Gefa út kynjað skuldabréf Árni Sæberg skrifar 24. júní 2024 12:25 Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkissjóður Íslands hefur gefið út kynjað skuldabréf að fjárhæð fimmtíu milljónir evra, jafnvirði um 7,5 milljarða króna. Íslands er með útgáfunni orðið fyrsta þjóðríki heimsins sem gefur út kynjað skuldabréf. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðssins segir að skuldabréfið beri 3,4 prósent fasta vexti og hafi verið gefið út til þriggja ára. Skuldabréfið sé gefið út undir viðauka við sjálfbæran fjármögnunarramma ríkissjóðs um fjármögnun jafnréttisverkefna en ekkert ríki hafi áður gefið út slíkt skuldabréf. Um sé að ræða einkaútgáfu til Franklin Templeton, eins stærsta sjóðstýringarfyrirtækis í heimi. Umsjón með útgáfunni hafi verið í höndum BNP Paribas. Spennandi viðbót „Kynjaða skuldabréfið er spennandi viðbót við sjálfbæra fjármögnun ríkissjóðs en fyrsta græna skuldabréfið var gefið út fyrr á þessu ári. Með því að vera fyrst ríkja til að gefa út kynjað skuldabréf eru íslensk stjórnvöld að nýta leiðandi stöðu okkar í jafnréttismálum á alþjóðavísu og setja mikilvægt fordæmi fyrir önnur ríki með nýrri aðferð við að virkja fjármálamarkaði og opinber fjármál til að stuðla að jafnrétti kynjanna,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, fjármála og efnahagsráðherra. Ekki ólíkt grænum skuldabréfum Þá segir í tilkynningunni að kynjuð skuldabréf falli undir sjálfbæra fjármögnun, líkt og græn skuldabréf. Andvirði útgáfunnar verði nýtt til að mæta kostnaði ríkissjóðs vegna aðgerða sem stuðla að kynjajafnrétti. Fyrst og fremst sé um að ræða ráðstafanir sem er ætlað að tryggja konum og kvárum í viðkvæmri stöðu félagslega þjónustu og viðunandi lífsskilyrði og svo ráðstafanir sem eru til þess fallnar að draga úr byrði kvenna af ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum. Jafnréttismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðssins segir að skuldabréfið beri 3,4 prósent fasta vexti og hafi verið gefið út til þriggja ára. Skuldabréfið sé gefið út undir viðauka við sjálfbæran fjármögnunarramma ríkissjóðs um fjármögnun jafnréttisverkefna en ekkert ríki hafi áður gefið út slíkt skuldabréf. Um sé að ræða einkaútgáfu til Franklin Templeton, eins stærsta sjóðstýringarfyrirtækis í heimi. Umsjón með útgáfunni hafi verið í höndum BNP Paribas. Spennandi viðbót „Kynjaða skuldabréfið er spennandi viðbót við sjálfbæra fjármögnun ríkissjóðs en fyrsta græna skuldabréfið var gefið út fyrr á þessu ári. Með því að vera fyrst ríkja til að gefa út kynjað skuldabréf eru íslensk stjórnvöld að nýta leiðandi stöðu okkar í jafnréttismálum á alþjóðavísu og setja mikilvægt fordæmi fyrir önnur ríki með nýrri aðferð við að virkja fjármálamarkaði og opinber fjármál til að stuðla að jafnrétti kynjanna,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, fjármála og efnahagsráðherra. Ekki ólíkt grænum skuldabréfum Þá segir í tilkynningunni að kynjuð skuldabréf falli undir sjálfbæra fjármögnun, líkt og græn skuldabréf. Andvirði útgáfunnar verði nýtt til að mæta kostnaði ríkissjóðs vegna aðgerða sem stuðla að kynjajafnrétti. Fyrst og fremst sé um að ræða ráðstafanir sem er ætlað að tryggja konum og kvárum í viðkvæmri stöðu félagslega þjónustu og viðunandi lífsskilyrði og svo ráðstafanir sem eru til þess fallnar að draga úr byrði kvenna af ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum.
Jafnréttismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira