Opið bréf til Mark Zuckerbergs Gunnlaugur B Ólafsson skrifar 19. júní 2024 12:17 Fyrir um tveimur mánuðum var Facebook-reikningi mínum lokað. Eðlilega vildi ég ná að endurvirkja hann. Mikið af myndum og minningum. Það var hins vegar þrautinni þyngra að finna einhvern tengilið á Facebook. Ég fékk Opin kerfi til að skoða málið og þeir sáu að Facebook-aðgangur hafði verið hakkaður og sendi mér öryggisnúmer Facebook: +1 866 554 3839. Ég náð illa sambandi við neinn og svo slitnaði sambandið iðulega án nokkurrar niðurstöðu. Loks náði ég sambandi við „traustvekjandi“ náunga sem kynnti sig sem Mike. Hann var með indverskan framburð. Hann gaf mér upp sitt símanúmer til að tryggja að samband héldist (sjá símanúmer í viðhengi). Mér kom ekki annað til hugar en að ég væri að tala við starfsmann Facebook. Hann tjáði mér að ég hafi verið hakkaður og þar að auki hafi verið komist yfir bankaupplýsingar mínar. Hann virtist sannfærandi í að vera að rannsaka málið og leita lausna. Hann tjáði mér að til að geta gert „deep scan“ þá þyrfti ég að hlaða niður appi nefnt Anydesk. Til þess að uppræta hakkarana sem hafi komist yfir bankaupplýsingarnar þyrfti ég að fara inn á heimabankann minn. Auk þess þyrfti ég að hlaða niður appi sem héti Wise. Þar þyrfti að búa til „dummy account“ og millifæra til að hakkararnir bregðist við og sé hægt að hreinsa þá út. Til að gera langa sögu styttri þá tókst honum að millifæra rúmar 100 þúsund krónur út af reikningi mínum yfir á Wise og þaðan yfir á nafn Ramulo Quinto sem virðist reikningur á Filipseyjum. Að sjálfsögðu skammast ég mín fyrir að láta leiða mig þessa leið. Tapa fjármunum af bankareikningi og borga tuttugu þúsund í símakostnað við „hjalparaðila“. Ég lagði svo mikið traust á að Opin kerfi hafi bent á þetta símanúmer. Það hvarflaði ekki að mér að með einhverjum hætti hefðu hakkararnir tekið yfir hringinguna í Facebook-númerið og nýttu það til að ná út úr fólki fé. Hinn möguleikinn er að starfsmaður (Mike) í hjálparnúmeri Facebook hafi reynst svikull og nýtt tækifærið til að ræna mig. Nú er ég enn alveg ráðalaus hvað ég geti gert til að endurheimta aftur þau persónulegu verðmæti sem liggja í Facebook-síðu minni eða að fá fjárhagstjónið bætt. Þetta er mikilvægt að fá upplýst. Reynsla mín á erindi við almenning og þarf umræðu og umfjöllun. Það hlýtur einhver að vera ábyrgur fyrir því að tryggja traust á þessum mikilvæga vefmiðli. Að brugðist sé við og axlað ábyrgð þegar notendur eru leiddir í slíkar óhöngur þegar þeir eru í góðri trú að hafa samband við öryggisnúmer fyrirtækisins. Höfundur er lífeðlisfræðingur, leiðsögumaður og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netglæpir Facebook Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Fyrir um tveimur mánuðum var Facebook-reikningi mínum lokað. Eðlilega vildi ég ná að endurvirkja hann. Mikið af myndum og minningum. Það var hins vegar þrautinni þyngra að finna einhvern tengilið á Facebook. Ég fékk Opin kerfi til að skoða málið og þeir sáu að Facebook-aðgangur hafði verið hakkaður og sendi mér öryggisnúmer Facebook: +1 866 554 3839. Ég náð illa sambandi við neinn og svo slitnaði sambandið iðulega án nokkurrar niðurstöðu. Loks náði ég sambandi við „traustvekjandi“ náunga sem kynnti sig sem Mike. Hann var með indverskan framburð. Hann gaf mér upp sitt símanúmer til að tryggja að samband héldist (sjá símanúmer í viðhengi). Mér kom ekki annað til hugar en að ég væri að tala við starfsmann Facebook. Hann tjáði mér að ég hafi verið hakkaður og þar að auki hafi verið komist yfir bankaupplýsingar mínar. Hann virtist sannfærandi í að vera að rannsaka málið og leita lausna. Hann tjáði mér að til að geta gert „deep scan“ þá þyrfti ég að hlaða niður appi nefnt Anydesk. Til þess að uppræta hakkarana sem hafi komist yfir bankaupplýsingarnar þyrfti ég að fara inn á heimabankann minn. Auk þess þyrfti ég að hlaða niður appi sem héti Wise. Þar þyrfti að búa til „dummy account“ og millifæra til að hakkararnir bregðist við og sé hægt að hreinsa þá út. Til að gera langa sögu styttri þá tókst honum að millifæra rúmar 100 þúsund krónur út af reikningi mínum yfir á Wise og þaðan yfir á nafn Ramulo Quinto sem virðist reikningur á Filipseyjum. Að sjálfsögðu skammast ég mín fyrir að láta leiða mig þessa leið. Tapa fjármunum af bankareikningi og borga tuttugu þúsund í símakostnað við „hjalparaðila“. Ég lagði svo mikið traust á að Opin kerfi hafi bent á þetta símanúmer. Það hvarflaði ekki að mér að með einhverjum hætti hefðu hakkararnir tekið yfir hringinguna í Facebook-númerið og nýttu það til að ná út úr fólki fé. Hinn möguleikinn er að starfsmaður (Mike) í hjálparnúmeri Facebook hafi reynst svikull og nýtt tækifærið til að ræna mig. Nú er ég enn alveg ráðalaus hvað ég geti gert til að endurheimta aftur þau persónulegu verðmæti sem liggja í Facebook-síðu minni eða að fá fjárhagstjónið bætt. Þetta er mikilvægt að fá upplýst. Reynsla mín á erindi við almenning og þarf umræðu og umfjöllun. Það hlýtur einhver að vera ábyrgur fyrir því að tryggja traust á þessum mikilvæga vefmiðli. Að brugðist sé við og axlað ábyrgð þegar notendur eru leiddir í slíkar óhöngur þegar þeir eru í góðri trú að hafa samband við öryggisnúmer fyrirtækisins. Höfundur er lífeðlisfræðingur, leiðsögumaður og framhaldsskólakennari.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar