Fleiri kaupi ódýrar íbúðir án þess að taka lán Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júní 2024 13:33 Ólafur Þórisson er hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Vísir/Vilhelm Leiguverð hækkaði langt umfram verðbólgu og íbúðaverð síðustu tólf mánuði. Fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fer fækkandi en erfiðara er fyrir þá að koma sér inn á markaðinn en áður. Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fasteignaverð hafi hækkað talsvert síðustu mánuði sem gerir það erfiðara fyrir unga kaupendur að koma sér inn á markað. 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir sextíu milljónir. Lítið framboð Ólafur Þórisson, hagfræðingur hjá HMS, segir framboð minni íbúða vera ansi takmarkað og að þær seljist mjög fljótt um leið og þær fara í sölu. „Fasteignaverð hefur hækkað talsvert ef horft er til síðustu þriggja, fjögurra ára. Það er ljóst að það er mjög erfitt fyrir unga kaupendur að koma inn á markað. Þannig jú, það er umhugsunarefni að svo fáar íbúðir séu í boði sem eru hagkvæmar og litlar. Við sjáum líka á tölum að ungum kaupendum fækkar, til dæmis á fyrsta ársfjórðungi. Þannig það er vert að benda á það að framboð lítilla og hagkvæmra íbúða er afar lítið um þessar mundir,“ segir Ólafur. Bæði hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað, sem og framboðið minnkað. Töluverð eftirspurn er eftir minni íbúðum á svæðinu og seljast þær ansi fljótt eftir að þær koma á markað. „Við sjáum í stóru myndinni að það er það sem er að gerast. Kaupendahópur á fasteignamarkaði er núna síður háður því að taka lán. Sem að bendir til þess að kaupendahópurinn sé breyttur miðað við hvernig það var til dæmis fyrir tveimur árum þegar vextir voru lægri. Þar sjáum við að fjárhæð íbúðalána hefur haldist óbreytt. Á sama tíma og kaupsamningum hefur farið fjölgandi,“ segir Ólafur. Fleiri kaupi eign til að setja í útleigu Þetta sé til marks um að kaupendahópurinn sé nú síður háður því að taka lán og sé jafnvel að kaupa eignir til að leigja svo út á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað um 13,3 prósent síðustu tólf mánuði, langt umfram bæði verðbólgu, sem er í 6,2 prósentum, og hækkun íbúðaverðs sem var 8,4 á sama tímabili. „Við höfum ekki séð svona hækkanir á leigu, þrettán prósent hækkun á leigu er mjög mikil hækkun. Það er sirka sjö prósent hækkun á raunvirði. Ástandið á leigumarkaði, það ber merki um að það sé mikill munur á framboði eigni annars vegar og eftirspurn hins vegar. Eftirspurnin sé jafnvel þreföld á við framboðið. Þetta sjáum við út frá þeim samningum sem gerðir eru í leiguskrá,“ segir Ólafur. Skammtímaleigan þrengi að Þá er bendir hann á að talsverður fjöldi íbúða sem eru á leigumarkaði séu í skammtímaleigu, svo sem Airbnb. „Það eru þá íbúðir sem eru í boði á skammtímaleigu markaði sem væru annars í boði fyrir leigjendur á langtímamarkaði. Þannig það er þrengt að framboðinu á sama tíma og eftirspurnin er mikil,“ segir Ólafur. Þá valdi það honum áhyggjum að á byggingarmarkaði sé fjárfesting í íbúðarhúsnæði einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingum. „Raunverulega dróst saman fjárfesting á íbúðamarkaði um tvö prósent af raunvirði í fyrra. Það segir manni að jafnvel þó að starfsfólki hafi fjölgað í byggingariðnaði í fyrra, að þetta starfsfólk er í auknu mæli að vinna í fjárfestingu á mannvirkjum, fremur en uppbyggingu íbúða,“ segir Ólafur. Neytendur Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fasteignaverð hafi hækkað talsvert síðustu mánuði sem gerir það erfiðara fyrir unga kaupendur að koma sér inn á markað. 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir sextíu milljónir. Lítið framboð Ólafur Þórisson, hagfræðingur hjá HMS, segir framboð minni íbúða vera ansi takmarkað og að þær seljist mjög fljótt um leið og þær fara í sölu. „Fasteignaverð hefur hækkað talsvert ef horft er til síðustu þriggja, fjögurra ára. Það er ljóst að það er mjög erfitt fyrir unga kaupendur að koma inn á markað. Þannig jú, það er umhugsunarefni að svo fáar íbúðir séu í boði sem eru hagkvæmar og litlar. Við sjáum líka á tölum að ungum kaupendum fækkar, til dæmis á fyrsta ársfjórðungi. Þannig það er vert að benda á það að framboð lítilla og hagkvæmra íbúða er afar lítið um þessar mundir,“ segir Ólafur. Bæði hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað, sem og framboðið minnkað. Töluverð eftirspurn er eftir minni íbúðum á svæðinu og seljast þær ansi fljótt eftir að þær koma á markað. „Við sjáum í stóru myndinni að það er það sem er að gerast. Kaupendahópur á fasteignamarkaði er núna síður háður því að taka lán. Sem að bendir til þess að kaupendahópurinn sé breyttur miðað við hvernig það var til dæmis fyrir tveimur árum þegar vextir voru lægri. Þar sjáum við að fjárhæð íbúðalána hefur haldist óbreytt. Á sama tíma og kaupsamningum hefur farið fjölgandi,“ segir Ólafur. Fleiri kaupi eign til að setja í útleigu Þetta sé til marks um að kaupendahópurinn sé nú síður háður því að taka lán og sé jafnvel að kaupa eignir til að leigja svo út á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað um 13,3 prósent síðustu tólf mánuði, langt umfram bæði verðbólgu, sem er í 6,2 prósentum, og hækkun íbúðaverðs sem var 8,4 á sama tímabili. „Við höfum ekki séð svona hækkanir á leigu, þrettán prósent hækkun á leigu er mjög mikil hækkun. Það er sirka sjö prósent hækkun á raunvirði. Ástandið á leigumarkaði, það ber merki um að það sé mikill munur á framboði eigni annars vegar og eftirspurn hins vegar. Eftirspurnin sé jafnvel þreföld á við framboðið. Þetta sjáum við út frá þeim samningum sem gerðir eru í leiguskrá,“ segir Ólafur. Skammtímaleigan þrengi að Þá er bendir hann á að talsverður fjöldi íbúða sem eru á leigumarkaði séu í skammtímaleigu, svo sem Airbnb. „Það eru þá íbúðir sem eru í boði á skammtímaleigu markaði sem væru annars í boði fyrir leigjendur á langtímamarkaði. Þannig það er þrengt að framboðinu á sama tíma og eftirspurnin er mikil,“ segir Ólafur. Þá valdi það honum áhyggjum að á byggingarmarkaði sé fjárfesting í íbúðarhúsnæði einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingum. „Raunverulega dróst saman fjárfesting á íbúðamarkaði um tvö prósent af raunvirði í fyrra. Það segir manni að jafnvel þó að starfsfólki hafi fjölgað í byggingariðnaði í fyrra, að þetta starfsfólk er í auknu mæli að vinna í fjárfestingu á mannvirkjum, fremur en uppbyggingu íbúða,“ segir Ólafur.
Neytendur Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira