Breytt orðfæri, breytt hugsun Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 19. júní 2024 14:01 Ég er með tillögu. Hættum að nota persónufornafnið „þau“ þegar við ræðum um meðborgara okkar í samfélaginu. Þegar við notum orðið „þau“ erum við að afmarka ákveðinn hóp og í leiðinni undirstrika að „við“ tilheyrum honum ekki, að við stöndum utan við hann og horfum á „þau“ úr ákveðinni fjarlægð. Og þar af leiðandi snerta vandamál „þeirra“ ekki eins djúpt og ef þau væru vandamál „okkar“, sem leiðir til þess að „við“ tökum þau ekki alvarlega, finnum ekki til eins mikillar samkenndar og látum okkur málið ekki varða eins mikið og ef það snerti einhvern úr „okkar“ hópi.Þegar við skiptum samfélaginu upp í fleiri og fleiri hópa – sem „við“ teljum okkur ekki tilheyra eða eiga samleið með – leggjum „við“ síður eitthvað á okkur til að skilja og leysa vanda „þeirra“. Þetta gerist ekki af illu innræti eða sjálfselsku, þetta er einfaldlega hugsunarháttur sem við ólumst upp við og þykir svo sjálfsagður að við komum ekki auga á hann. Okkur þykir eðlilegt að flokka allt upp í hópa. Evrópuþjóðir, Afríkuþjóðir, kristnir, trúlausir, útlendingar, Íslendingar, aðfluttir, heimamenn, hvítir, litaðir, karlar, konur, fatlaðir, ófatlaðir, vinnufærir, óvinnufærir, fátækir, efnaðir, aldraðir og ungir. Og það er í eðli okkar að þykja hópurinn sem við tilheyrum vera sá eini sem er „normal“ (annað orð sem ætti að útrýma) því við þekkjum ekkert annað, við höfum alltaf verið í ákveðinni fjarlægð frá öðrum hópum og því finnst okkur „við“ vera það sem allt samfélagið ætti að miðast við. Og, ef „við“ tilheyrum hópunum sem hafa öryggið, peningana, heilsuna og völdin eigum við mjög erfitt með að skilja að meirihluti samfélagsins sé ekki í sömu aðstæðum og stöndum í þeirri trú að „þau“ fáu sem ná að láta til sín heyrast vegna slæmra aðstæðna séu undantekningin sem sannar regluna. Og það sem verra er, að „þau“ geri meira úr vandanum en tilefni sé til, því „við“ þekkjum ekki aðstæður þeirra og getum illa eða alls ekki sett okkur í spor þeirra. Og þannig finnst okkur óþarfi að nota völdin „okkar“ eða peningana „okkar“ til að bæta aðstæður „þeirra“ sem getur bara ekki verið stór HÓPUR í samfélaginu „okkar“, eða hvað? En svo getur eitthvað gerst. „Við“ erum ekki ónæm fyrir því að fá sjúkdóma, lenda í slysum eða einfaldlega eldast. Og skyndilega erum „við“ orðin hluti af öðrum HÓPI, við erum orðin óvinnufær, fötluð, sjúklingar, öryrkjar eða öldruð. Og þá vöknum við upp við vondan draum, „við“ erum orðin „þau“ og hópurinn sem við tilheyrðum áður hlustar ekki lengur á okkur, finnur ekki til eins mikillar samkenndar og er ekki lengur eins áfjáður í að leysa úr vanda okkar og þegar við tilheyrðum þeirra hópi. En þá er það um seinan, við höfum ekki orku, völd eða rödd til að láta til okkar taka. Og svona gengur þetta, kynslóð af kynslóð. „Við“ ætlum okkur aldrei að tilheyra „þeim“, við sjáum ekki fyrir okkur að við verðum gamalmenni einn daginn, við búumst ekki við því að missa heilsuna, við ætlum okkur ekki að missa húsnæðið og tapa niður tekjunum. Og þar af leiðandi vinnum við ekki nógu mikið í þágu „þeirra“ og sjáum ekki hið augljósa, að við erum ekki að vinna í þágu samfélagsins, að við erum ekki að búa öllu samfélaginu í haginn, að við erum ekki að leysa úr vandamálum til lengri tíma því framtíðarkynslóðirnar eru ekki „við“ heldur „þau“. Svo, ég sting upp á því að við hættum að tala um t.d. um „aldraða“ og „öryrkja“ sem HÓPA í samfélaginu, því þannig aftengjumst við innan samfélagsins – og erum þar með ekki lengur samfélag – og ýtum til hliðar einstaklingum sem eiga jafnmikinn tilverurétt og við. Hættum að kalla sjúka, aldraða, öryrkja og fátæka „þau“ og notum orðið „VIГ.Við erum samfélag og samfélagið samanstendur ekki af mismunandi hópum, það samanstendur af allskonar einstaklingum, „við“ erum bara fjölbreytt samfélag. Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ég er með tillögu. Hættum að nota persónufornafnið „þau“ þegar við ræðum um meðborgara okkar í samfélaginu. Þegar við notum orðið „þau“ erum við að afmarka ákveðinn hóp og í leiðinni undirstrika að „við“ tilheyrum honum ekki, að við stöndum utan við hann og horfum á „þau“ úr ákveðinni fjarlægð. Og þar af leiðandi snerta vandamál „þeirra“ ekki eins djúpt og ef þau væru vandamál „okkar“, sem leiðir til þess að „við“ tökum þau ekki alvarlega, finnum ekki til eins mikillar samkenndar og látum okkur málið ekki varða eins mikið og ef það snerti einhvern úr „okkar“ hópi.Þegar við skiptum samfélaginu upp í fleiri og fleiri hópa – sem „við“ teljum okkur ekki tilheyra eða eiga samleið með – leggjum „við“ síður eitthvað á okkur til að skilja og leysa vanda „þeirra“. Þetta gerist ekki af illu innræti eða sjálfselsku, þetta er einfaldlega hugsunarháttur sem við ólumst upp við og þykir svo sjálfsagður að við komum ekki auga á hann. Okkur þykir eðlilegt að flokka allt upp í hópa. Evrópuþjóðir, Afríkuþjóðir, kristnir, trúlausir, útlendingar, Íslendingar, aðfluttir, heimamenn, hvítir, litaðir, karlar, konur, fatlaðir, ófatlaðir, vinnufærir, óvinnufærir, fátækir, efnaðir, aldraðir og ungir. Og það er í eðli okkar að þykja hópurinn sem við tilheyrum vera sá eini sem er „normal“ (annað orð sem ætti að útrýma) því við þekkjum ekkert annað, við höfum alltaf verið í ákveðinni fjarlægð frá öðrum hópum og því finnst okkur „við“ vera það sem allt samfélagið ætti að miðast við. Og, ef „við“ tilheyrum hópunum sem hafa öryggið, peningana, heilsuna og völdin eigum við mjög erfitt með að skilja að meirihluti samfélagsins sé ekki í sömu aðstæðum og stöndum í þeirri trú að „þau“ fáu sem ná að láta til sín heyrast vegna slæmra aðstæðna séu undantekningin sem sannar regluna. Og það sem verra er, að „þau“ geri meira úr vandanum en tilefni sé til, því „við“ þekkjum ekki aðstæður þeirra og getum illa eða alls ekki sett okkur í spor þeirra. Og þannig finnst okkur óþarfi að nota völdin „okkar“ eða peningana „okkar“ til að bæta aðstæður „þeirra“ sem getur bara ekki verið stór HÓPUR í samfélaginu „okkar“, eða hvað? En svo getur eitthvað gerst. „Við“ erum ekki ónæm fyrir því að fá sjúkdóma, lenda í slysum eða einfaldlega eldast. Og skyndilega erum „við“ orðin hluti af öðrum HÓPI, við erum orðin óvinnufær, fötluð, sjúklingar, öryrkjar eða öldruð. Og þá vöknum við upp við vondan draum, „við“ erum orðin „þau“ og hópurinn sem við tilheyrðum áður hlustar ekki lengur á okkur, finnur ekki til eins mikillar samkenndar og er ekki lengur eins áfjáður í að leysa úr vanda okkar og þegar við tilheyrðum þeirra hópi. En þá er það um seinan, við höfum ekki orku, völd eða rödd til að láta til okkar taka. Og svona gengur þetta, kynslóð af kynslóð. „Við“ ætlum okkur aldrei að tilheyra „þeim“, við sjáum ekki fyrir okkur að við verðum gamalmenni einn daginn, við búumst ekki við því að missa heilsuna, við ætlum okkur ekki að missa húsnæðið og tapa niður tekjunum. Og þar af leiðandi vinnum við ekki nógu mikið í þágu „þeirra“ og sjáum ekki hið augljósa, að við erum ekki að vinna í þágu samfélagsins, að við erum ekki að búa öllu samfélaginu í haginn, að við erum ekki að leysa úr vandamálum til lengri tíma því framtíðarkynslóðirnar eru ekki „við“ heldur „þau“. Svo, ég sting upp á því að við hættum að tala um t.d. um „aldraða“ og „öryrkja“ sem HÓPA í samfélaginu, því þannig aftengjumst við innan samfélagsins – og erum þar með ekki lengur samfélag – og ýtum til hliðar einstaklingum sem eiga jafnmikinn tilverurétt og við. Hættum að kalla sjúka, aldraða, öryrkja og fátæka „þau“ og notum orðið „VIГ.Við erum samfélag og samfélagið samanstendur ekki af mismunandi hópum, það samanstendur af allskonar einstaklingum, „við“ erum bara fjölbreytt samfélag. Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun