Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. júní 2024 19:01 Íþróttafélögin selja mörg hver bjór í kringum leiki félaganna. Vísir/Vilhelm Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. Undanfarin misseri hafa hafa íþróttafélögin í auknu mæli tekið að selja áfengi í kringum leiki meistaraflokka sinna en á meðal áhorfenda eru oft fjölmörg börn sem æfa hjá félögunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að nokkur þúsund lítra af bjór séu seldir á stærstu leikjunum. Þá eru áhorfendur oft með bjór í stúkunni. „Við sjáum miklar breytingar á framboði og aðgengi á síðastliðnum kannski tveimur til þremur árum. Þannig að við erum mjög hugsi yfir því. Þetta er heimavöllur barnanna okkar og við vitum það alveg að það hefur verið framboð og aðgengi á ákveðnum stöðum eða ákveðnum sölum fyrir jafnvel ákveðna hópa,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands. Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ er hugsi yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað síðustu árin þegar kemur að áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði.Vísir/Arnar Þannig hafi áfengi í gegnum tíðina verið í boði í ákveðnum sölum félaganna en svæðið sem áfengis sé neytt hjá íþróttafélögunum hafi undanfarið stækkað. „Allavega sjáum við að það eru börn og ungmenni sem eru að umgangast áfengi á göngum íþróttamannvirkja.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu geta íþróttafélögin sótt um tvenns konar leyfi til að geta selt áfengi. Annars vegar fast rekstrarleyfi sem felur í sér að selja má áfengi allan ársins hring með ákveðnum takmörkunum og hins vegar tækifærisleyfi þar sem sótt er um leyfi fyrir einstaka viðburði. Ekki eru öll íþróttafélögin sem hafa verið að selja áfengi með slík leyfi. Þá hafa fæst íþróttafélaganna útiveitingaleyfi sem nær yfir stúkuna. Auður segir mikilvægt að hafa forvarnargildi íþróttanna í huga þegar áfengisneysla í kringum íþróttaviðburði sé rædd. „Þetta er náttúrulega ekki samræmi við það sem við stöndum fyrir, holla lífshætti og félagsstarf. Þannig að við erum bara verulega hugsi og við óskum svo sem eftir því að það fari fram eitthvað samtal í hreyfingunni.“ Félögin sjálf hafi nefnt að þau séu með tvö markmið þegar kemur að áfengissölu á leikjum. „Það er annars vegar að bæta upplifun þeirra sem koma á leikina hjá sér og hins vegar er þetta óneitanlega tengt rekstri félaganna sem á mörgum sviðum er sótt að þessa dagana. Í þessari heildarmynd þarf að fara fram umræða um hvað er í fyrsta lagi löglegt og boðlegt og svo hins vegar það hvað félagið vill standa fyrir og hvernig hlutirnir eiga að vera.“ Áfengi og tóbak Íþróttir barna Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Undanfarin misseri hafa hafa íþróttafélögin í auknu mæli tekið að selja áfengi í kringum leiki meistaraflokka sinna en á meðal áhorfenda eru oft fjölmörg börn sem æfa hjá félögunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að nokkur þúsund lítra af bjór séu seldir á stærstu leikjunum. Þá eru áhorfendur oft með bjór í stúkunni. „Við sjáum miklar breytingar á framboði og aðgengi á síðastliðnum kannski tveimur til þremur árum. Þannig að við erum mjög hugsi yfir því. Þetta er heimavöllur barnanna okkar og við vitum það alveg að það hefur verið framboð og aðgengi á ákveðnum stöðum eða ákveðnum sölum fyrir jafnvel ákveðna hópa,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands. Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ er hugsi yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað síðustu árin þegar kemur að áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði.Vísir/Arnar Þannig hafi áfengi í gegnum tíðina verið í boði í ákveðnum sölum félaganna en svæðið sem áfengis sé neytt hjá íþróttafélögunum hafi undanfarið stækkað. „Allavega sjáum við að það eru börn og ungmenni sem eru að umgangast áfengi á göngum íþróttamannvirkja.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu geta íþróttafélögin sótt um tvenns konar leyfi til að geta selt áfengi. Annars vegar fast rekstrarleyfi sem felur í sér að selja má áfengi allan ársins hring með ákveðnum takmörkunum og hins vegar tækifærisleyfi þar sem sótt er um leyfi fyrir einstaka viðburði. Ekki eru öll íþróttafélögin sem hafa verið að selja áfengi með slík leyfi. Þá hafa fæst íþróttafélaganna útiveitingaleyfi sem nær yfir stúkuna. Auður segir mikilvægt að hafa forvarnargildi íþróttanna í huga þegar áfengisneysla í kringum íþróttaviðburði sé rædd. „Þetta er náttúrulega ekki samræmi við það sem við stöndum fyrir, holla lífshætti og félagsstarf. Þannig að við erum bara verulega hugsi og við óskum svo sem eftir því að það fari fram eitthvað samtal í hreyfingunni.“ Félögin sjálf hafi nefnt að þau séu með tvö markmið þegar kemur að áfengissölu á leikjum. „Það er annars vegar að bæta upplifun þeirra sem koma á leikina hjá sér og hins vegar er þetta óneitanlega tengt rekstri félaganna sem á mörgum sviðum er sótt að þessa dagana. Í þessari heildarmynd þarf að fara fram umræða um hvað er í fyrsta lagi löglegt og boðlegt og svo hins vegar það hvað félagið vill standa fyrir og hvernig hlutirnir eiga að vera.“
Áfengi og tóbak Íþróttir barna Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira