„Betur borgandi ferðamenn“ enginn bjargvættur ferðaþjónustunnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. júní 2024 16:47 Bjarnheiður segir að umræða um að hér vanti „betur borgandi ferðamenn“ standist ekki skoðun Vísir Fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar geldur varhug við umræðu um „betur borgandi ferðamenn,“ en hún segir hugtakið vera nokkurs konar klisju. Hún segir að óþægilega mikið hafi dregið úr eftirspurn hins almenna ferðamanns, sem eyðir hér að jafnaði hundruðum þúsunda hver. Ísland hafi dregið lappirnar í markaðssetningu um árabil. Bjarnheiður Hallsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar birti pistil á Vísi í dag þar sem hún velti vöngum yfir því hver þessi „betur borgandi ferðamaður“ væri eiginlega. Hann hafi aldrei verið skilgreindur sérstaklega og því „algjörlega á reiki hvað fólk er almennt að meina þegar það er að tala um þennan hóp, hvaða þjónustu á að bjóða honum og á hvaða verði,“ segir í pistlinum. Hins vegar sé þessi hópur gjarnan kallaður til sögunnar sem hinn eini sanni bjargvættur ferðaþjónustunnar, þegar skóinn kreppir að. Hún segir að sterkefnaðir ferðamenn sem kaupi hér bestu gistingu sem er í boði, borði góðan mat á fínum veitingahúsum, drekki dýr vín og séu gjarnan með einkabílstjóra á lúxusfarartækjum og svo framvegis séu vissulega frábærir viðskiptavinir. Hins vegar sé ekki hægt miðað við þá innviði, þjónustu og mannauð sem við eigum að sinna eingöngu þessum markhópi eingöngu, það sé skammtímalausn í niðursveiflu. Það sé þó ágætt markmið að auka hlutdeild ferðamanna sem þessara í framtíðinni. Gullfoss hefur lengi verið einn vinsælasti ferðamannastaður landsinsArnar Halldórsson Hinn almenni ferðamaður eyði gríðarlegum fjármunum Bjarnheiður segir í samtali við fréttastofu að hinn almenni ferðamaður, sem eyðir hér ef til vill viku eða tveimur, gistir á gististöðum víða um land, leigir bíl, borðar á veitingastöðum og kaupir almenna þjónustu og vörur eyði hér mörg hundruðum þúsunda hver. Þetta sé burðarstykkið í íslenskri ferðaþjónustu, ekki auðmenn, þó þeir séu velkomin viðbót. „Dregið hefur óþægilega mikið úr eftirspurn hins almenna ferðamanns. Svo við vitum ekkert hvernig framhaldið verður, ef við grípum ekki til aðgerða,“ segir Bjarnheiður. En hvað með puttaferðalanginn, sem gistir í tjaldi í vegköntum og borðar bara samlokur úr Bónus? „Jú auðvitað eru ferðamenn sem eyða ekki nóg hérna. Þeir munu alltaf vera til og allt í lagi með það, en við viljum ekki aktívt vera að sækja þá. En svo er það líka sagt að þeir geti orðið ferðamenn framtíðarinnar, þeir komi hingað aftur seinna með fjölskyldur sínar,“ segir Bjarnheiður. Puttaferðalangar sem eyða síður peningum verða alltaf til segir Bjarnheiður, og allt í góðu með það. Þeir geti seinna orðið að hefðbundnari ferðamanni sem kemur hingað með fjölskyldu sinni.Getty Verðlag of hátt Bjarnheiður segir að samdráttinn á Íslandi megi að miklu leyti rekja beint í verðið. Ísland sé rándýrt ferðamannaland sem rekist öðru hvoru upp í verðþakið, eins og virðist nú vera tilfellið. Hár launakostnaður, óhófleg skattlagning, hár fjármagnskostnaður, og of sterk króna valdi þessu. Hún segir meira að segja Noregur sé ódýrara land en við sem stendur. „Það er mikill vöxtur í ferðalögum til Noregs og Finnlands til dæmis, sem við rekjum beint í verðið,“ segir Bjarnheiður. Verðlagningin hafi gríðarleg áhrif, en markaðssetningin, eða öllu heldur skortur á henni, líka. Hún telur fréttaflutning erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga ekki hafa haft teljandi áhrif. Einhver umræða hefur verið um það að umfjöllun erlendis hafi verið á þann veg að hér væri neyðarástand vegna eldgossins í Grindavík, og það hafi haft fælandi áhrif á ferðamenn. „Það eru svona deildar meiningar um það, ég til dæmis hef ekki trú á því að það sé að hafa mikil áhrif almennt. En sumir vilja meina að hafi haft einhver áhrif á tímabili þegar þetta stóð sem hæst, en við vitum það ekki nákvæmlega.“ Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar var til viðtals um horfur í ferðaþjónustunni á Stöð 2 um daginn. Miklir eftirbátar í neytendamarkaðssetningu Bjarnheiður telur að ekki hafi verið haldið nógu vel á spöðunum í markaðssetningu eða vörukynningu. Við séum miklir eftirbátar samkeppnislanda okkar hvað það varðar. „Til dæmis höfum við hætt neytendamarkaðssetningu, á meðan keppinautar okkar hafa eytt miklum fjárhæðum í neytendamarkaðssetningu á þessum sömu mörkuðum og við erum að vinna.“ Hvernig stendur á því að við höfum dregið lappirnar hvað þetta varðar? „Það væri sniðugast að tala við fjármálaráðuneytið um það af hverju við erum ekki að setja pening í markaðssetningu,“ segir Bjarnheiður. Frá Þingvöllum í fyrra.Arnar Halldórsson Ísland hafi fallið hratt niður lista hjá World economic forum, sem hefur birt travel and tourism index fyrir árið 2024. „Þar höfum við hrapað niður tíu sæti frá því í fyrra og sitjum í 32. sæti, neðst Norðurlandanna.“ Ekki þurfi mikinn samdrátt í ferðaþjónustu til að trompa einn loðnubrest Hvernig leysum við þennan vanda? „Lausnirnar eru þær að við verðum að hugsa okkar gang hvað varðar markaðssetninguna, við þurfum að gera það á sambærilegan hátt og okkar samkeppnislönd, við höfum dregist afturúr. Svo þurfum við að skoða skattlagningu á greinina, um áramótin var settur á gistináttaskattur, sem fer auðvitað út í verðlagið,“ segir Bjarnheiður. Á sjóndeildarhringnum séu svo ýmsar hugmyndir stjórnmálamanna um að skattleggja greinina enn frekar. „Þetta er flókið, ekkert er einfalt í þessu, við þurfum að hugsa okkar gang. Bæði stjórnvöld og við sem rekum fyrirtæki,“ segir Bjarnveig. Hún segir jafnframt að ekki þurfi mikinn samdrátt í ferðaþjónustu til að trompa þjóðhagslega höggið við loðnubrest. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Hátt verð fæli ferðamanninn frá Íslandi Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif. 22. maí 2024 16:39 Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar birti pistil á Vísi í dag þar sem hún velti vöngum yfir því hver þessi „betur borgandi ferðamaður“ væri eiginlega. Hann hafi aldrei verið skilgreindur sérstaklega og því „algjörlega á reiki hvað fólk er almennt að meina þegar það er að tala um þennan hóp, hvaða þjónustu á að bjóða honum og á hvaða verði,“ segir í pistlinum. Hins vegar sé þessi hópur gjarnan kallaður til sögunnar sem hinn eini sanni bjargvættur ferðaþjónustunnar, þegar skóinn kreppir að. Hún segir að sterkefnaðir ferðamenn sem kaupi hér bestu gistingu sem er í boði, borði góðan mat á fínum veitingahúsum, drekki dýr vín og séu gjarnan með einkabílstjóra á lúxusfarartækjum og svo framvegis séu vissulega frábærir viðskiptavinir. Hins vegar sé ekki hægt miðað við þá innviði, þjónustu og mannauð sem við eigum að sinna eingöngu þessum markhópi eingöngu, það sé skammtímalausn í niðursveiflu. Það sé þó ágætt markmið að auka hlutdeild ferðamanna sem þessara í framtíðinni. Gullfoss hefur lengi verið einn vinsælasti ferðamannastaður landsinsArnar Halldórsson Hinn almenni ferðamaður eyði gríðarlegum fjármunum Bjarnheiður segir í samtali við fréttastofu að hinn almenni ferðamaður, sem eyðir hér ef til vill viku eða tveimur, gistir á gististöðum víða um land, leigir bíl, borðar á veitingastöðum og kaupir almenna þjónustu og vörur eyði hér mörg hundruðum þúsunda hver. Þetta sé burðarstykkið í íslenskri ferðaþjónustu, ekki auðmenn, þó þeir séu velkomin viðbót. „Dregið hefur óþægilega mikið úr eftirspurn hins almenna ferðamanns. Svo við vitum ekkert hvernig framhaldið verður, ef við grípum ekki til aðgerða,“ segir Bjarnheiður. En hvað með puttaferðalanginn, sem gistir í tjaldi í vegköntum og borðar bara samlokur úr Bónus? „Jú auðvitað eru ferðamenn sem eyða ekki nóg hérna. Þeir munu alltaf vera til og allt í lagi með það, en við viljum ekki aktívt vera að sækja þá. En svo er það líka sagt að þeir geti orðið ferðamenn framtíðarinnar, þeir komi hingað aftur seinna með fjölskyldur sínar,“ segir Bjarnheiður. Puttaferðalangar sem eyða síður peningum verða alltaf til segir Bjarnheiður, og allt í góðu með það. Þeir geti seinna orðið að hefðbundnari ferðamanni sem kemur hingað með fjölskyldu sinni.Getty Verðlag of hátt Bjarnheiður segir að samdráttinn á Íslandi megi að miklu leyti rekja beint í verðið. Ísland sé rándýrt ferðamannaland sem rekist öðru hvoru upp í verðþakið, eins og virðist nú vera tilfellið. Hár launakostnaður, óhófleg skattlagning, hár fjármagnskostnaður, og of sterk króna valdi þessu. Hún segir meira að segja Noregur sé ódýrara land en við sem stendur. „Það er mikill vöxtur í ferðalögum til Noregs og Finnlands til dæmis, sem við rekjum beint í verðið,“ segir Bjarnheiður. Verðlagningin hafi gríðarleg áhrif, en markaðssetningin, eða öllu heldur skortur á henni, líka. Hún telur fréttaflutning erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga ekki hafa haft teljandi áhrif. Einhver umræða hefur verið um það að umfjöllun erlendis hafi verið á þann veg að hér væri neyðarástand vegna eldgossins í Grindavík, og það hafi haft fælandi áhrif á ferðamenn. „Það eru svona deildar meiningar um það, ég til dæmis hef ekki trú á því að það sé að hafa mikil áhrif almennt. En sumir vilja meina að hafi haft einhver áhrif á tímabili þegar þetta stóð sem hæst, en við vitum það ekki nákvæmlega.“ Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar var til viðtals um horfur í ferðaþjónustunni á Stöð 2 um daginn. Miklir eftirbátar í neytendamarkaðssetningu Bjarnheiður telur að ekki hafi verið haldið nógu vel á spöðunum í markaðssetningu eða vörukynningu. Við séum miklir eftirbátar samkeppnislanda okkar hvað það varðar. „Til dæmis höfum við hætt neytendamarkaðssetningu, á meðan keppinautar okkar hafa eytt miklum fjárhæðum í neytendamarkaðssetningu á þessum sömu mörkuðum og við erum að vinna.“ Hvernig stendur á því að við höfum dregið lappirnar hvað þetta varðar? „Það væri sniðugast að tala við fjármálaráðuneytið um það af hverju við erum ekki að setja pening í markaðssetningu,“ segir Bjarnheiður. Frá Þingvöllum í fyrra.Arnar Halldórsson Ísland hafi fallið hratt niður lista hjá World economic forum, sem hefur birt travel and tourism index fyrir árið 2024. „Þar höfum við hrapað niður tíu sæti frá því í fyrra og sitjum í 32. sæti, neðst Norðurlandanna.“ Ekki þurfi mikinn samdrátt í ferðaþjónustu til að trompa einn loðnubrest Hvernig leysum við þennan vanda? „Lausnirnar eru þær að við verðum að hugsa okkar gang hvað varðar markaðssetninguna, við þurfum að gera það á sambærilegan hátt og okkar samkeppnislönd, við höfum dregist afturúr. Svo þurfum við að skoða skattlagningu á greinina, um áramótin var settur á gistináttaskattur, sem fer auðvitað út í verðlagið,“ segir Bjarnheiður. Á sjóndeildarhringnum séu svo ýmsar hugmyndir stjórnmálamanna um að skattleggja greinina enn frekar. „Þetta er flókið, ekkert er einfalt í þessu, við þurfum að hugsa okkar gang. Bæði stjórnvöld og við sem rekum fyrirtæki,“ segir Bjarnveig. Hún segir jafnframt að ekki þurfi mikinn samdrátt í ferðaþjónustu til að trompa þjóðhagslega höggið við loðnubrest.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Hátt verð fæli ferðamanninn frá Íslandi Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif. 22. maí 2024 16:39 Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Hátt verð fæli ferðamanninn frá Íslandi Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif. 22. maí 2024 16:39