Fleiri kaupi ódýrar íbúðir án þess að taka lán Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júní 2024 13:33 Ólafur Þórisson er hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Vísir/Vilhelm Leiguverð hækkaði langt umfram verðbólgu og íbúðaverð síðustu tólf mánuði. Fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fer fækkandi en erfiðara er fyrir þá að koma sér inn á markaðinn en áður. Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fasteignaverð hafi hækkað talsvert síðustu mánuði sem gerir það erfiðara fyrir unga kaupendur að koma sér inn á markað. 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir sextíu milljónir. Lítið framboð Ólafur Þórisson, hagfræðingur hjá HMS, segir framboð minni íbúða vera ansi takmarkað og að þær seljist mjög fljótt um leið og þær fara í sölu. „Fasteignaverð hefur hækkað talsvert ef horft er til síðustu þriggja, fjögurra ára. Það er ljóst að það er mjög erfitt fyrir unga kaupendur að koma inn á markað. Þannig jú, það er umhugsunarefni að svo fáar íbúðir séu í boði sem eru hagkvæmar og litlar. Við sjáum líka á tölum að ungum kaupendum fækkar, til dæmis á fyrsta ársfjórðungi. Þannig það er vert að benda á það að framboð lítilla og hagkvæmra íbúða er afar lítið um þessar mundir,“ segir Ólafur. Bæði hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað, sem og framboðið minnkað. Töluverð eftirspurn er eftir minni íbúðum á svæðinu og seljast þær ansi fljótt eftir að þær koma á markað. „Við sjáum í stóru myndinni að það er það sem er að gerast. Kaupendahópur á fasteignamarkaði er núna síður háður því að taka lán. Sem að bendir til þess að kaupendahópurinn sé breyttur miðað við hvernig það var til dæmis fyrir tveimur árum þegar vextir voru lægri. Þar sjáum við að fjárhæð íbúðalána hefur haldist óbreytt. Á sama tíma og kaupsamningum hefur farið fjölgandi,“ segir Ólafur. Fleiri kaupi eign til að setja í útleigu Þetta sé til marks um að kaupendahópurinn sé nú síður háður því að taka lán og sé jafnvel að kaupa eignir til að leigja svo út á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað um 13,3 prósent síðustu tólf mánuði, langt umfram bæði verðbólgu, sem er í 6,2 prósentum, og hækkun íbúðaverðs sem var 8,4 á sama tímabili. „Við höfum ekki séð svona hækkanir á leigu, þrettán prósent hækkun á leigu er mjög mikil hækkun. Það er sirka sjö prósent hækkun á raunvirði. Ástandið á leigumarkaði, það ber merki um að það sé mikill munur á framboði eigni annars vegar og eftirspurn hins vegar. Eftirspurnin sé jafnvel þreföld á við framboðið. Þetta sjáum við út frá þeim samningum sem gerðir eru í leiguskrá,“ segir Ólafur. Skammtímaleigan þrengi að Þá er bendir hann á að talsverður fjöldi íbúða sem eru á leigumarkaði séu í skammtímaleigu, svo sem Airbnb. „Það eru þá íbúðir sem eru í boði á skammtímaleigu markaði sem væru annars í boði fyrir leigjendur á langtímamarkaði. Þannig það er þrengt að framboðinu á sama tíma og eftirspurnin er mikil,“ segir Ólafur. Þá valdi það honum áhyggjum að á byggingarmarkaði sé fjárfesting í íbúðarhúsnæði einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingum. „Raunverulega dróst saman fjárfesting á íbúðamarkaði um tvö prósent af raunvirði í fyrra. Það segir manni að jafnvel þó að starfsfólki hafi fjölgað í byggingariðnaði í fyrra, að þetta starfsfólk er í auknu mæli að vinna í fjárfestingu á mannvirkjum, fremur en uppbyggingu íbúða,“ segir Ólafur. Neytendur Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fasteignaverð hafi hækkað talsvert síðustu mánuði sem gerir það erfiðara fyrir unga kaupendur að koma sér inn á markað. 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir sextíu milljónir. Lítið framboð Ólafur Þórisson, hagfræðingur hjá HMS, segir framboð minni íbúða vera ansi takmarkað og að þær seljist mjög fljótt um leið og þær fara í sölu. „Fasteignaverð hefur hækkað talsvert ef horft er til síðustu þriggja, fjögurra ára. Það er ljóst að það er mjög erfitt fyrir unga kaupendur að koma inn á markað. Þannig jú, það er umhugsunarefni að svo fáar íbúðir séu í boði sem eru hagkvæmar og litlar. Við sjáum líka á tölum að ungum kaupendum fækkar, til dæmis á fyrsta ársfjórðungi. Þannig það er vert að benda á það að framboð lítilla og hagkvæmra íbúða er afar lítið um þessar mundir,“ segir Ólafur. Bæði hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað, sem og framboðið minnkað. Töluverð eftirspurn er eftir minni íbúðum á svæðinu og seljast þær ansi fljótt eftir að þær koma á markað. „Við sjáum í stóru myndinni að það er það sem er að gerast. Kaupendahópur á fasteignamarkaði er núna síður háður því að taka lán. Sem að bendir til þess að kaupendahópurinn sé breyttur miðað við hvernig það var til dæmis fyrir tveimur árum þegar vextir voru lægri. Þar sjáum við að fjárhæð íbúðalána hefur haldist óbreytt. Á sama tíma og kaupsamningum hefur farið fjölgandi,“ segir Ólafur. Fleiri kaupi eign til að setja í útleigu Þetta sé til marks um að kaupendahópurinn sé nú síður háður því að taka lán og sé jafnvel að kaupa eignir til að leigja svo út á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað um 13,3 prósent síðustu tólf mánuði, langt umfram bæði verðbólgu, sem er í 6,2 prósentum, og hækkun íbúðaverðs sem var 8,4 á sama tímabili. „Við höfum ekki séð svona hækkanir á leigu, þrettán prósent hækkun á leigu er mjög mikil hækkun. Það er sirka sjö prósent hækkun á raunvirði. Ástandið á leigumarkaði, það ber merki um að það sé mikill munur á framboði eigni annars vegar og eftirspurn hins vegar. Eftirspurnin sé jafnvel þreföld á við framboðið. Þetta sjáum við út frá þeim samningum sem gerðir eru í leiguskrá,“ segir Ólafur. Skammtímaleigan þrengi að Þá er bendir hann á að talsverður fjöldi íbúða sem eru á leigumarkaði séu í skammtímaleigu, svo sem Airbnb. „Það eru þá íbúðir sem eru í boði á skammtímaleigu markaði sem væru annars í boði fyrir leigjendur á langtímamarkaði. Þannig það er þrengt að framboðinu á sama tíma og eftirspurnin er mikil,“ segir Ólafur. Þá valdi það honum áhyggjum að á byggingarmarkaði sé fjárfesting í íbúðarhúsnæði einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingum. „Raunverulega dróst saman fjárfesting á íbúðamarkaði um tvö prósent af raunvirði í fyrra. Það segir manni að jafnvel þó að starfsfólki hafi fjölgað í byggingariðnaði í fyrra, að þetta starfsfólk er í auknu mæli að vinna í fjárfestingu á mannvirkjum, fremur en uppbyggingu íbúða,“ segir Ólafur.
Neytendur Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent