Birgir Þórarinsson er enn að Hjálmtýr Heiðdal skrifar 15. júní 2024 10:31 Morgunblaðið birti þ. 6.6. s.l. viðtal við Birgi Þórarinsson þingmann með fyrirsögninni: „Gyðingar á Íslandi óttaslegnir“. Birgir hefur helst unnið það sér til frægðar að halda á lofti sögum um atburði 7. október 2023 þar sem hann kryddar frásögn sína með lýsingum á hryllilegum atburðum um „börn í bakarofnum“ og sögum um „höfuðlaus barnalík“. Þessar sögurhafa verið afsannaðar í ísraelskum fjölmiðlum og víðar. Sögur Birgis ofl. hafa þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum og réttlæta morðherferð Ísraelshers á Gaza og á Vesturbakkanum. Í viðtalinu í Morgunblaðinu nefnir Birgir engin dæmi til að skýra mál sitt um ótta gyðinga á Íslandi og enginn af þeim „óttaslegnu“ er reiðubúinn til að segja frá atvikum sem valda ótta þeirra. Það sem virðist helst vekja ótta þeirra um 400 gyðinga sem hér búa er umfjöllun fjölmiðla. Segja þeir (eða Birgir) „rödd Ísraels varðandi stríðið ekki heyrast í íslenskum fjölmiðlum“ og „rangar fullyrðingar endurómaðar frá Hamas-hryðjuverksamatökunum“. Ekki tilfærir Birgir eða hinir óttaslegnu nein dæmi um þetta „raddleysi Ísraels“ eða „rangar fullyrðinga frá Hamas.“ Venjulegur íslenskur fréttaneytandi hefur ekki liðið fyrir skort á herskáum yfirlýsingum frá Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og tilkynningum um að nú skuli „gjöreyða Hamas“. Ef Netanyahu og ráðherrar hans eru ekki „rödd Ísraels“ hver er það þá? Varðandi „rangar fullyrðingar frá Hamas“ þá eru það helst tölur um fjölda Gazabúa sem Ísraelsher hefur drepið sem dregnar eru í efa af fréttaveitum bæði hér heima og erlendis. Breska læknaritið Lancet hefur birt rannsóknir sem sýna að tölur frá Hamas standast skoðun. Norski læknirinn Mads Gilbert, sem hefur starfað á Gaza í fjölda ára, heimsótti Ísland fyrir skömmu og útskýrði þau nákvæmu vinnubrögð sem eru að baki tölunum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Undirliggjandi tón í málflutningi Birgis og fylgjenda Ísraels er meint gyðingahatur þeirra sem gagnrýna Ísrael vegna hernáms og landrán í Palestínu. Það er algengt svar þeirra sem styðja síonismann og Ísrael að gagnrýnisraddir séu litaðar af gyðingahatri. Stuðningsaðilar Ísraels hafa myndað samtökin IHRA* til að skilgreina gyðingahatur og nota þessar skilgreiningar til þess að freista þess að segja alla gagnrýni á framferði Ísraels sem gyðingahatur og þar með kæfa þær. 35 ríki í Evrópu, Ameríku auk Ástralíu hafa samþykkt þessar skilgreiningar IHRA sem viðmið í umfjöllun um gagnrýni á Ísrael og síonismann. Meðal þessara ríkja eru öll Norðurlöndin nema Ísland. En þessi tilraun til að kæfa gagnrýni fellur á eigin bragði. Með því að stöðugt segja gagnrýnina á Ísrael og síonismann vera gyðingahatur þá hafa fylgjendur IHRA-reglanna brotið sjálfir gegn eigin skilgreiningum og í raun ástundað gyðingahatur skv. eigin afstöðu. Það gerist þannig að ein af meginreglum IHRA er að það sé gyðingahatur að „ segja gyðinga bera sameiginlega ábyrgð á gjörðum Ísraelsríkis.“ (e. Holding Jews collectively responsible for actions of the state of Israel.). Það að segja gagnrýnendur Ísraels vera gyðingahatara, en ekki and-síonista, tengja Ísraelsvinir gyðinga við hernað og glæpi Ísraels. Flestir gagnrýnendur eru að gagnrýna ríkið og stefnu þess - en ekki gyðinga. Það eru „Ísraelsvinirnir“ sem gera tenginguna og brjóta þar með eigin reglur og gerast gyðingahatarar. Önnur regla IHRA um birtingu gyðingahaturs hljóðar svo: „Að beita tvöföldu siðferði með því að krefja Ísrael um hegðun sem ekki er ætlast til eða krafist af nokkurri annarri lýðræðisþjóð.“(e. Applying double standards by requiring of it a behavior not expected or demanded of any other democratic nation.) Kröfur gagnrýnenda gagnvart Ísrael eru auðvitað þær að ríkið hætti hernámi, landráni og beitingu ofbeldis. Hvaða lýðræðissinni gerir ekki þessar sömu kröfur til allra landa? En það ástunda ekki öll lönd landrán og hernám, en gerðu þau slíkt þá kæmi hávær kór og krefðist þess að ríki láta af slíku hátterni - að sjálfsögðu. Það er því ekki tvöfalt siðferði að krefjast þess að Ísrael hætti árásum á Palestínumenn. Þvert á móti - það er alvöru siðferði. *International Holocaust Remeberance Alliance Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Morgunblaðið birti þ. 6.6. s.l. viðtal við Birgi Þórarinsson þingmann með fyrirsögninni: „Gyðingar á Íslandi óttaslegnir“. Birgir hefur helst unnið það sér til frægðar að halda á lofti sögum um atburði 7. október 2023 þar sem hann kryddar frásögn sína með lýsingum á hryllilegum atburðum um „börn í bakarofnum“ og sögum um „höfuðlaus barnalík“. Þessar sögurhafa verið afsannaðar í ísraelskum fjölmiðlum og víðar. Sögur Birgis ofl. hafa þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum og réttlæta morðherferð Ísraelshers á Gaza og á Vesturbakkanum. Í viðtalinu í Morgunblaðinu nefnir Birgir engin dæmi til að skýra mál sitt um ótta gyðinga á Íslandi og enginn af þeim „óttaslegnu“ er reiðubúinn til að segja frá atvikum sem valda ótta þeirra. Það sem virðist helst vekja ótta þeirra um 400 gyðinga sem hér búa er umfjöllun fjölmiðla. Segja þeir (eða Birgir) „rödd Ísraels varðandi stríðið ekki heyrast í íslenskum fjölmiðlum“ og „rangar fullyrðingar endurómaðar frá Hamas-hryðjuverksamatökunum“. Ekki tilfærir Birgir eða hinir óttaslegnu nein dæmi um þetta „raddleysi Ísraels“ eða „rangar fullyrðinga frá Hamas.“ Venjulegur íslenskur fréttaneytandi hefur ekki liðið fyrir skort á herskáum yfirlýsingum frá Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og tilkynningum um að nú skuli „gjöreyða Hamas“. Ef Netanyahu og ráðherrar hans eru ekki „rödd Ísraels“ hver er það þá? Varðandi „rangar fullyrðingar frá Hamas“ þá eru það helst tölur um fjölda Gazabúa sem Ísraelsher hefur drepið sem dregnar eru í efa af fréttaveitum bæði hér heima og erlendis. Breska læknaritið Lancet hefur birt rannsóknir sem sýna að tölur frá Hamas standast skoðun. Norski læknirinn Mads Gilbert, sem hefur starfað á Gaza í fjölda ára, heimsótti Ísland fyrir skömmu og útskýrði þau nákvæmu vinnubrögð sem eru að baki tölunum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Undirliggjandi tón í málflutningi Birgis og fylgjenda Ísraels er meint gyðingahatur þeirra sem gagnrýna Ísrael vegna hernáms og landrán í Palestínu. Það er algengt svar þeirra sem styðja síonismann og Ísrael að gagnrýnisraddir séu litaðar af gyðingahatri. Stuðningsaðilar Ísraels hafa myndað samtökin IHRA* til að skilgreina gyðingahatur og nota þessar skilgreiningar til þess að freista þess að segja alla gagnrýni á framferði Ísraels sem gyðingahatur og þar með kæfa þær. 35 ríki í Evrópu, Ameríku auk Ástralíu hafa samþykkt þessar skilgreiningar IHRA sem viðmið í umfjöllun um gagnrýni á Ísrael og síonismann. Meðal þessara ríkja eru öll Norðurlöndin nema Ísland. En þessi tilraun til að kæfa gagnrýni fellur á eigin bragði. Með því að stöðugt segja gagnrýnina á Ísrael og síonismann vera gyðingahatur þá hafa fylgjendur IHRA-reglanna brotið sjálfir gegn eigin skilgreiningum og í raun ástundað gyðingahatur skv. eigin afstöðu. Það gerist þannig að ein af meginreglum IHRA er að það sé gyðingahatur að „ segja gyðinga bera sameiginlega ábyrgð á gjörðum Ísraelsríkis.“ (e. Holding Jews collectively responsible for actions of the state of Israel.). Það að segja gagnrýnendur Ísraels vera gyðingahatara, en ekki and-síonista, tengja Ísraelsvinir gyðinga við hernað og glæpi Ísraels. Flestir gagnrýnendur eru að gagnrýna ríkið og stefnu þess - en ekki gyðinga. Það eru „Ísraelsvinirnir“ sem gera tenginguna og brjóta þar með eigin reglur og gerast gyðingahatarar. Önnur regla IHRA um birtingu gyðingahaturs hljóðar svo: „Að beita tvöföldu siðferði með því að krefja Ísrael um hegðun sem ekki er ætlast til eða krafist af nokkurri annarri lýðræðisþjóð.“(e. Applying double standards by requiring of it a behavior not expected or demanded of any other democratic nation.) Kröfur gagnrýnenda gagnvart Ísrael eru auðvitað þær að ríkið hætti hernámi, landráni og beitingu ofbeldis. Hvaða lýðræðissinni gerir ekki þessar sömu kröfur til allra landa? En það ástunda ekki öll lönd landrán og hernám, en gerðu þau slíkt þá kæmi hávær kór og krefðist þess að ríki láta af slíku hátterni - að sjálfsögðu. Það er því ekki tvöfalt siðferði að krefjast þess að Ísrael hætti árásum á Palestínumenn. Þvert á móti - það er alvöru siðferði. *International Holocaust Remeberance Alliance Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun