umhverfi þess og Reykjavíkurborg neitað að taka þátt í þeim endurbótum þó að skylda hvíli á eiganda hússins að sjá um endurbætur. Hefur meðal annars þurft að endurnýja ónýta glugga til að koma í veg fyrir rakaskemmdir. Þetta hafa Kynnisferðir gert þrátt fyrir að mikil óvissa hafi ríkt um hvenær ný samgöngumiðstöð myndi rísa. Þannig hafa Kynnisferðir lagt sitt að mörkum til að bæta upplifun þeirra sem nýta BSÍ, á sama tíma og Reykjavíkurborg hefur hafnað aðkomu að endurbótum hússins. Kynnisferðir hafa leyft öðrum hópferðarfyrirtækjum að sækja farþega sína á BSÍ og nýverið var sú aðstaða bætt og verið er að merkja sérstakt svæði fyrir önnur hópferðafyrirtæki. Kynnisferðir taka enga þóknun fyrir þessa þjónustu þrátt fyrir að greiða allt viðhald og endurbætur á lóðinni. Það fyrirtæki sem Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna fyrir nýtir sér þessa þjónustu Kynnisferða. Að auki hafa Kynnisferðir leyft rekstraraðilum landsbyggðarstrætó og Strætó BS. að nýta sér aðstöðu félagsins á BSÍ án endurgjalds. Það sætir furðu að Þórdís Lóa kjósi að vitna í 17 ára gamlan úrskurð Samkeppniseftirlitsins í umfjöllun sinni og slíta tilvitnun úr samhengi. Í þeim úrskurði er umfjöllun um fyrirkomulag sérleyfa sem ríkisvaldið stóð fyrir um langt árabil. Það fyrirkomulag var afnumið árið 2015 eins og Þórdís Lóa ætti að þekkja og er því tilvitnun í þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins út í hött. Kynnisferðir munu áfram leggja metnað í að endurbæta BSÍ og umhverfi þess til að bæta upplifun gesta og fagna áformum borgarinnar að byggja nýja samgöngumiðstöð sem hefur fjölbreyttara hlutverki að gegna. Höfundur er forstjóri Kynnisferða.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun