Húsnæðisátak Reykjavíkur á fullu skriði Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 26. júní 2024 19:31 Húsnæðisátak Reykjavíkur sem við hófum snemma í vor gengur vel. Stöðuna kynntum við borgarstjóri á blaðamannafundi fyrr í dag í félagsmiðstöðinni Borgum í Grafarvogi eftir kynningu í umhverfis- og skipulagsráði í morgun. 500 nýjar íbúðir á litlum lóðum í Grafarvogi eru í undirbúningi og við hyggjumst rýna álíka tækifæri í öðrum hverfum í kjölfarið. Lagt var af stað með hugmyndir um 1000 íbúðir í Grafarvogi en búið er að falla frá þeim umdeildu og eftir standa þessar 500 sem talið er að muni þjóna hverfinu vel og mæta um leið brýnni húsnæðisþörf. Aðferðarfræðin sem við beitum snýst um að nýta innviði sem allra best og mæta húsnæðisskorti á sjálfbæran hátt á forsendum hverfanna og á forsendum jákvæðrar borgarþróunar. Við ætlum að fjölga íbúðum á litlum og krúttlegum reitum innan hverfa sem styður við þá þjónustukjarna sem fyrir eru og verslun og þjónustu sem hefur sumsstaðar átt erfitt uppdráttar. Það styrkir blómlega nærþjónustu sem einfaldar íbúum lífið. Þetta gerir minni verktökum kleift að fara af stað með lítil uppbyggingarverkefni sem er til þess fallið að stuðla að því að rjúfa kyrrstöðuna og frostið á húsnæðismarkaði. Lögð er rík áhersla á að öll hönnun nýju uppbyggingarinnar verði í takt við ásýnd hverfanna eins og auðmjúkir og kurteisir gestir sem setjast í lausu sætin við kvöldverðarborðið. Á sama tíma hyggjumst við nýta ferðina vel og skapa auk uppbyggingarinnar aukin lífsgæði í hverfunum, taka vel utan um og faðma að okkur almannarýmin og grænu svæðin og bæta þau í leiðinni. Þetta er góð borgarþróun upp á sitt besta og þetta er svar við þeirri brýnu húsnæðiskrísu sem við stöndum frammi fyrir. Fyrir borgarbúa, á forsendum borgarbúa. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Húsnæðisátak Reykjavíkur sem við hófum snemma í vor gengur vel. Stöðuna kynntum við borgarstjóri á blaðamannafundi fyrr í dag í félagsmiðstöðinni Borgum í Grafarvogi eftir kynningu í umhverfis- og skipulagsráði í morgun. 500 nýjar íbúðir á litlum lóðum í Grafarvogi eru í undirbúningi og við hyggjumst rýna álíka tækifæri í öðrum hverfum í kjölfarið. Lagt var af stað með hugmyndir um 1000 íbúðir í Grafarvogi en búið er að falla frá þeim umdeildu og eftir standa þessar 500 sem talið er að muni þjóna hverfinu vel og mæta um leið brýnni húsnæðisþörf. Aðferðarfræðin sem við beitum snýst um að nýta innviði sem allra best og mæta húsnæðisskorti á sjálfbæran hátt á forsendum hverfanna og á forsendum jákvæðrar borgarþróunar. Við ætlum að fjölga íbúðum á litlum og krúttlegum reitum innan hverfa sem styður við þá þjónustukjarna sem fyrir eru og verslun og þjónustu sem hefur sumsstaðar átt erfitt uppdráttar. Það styrkir blómlega nærþjónustu sem einfaldar íbúum lífið. Þetta gerir minni verktökum kleift að fara af stað með lítil uppbyggingarverkefni sem er til þess fallið að stuðla að því að rjúfa kyrrstöðuna og frostið á húsnæðismarkaði. Lögð er rík áhersla á að öll hönnun nýju uppbyggingarinnar verði í takt við ásýnd hverfanna eins og auðmjúkir og kurteisir gestir sem setjast í lausu sætin við kvöldverðarborðið. Á sama tíma hyggjumst við nýta ferðina vel og skapa auk uppbyggingarinnar aukin lífsgæði í hverfunum, taka vel utan um og faðma að okkur almannarýmin og grænu svæðin og bæta þau í leiðinni. Þetta er góð borgarþróun upp á sitt besta og þetta er svar við þeirri brýnu húsnæðiskrísu sem við stöndum frammi fyrir. Fyrir borgarbúa, á forsendum borgarbúa. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun