Átök á lokametrunum: Saka ríkisstjórn um að „slátra“ samgönguáætlun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2024 22:09 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, ræddi þinglok í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sakar ríkisstjórnina um að „slátra“ samgönguáætlun í þágu ráðherrastóla. vísir Átök hafa staðið yfir á Alþingi í aðdraganda þingloka fyrir sumarfrí. Vantrauststillaga á hendur matvælaráðherra og „slátrun“ samgönguáætlunar er á meðal þess sem þingmenn takast á um á lokametrunum. Bergþór Ólason er á meðal þeirra Miðflokksmanna sem hyggjast leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna stjórnsýslu hennar í kringum hvalveiðileyfi sem gefið var út í vikunni. Hann segir að það kæmi ekki á óvart að einhverjir þingmenn stjórnarflokkanna myndu styðja vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bjarkey óttast ekki tillöguna. „Alls ekki,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. „Mér finnst líka áhugavert að flokkur sem er hlynntur hvalveiðum, skuli fara að leggja fram vantraust á ráðherra sem gaf út hvalveiðileyfi,“ sagði Bjarkey ennfremur. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Hún ætlar sjálf ekki að íhuga það að styðja tillöguna, þó að flokkur hennar hafi haft áhyggjur af stjórnsýslunni í kringum hvalveiðarnar undanfarið. „Þetta leyfi núna, vissulega farið að lögum en tók langan tíma. En við eigum eftir að ræða þetta.“ Spurð hvernig það miði að semja um þinglok milli stjórnarflokka segir Hildur: „Það miðar bara ágætlega. Við höfum verið í þessari vinnu núna, að horfa á hvar mál eru stödd í nefnd og hvað sé raunhæft að klára. Síðan þarf aðeins að miðla málum í nokkrum til viðbótar. Við eigum von á því að geta kynnt stjórnarandstöðunni lokalista bara mjög fljótlega eftir helgi.“ Málið dó til þess að ráðherrastólarnir brotni ekki Stjórnarandstaðan hefur sakað ríkisstjórn um að hægagang í ýmsum málum líkt og samgöngu- og fjármálaáætlun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnarflokkana til að mynda „slátra samgönguáætlun“ í kvöld. „Það var eitt stærsta mál þessa þings, sem við höfðum unnið að síðan í október. Þar með dó enn eitt málið fyrir þann málstað að ráðherrastólarnir brotni ekki. Rifrildið um forgangsröðun samgönguframkvæmda varð svo mikið að niðurstaða formanna flokkanna varð sú að gera bara ekkert,“ skrifar Þorbjörg Sigríður í færslu á Facebook. Þorbjörg er varaformaður samgöngunefndar og vísar til vinnu nefndarinnar frá því í október þar sem gert var ráð fyrir rúmum 900 milljörðum króna í samgöngur. Hildur Sverris var spurð út í þessi fyrrgreind mál, og hvort tekist væri á um þau innan stjórnarflokka. „Þetta er allt undir, það er best að segja það. En við sjáum fyrir endann á þessu og það er eðlilegt að þingstörfin gangi, eigum við að segja, ekki hratt fyrir sig þegar þetta er enn í samningafasa hér í húsinu. Það er bara eðlilegt.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Samgöngur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Bergþór Ólason er á meðal þeirra Miðflokksmanna sem hyggjast leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna stjórnsýslu hennar í kringum hvalveiðileyfi sem gefið var út í vikunni. Hann segir að það kæmi ekki á óvart að einhverjir þingmenn stjórnarflokkanna myndu styðja vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bjarkey óttast ekki tillöguna. „Alls ekki,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. „Mér finnst líka áhugavert að flokkur sem er hlynntur hvalveiðum, skuli fara að leggja fram vantraust á ráðherra sem gaf út hvalveiðileyfi,“ sagði Bjarkey ennfremur. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Hún ætlar sjálf ekki að íhuga það að styðja tillöguna, þó að flokkur hennar hafi haft áhyggjur af stjórnsýslunni í kringum hvalveiðarnar undanfarið. „Þetta leyfi núna, vissulega farið að lögum en tók langan tíma. En við eigum eftir að ræða þetta.“ Spurð hvernig það miði að semja um þinglok milli stjórnarflokka segir Hildur: „Það miðar bara ágætlega. Við höfum verið í þessari vinnu núna, að horfa á hvar mál eru stödd í nefnd og hvað sé raunhæft að klára. Síðan þarf aðeins að miðla málum í nokkrum til viðbótar. Við eigum von á því að geta kynnt stjórnarandstöðunni lokalista bara mjög fljótlega eftir helgi.“ Málið dó til þess að ráðherrastólarnir brotni ekki Stjórnarandstaðan hefur sakað ríkisstjórn um að hægagang í ýmsum málum líkt og samgöngu- og fjármálaáætlun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnarflokkana til að mynda „slátra samgönguáætlun“ í kvöld. „Það var eitt stærsta mál þessa þings, sem við höfðum unnið að síðan í október. Þar með dó enn eitt málið fyrir þann málstað að ráðherrastólarnir brotni ekki. Rifrildið um forgangsröðun samgönguframkvæmda varð svo mikið að niðurstaða formanna flokkanna varð sú að gera bara ekkert,“ skrifar Þorbjörg Sigríður í færslu á Facebook. Þorbjörg er varaformaður samgöngunefndar og vísar til vinnu nefndarinnar frá því í október þar sem gert var ráð fyrir rúmum 900 milljörðum króna í samgöngur. Hildur Sverris var spurð út í þessi fyrrgreind mál, og hvort tekist væri á um þau innan stjórnarflokka. „Þetta er allt undir, það er best að segja það. En við sjáum fyrir endann á þessu og það er eðlilegt að þingstörfin gangi, eigum við að segja, ekki hratt fyrir sig þegar þetta er enn í samningafasa hér í húsinu. Það er bara eðlilegt.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Samgöngur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira