Boðorðin tíu upp á vegg í öllum skólastofum í Louisiana Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 23:56 Boðorðin tíu úr Biblíunni. Vísir/Getty Boðorðin tíu verða að vera til sýnis í öllum kennslustofum í opinberum skólum í Louisiana ríki í Bandaríkjunum. Það er allt frá leikskólum og til háskóla. Ríkisstjóri Louisiana, Jeff Landry, staðfesti lög þess efnis í dag. Louisiana er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem gerir þessa kröfu. Samkvæmt lögunum eiga boðorðin tíu að vera á plakati og á letrið að vera stórt og auðlesið. Flutningsmenn setja tilgang laganna ekki aðeins trúarlegan heldur einnig sögulegan. Í lagatextanum segir að boðorðin tíu séu grunnskjal í Bandaríkjunum og hjá ríkisstjórninni. Með boðorðunum á plakatinu á að fylgja fjögurra málsgreina yfirlýsing sem lýsir því hversu stóru hlutverki boðorðin gegni í bandarísku menntakerfi og hafi gert það síðustu þrjá áratugina. Samkvæmt lögunum verður plakatið að vera komið upp á vegg í öllum skólastofum á næsta ári. Greiða á fyrir plakötin með framlögum. Framlög ríkisins verða ekki nýtt í innleiðingu. Lögin heimila einnig, en krefjast ekki, sýningu Mayflower-sáttmálans, sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna og Northwest reglugerðina. Fram kemur í frétt AP um málið að andstæðingar laganna eigi von á því að lögin verði kærð til dómstóla. Samtök sem vilja halda trúmálum utan kennslustofunnar lýstu því yfir strax við undirritun laganna að þau ætluðu að fara með málið fyrir dómstóla. Í yfirlýsingu frá ýmsum mannréttindsamtökum í dag eins og the American Civil Liberties Union, Americans United for Separation of Church og State and the Freedom from Religion Foundation kom fram að með innleiðingu laganna myndu ekki öll börn verða örugg í skólakerfinu og ekki vera jafnrétti. Þá kemur einnig fram í frétt AP að svipuð frumvörp hafi verið lögð fram í öðrum ríkjum í Bandaríkjunum en engum hafi tekist að fá þau samþykkt. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur áður úrskurðað um svipuð lög sem samþykkt voru í Kentucky. Dómstóllinn úrskurðaði í því máli árið 1980. Trúmál Bandaríkin Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Louisiana er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem gerir þessa kröfu. Samkvæmt lögunum eiga boðorðin tíu að vera á plakati og á letrið að vera stórt og auðlesið. Flutningsmenn setja tilgang laganna ekki aðeins trúarlegan heldur einnig sögulegan. Í lagatextanum segir að boðorðin tíu séu grunnskjal í Bandaríkjunum og hjá ríkisstjórninni. Með boðorðunum á plakatinu á að fylgja fjögurra málsgreina yfirlýsing sem lýsir því hversu stóru hlutverki boðorðin gegni í bandarísku menntakerfi og hafi gert það síðustu þrjá áratugina. Samkvæmt lögunum verður plakatið að vera komið upp á vegg í öllum skólastofum á næsta ári. Greiða á fyrir plakötin með framlögum. Framlög ríkisins verða ekki nýtt í innleiðingu. Lögin heimila einnig, en krefjast ekki, sýningu Mayflower-sáttmálans, sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna og Northwest reglugerðina. Fram kemur í frétt AP um málið að andstæðingar laganna eigi von á því að lögin verði kærð til dómstóla. Samtök sem vilja halda trúmálum utan kennslustofunnar lýstu því yfir strax við undirritun laganna að þau ætluðu að fara með málið fyrir dómstóla. Í yfirlýsingu frá ýmsum mannréttindsamtökum í dag eins og the American Civil Liberties Union, Americans United for Separation of Church og State and the Freedom from Religion Foundation kom fram að með innleiðingu laganna myndu ekki öll börn verða örugg í skólakerfinu og ekki vera jafnrétti. Þá kemur einnig fram í frétt AP að svipuð frumvörp hafi verið lögð fram í öðrum ríkjum í Bandaríkjunum en engum hafi tekist að fá þau samþykkt. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur áður úrskurðað um svipuð lög sem samþykkt voru í Kentucky. Dómstóllinn úrskurðaði í því máli árið 1980.
Trúmál Bandaríkin Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira