Þarf heppni til að fæðingarorlof með fjölbura gangi upp? Margrét Finney Jónsdóttir skrifar 26. júní 2024 09:01 Eins og fæðingarorlof fyrir fjölburaforeldra er nú eru 12 mánuðir í fæðingarorlof og við það bætast 3 mánuðir fyrir hvert barn umfram eitt. Tvíburaforeldrar fá því samtals 15 mánuði til að skipta á milli sín og þríburaforeldrar 18 mánuði. Algengt er að fjölburar fæðist fyrir tímann og geta verið ýmsar ástæður fyrir því. Ef barn/börn dvelja á Vökudeild í meira en 7 daga bætist sá tími sem það dvelur þar aftan við fæðingarorlof. Ég og konan mín eignuðumst þríburastúlkur í apríl 2023 eftir rétt rúmlega 27 vikna meðgöngu eða 3 mánuðum fyrir tímann. Við vorum með stelpurnar okkar í 3 mánuði á Vökudeild og þær útskrifuðust allar heim með næringarsondu og ein þeirra að auki með súrefni. Þær voru því í raun ennþá innskrifaðar á Vökudeildinni en við komumst heim og sinntum þar sjálfar áfram sondugjöfum og súrefnismeðferð. Eins og flest vita er mikil vinna að eignast barn, eitt barn. Að eignast fjölbura er mikil hamingja en líka gríðarlegt álag. Við vorum undirmannaðar frá fyrsta degi heima, dæturnar þrjár en mömmurnar bara tvær. Að geta ekki huggað öll börnin í einu eða sýnt hverju og einu óskipta athygli tekur á. Það þarf að lágmarki 4 hendur til þess að sinna þremur ungabörnum en núverandi skipulag fæðingarorlofs býður ekki upp á það. Við vorum saman í fæðingarorlofi í 8 mánuði og kláraðist réttur okkar því ansi hratt. Eftir það tók við mikið púsluspil varðandi vinnu og dreifingu fæðingarorlofs til þess að geta verið heima þar til stelpurnar fengu dagvistun. Ég er heppin að starfa hjá Ríkinu og safnaði því sumarfríi þrátt fyrir að vera í fæðingarorlofi en konan mín var ekki svo heppin. Við erum heppnar að hafa risa bakland en fjölskylda og vinir hafa tekið vaktir heima hjá okkur frá því að við komum heim með stelpurnar. Við erum heppnar að hafa átt sparnað sem við tæmdum hratt og örugglega vegna þrefalds kostnaðar við að eignast þríbura. - Við erum heppnar að eiga fjárhagslega sterkt bakland sem hefur aðstoðað okkur við kaup á nauðsynlegum hlutum. Við erum heppnar að ein af dætrum okkar er með fötlun og við fáum umönnunargreiðslur mánaðarlega frá Tryggingastofnun. Ég var heppin að hafa lent í alvarlegum veikindum og gat því frestað fæðingarorlofi og tekið veikindaleyfi frá vinnu í staðinn. Við erum heppnar að hægt sé að dreifa fæðingarorlofi yfir lengri tíma og verða þannig fyrir verulegri tekjuskerðingu. Við erum heppnar að leikskólinn gat komið til móts við okkur og leyft stelpunum að byrja mánuði fyrir sumarfrí í staðinn fyrir í haust til að samræmi væri á milli leikskólans og vinnu hjá okkur. Er það heppni sem þarf til þess að fæðingarorlof okkar fjölburaforeldra gangi upp? Það er ýmislegt á þessum lista sem fæst myndu kalla heppni en þetta er raunveruleikinn okkar og það sem hefur gert það að verkum að þetta svokallaða fæðingarorlof okkar gekk upp. Það er engin sanngirni sem felst í því að fæðingarorlof fylgi fæðingu en ekki barni. Í raun fékk elsta dóttir okkar 12 mánuði og því fylgdu 12 greiðslur frá Fæðingarorlofssjóð, sú sem fæddist um 30 sekúndum á eftir henni fékk 3 mánuði og þar með bara 3 greiðslur. Yngsta dóttir okkar, fædd um 50 sekúndum á eftir þeirri elstu, fékk einnig bara 3 mánuði og 3 greiðslur. Þetta er reikningsdæmi sem gengur ekki upp. Af hverju eru neikvæðar afleiðingar af því að eignast þrjú börn á sömu mínútunni? Ef dætur okkar ættu hver sinn afmælisdaginn hefðu þetta verið 36 mánuðir í fæðingarorlof og 36 greiðslur. Við dvöldum saman með dætrum okkar á Vökudeild í 3 mánuði. Við fengum fæðingarorlofi framlengt um 3 mánuði samtals fyrir þann tíma. Þarna fylgir fæðingarorlofið hvorki börnunum né foreldrunum, þar sem við vorum tvær og börnin þrjú. Ef einstætt foreldri með eitt barn dvelur á Vökudeild í þennan tíma fær það einnig 3 mánuði, hvernig getur það staðist? Við fjölburaforeldrar erum ekki mörg en við verðum að hafa hátt, nýta og taka þátt í þeirri umræðu sem skapast hefur undanfarið í samfélaginu. Við verðum að koma á verulegum breytingum svo að fjölburaforeldrar framtíðarinnar geti notið þess að vera í fæðingarorlofi með börnunum sínum. Höfundur er þríburamóðir og hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Sjá meira
Eins og fæðingarorlof fyrir fjölburaforeldra er nú eru 12 mánuðir í fæðingarorlof og við það bætast 3 mánuðir fyrir hvert barn umfram eitt. Tvíburaforeldrar fá því samtals 15 mánuði til að skipta á milli sín og þríburaforeldrar 18 mánuði. Algengt er að fjölburar fæðist fyrir tímann og geta verið ýmsar ástæður fyrir því. Ef barn/börn dvelja á Vökudeild í meira en 7 daga bætist sá tími sem það dvelur þar aftan við fæðingarorlof. Ég og konan mín eignuðumst þríburastúlkur í apríl 2023 eftir rétt rúmlega 27 vikna meðgöngu eða 3 mánuðum fyrir tímann. Við vorum með stelpurnar okkar í 3 mánuði á Vökudeild og þær útskrifuðust allar heim með næringarsondu og ein þeirra að auki með súrefni. Þær voru því í raun ennþá innskrifaðar á Vökudeildinni en við komumst heim og sinntum þar sjálfar áfram sondugjöfum og súrefnismeðferð. Eins og flest vita er mikil vinna að eignast barn, eitt barn. Að eignast fjölbura er mikil hamingja en líka gríðarlegt álag. Við vorum undirmannaðar frá fyrsta degi heima, dæturnar þrjár en mömmurnar bara tvær. Að geta ekki huggað öll börnin í einu eða sýnt hverju og einu óskipta athygli tekur á. Það þarf að lágmarki 4 hendur til þess að sinna þremur ungabörnum en núverandi skipulag fæðingarorlofs býður ekki upp á það. Við vorum saman í fæðingarorlofi í 8 mánuði og kláraðist réttur okkar því ansi hratt. Eftir það tók við mikið púsluspil varðandi vinnu og dreifingu fæðingarorlofs til þess að geta verið heima þar til stelpurnar fengu dagvistun. Ég er heppin að starfa hjá Ríkinu og safnaði því sumarfríi þrátt fyrir að vera í fæðingarorlofi en konan mín var ekki svo heppin. Við erum heppnar að hafa risa bakland en fjölskylda og vinir hafa tekið vaktir heima hjá okkur frá því að við komum heim með stelpurnar. Við erum heppnar að hafa átt sparnað sem við tæmdum hratt og örugglega vegna þrefalds kostnaðar við að eignast þríbura. - Við erum heppnar að eiga fjárhagslega sterkt bakland sem hefur aðstoðað okkur við kaup á nauðsynlegum hlutum. Við erum heppnar að ein af dætrum okkar er með fötlun og við fáum umönnunargreiðslur mánaðarlega frá Tryggingastofnun. Ég var heppin að hafa lent í alvarlegum veikindum og gat því frestað fæðingarorlofi og tekið veikindaleyfi frá vinnu í staðinn. Við erum heppnar að hægt sé að dreifa fæðingarorlofi yfir lengri tíma og verða þannig fyrir verulegri tekjuskerðingu. Við erum heppnar að leikskólinn gat komið til móts við okkur og leyft stelpunum að byrja mánuði fyrir sumarfrí í staðinn fyrir í haust til að samræmi væri á milli leikskólans og vinnu hjá okkur. Er það heppni sem þarf til þess að fæðingarorlof okkar fjölburaforeldra gangi upp? Það er ýmislegt á þessum lista sem fæst myndu kalla heppni en þetta er raunveruleikinn okkar og það sem hefur gert það að verkum að þetta svokallaða fæðingarorlof okkar gekk upp. Það er engin sanngirni sem felst í því að fæðingarorlof fylgi fæðingu en ekki barni. Í raun fékk elsta dóttir okkar 12 mánuði og því fylgdu 12 greiðslur frá Fæðingarorlofssjóð, sú sem fæddist um 30 sekúndum á eftir henni fékk 3 mánuði og þar með bara 3 greiðslur. Yngsta dóttir okkar, fædd um 50 sekúndum á eftir þeirri elstu, fékk einnig bara 3 mánuði og 3 greiðslur. Þetta er reikningsdæmi sem gengur ekki upp. Af hverju eru neikvæðar afleiðingar af því að eignast þrjú börn á sömu mínútunni? Ef dætur okkar ættu hver sinn afmælisdaginn hefðu þetta verið 36 mánuðir í fæðingarorlof og 36 greiðslur. Við dvöldum saman með dætrum okkar á Vökudeild í 3 mánuði. Við fengum fæðingarorlofi framlengt um 3 mánuði samtals fyrir þann tíma. Þarna fylgir fæðingarorlofið hvorki börnunum né foreldrunum, þar sem við vorum tvær og börnin þrjú. Ef einstætt foreldri með eitt barn dvelur á Vökudeild í þennan tíma fær það einnig 3 mánuði, hvernig getur það staðist? Við fjölburaforeldrar erum ekki mörg en við verðum að hafa hátt, nýta og taka þátt í þeirri umræðu sem skapast hefur undanfarið í samfélaginu. Við verðum að koma á verulegum breytingum svo að fjölburaforeldrar framtíðarinnar geti notið þess að vera í fæðingarorlofi með börnunum sínum. Höfundur er þríburamóðir og hjúkrunarfræðingur.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun