Bestun Seðlabankastjóra Karl Guðlaugsson skrifar 30. júní 2024 10:00 Stór hluti af starfi verkefnastjóra er að reyna að besta ferla verkefnis, til að skila verðmætari afurð. Ef Seðlabankastjóri er verkefnastjórinn og afurðin er skilgreind sem lækkun á verðbólgu í 2,5% og minnka eigi þenslu í hagkerfinu verður líka að TÍMASETJA afurðina; skilgreina hvaða dag, mánuð eða ár afurðin á að vera tilbúin. Ef vörður ferlisins eru vaxtaákvörðunardagar og afurðin ótímasett, er endalaust hægt að halda áfram með vitleysuna! Þess vegna eru verkefnastjórar stanslaust að reyna að besta ferla verkefnis til að tryggja að skilgreind afurð sé tilbúin á réttum tíma og ekki er verra ef virði afurðarinnar eykst. Það eru liðin þrjú ár síðan ungt fólk í blóma lífsins og þar með talin þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Vaxtaákvörðunardagana, vörður Seðlabankastjóra í þessu ferli, hafa stýrivextir verið ákveðnir9,25% í tæpt ár og hafa alls ekki skilað þeim árangri sem til afurðarinnar var ætlast, auk þess sem tímasetningin er í algjörri ÓVISSU. Á tæpu ári hafa lántakendur flutt sig yfir í verðtryggð lán fyrir meira en 25 milljarða króna, sem þýðir á mannamáli að lengja í hengingarólinni. Greiðslubyrði hefur aukist um 200 þúsund krónur á mánuði af 40 milljóna króna óverðtryggðu láni með breytilegum vöxtum. Þá hefur mörgum milljörðum af gjaldeyrisvaraforðanum verið eytt í að reyna að halda aumum nanó-gjaldmiðli einhvers virði á sama tíma og 42% fyrirtækja fá að gera upp í evru. Þar að auki hafa kjarasamningar verið undirritaðir með loforði um lækkun vaxta. Til að bæta gráu ofan á svart er allt sem bendir til þess að við stefnum hraðbyri í kyrrstöðuverðbólgu (e. stagflation). Ég spyr, er ekki augljóst að Seðlabankastjóri hefur fallið á prófinu að besta ferlið þegar honum dettur ekki einu sinni í hug að lækka stýrivexti? Þegar skipstjórinn/verkefnastjórinn í brúnni er ekki að standa sig er hann stundum látinn fjúka. Því miður hefur Seðlabankastjóri aukið á óvissuna með ótímasettri afurð og komið með taktlaus og klaufaleg ummæli sem eru börnum mínum, sem berjast í bökkum við að borga af sínum íbúðarlánum, óboðleg. Ég tel ráðlegast að Seðlabankastjóri láti af störfum um næstu áramót með varaseðlabankastjóra peningastefnu, sem hefur stutt hann dyggilega í þessu ferli og helst fyrr, svo nýr skipstjóri/verkefnastjóri geti komið þjóðarskútunni á réttan kjöl. Höfundur er faðir fjögurra barna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stór hluti af starfi verkefnastjóra er að reyna að besta ferla verkefnis, til að skila verðmætari afurð. Ef Seðlabankastjóri er verkefnastjórinn og afurðin er skilgreind sem lækkun á verðbólgu í 2,5% og minnka eigi þenslu í hagkerfinu verður líka að TÍMASETJA afurðina; skilgreina hvaða dag, mánuð eða ár afurðin á að vera tilbúin. Ef vörður ferlisins eru vaxtaákvörðunardagar og afurðin ótímasett, er endalaust hægt að halda áfram með vitleysuna! Þess vegna eru verkefnastjórar stanslaust að reyna að besta ferla verkefnis til að tryggja að skilgreind afurð sé tilbúin á réttum tíma og ekki er verra ef virði afurðarinnar eykst. Það eru liðin þrjú ár síðan ungt fólk í blóma lífsins og þar með talin þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Vaxtaákvörðunardagana, vörður Seðlabankastjóra í þessu ferli, hafa stýrivextir verið ákveðnir9,25% í tæpt ár og hafa alls ekki skilað þeim árangri sem til afurðarinnar var ætlast, auk þess sem tímasetningin er í algjörri ÓVISSU. Á tæpu ári hafa lántakendur flutt sig yfir í verðtryggð lán fyrir meira en 25 milljarða króna, sem þýðir á mannamáli að lengja í hengingarólinni. Greiðslubyrði hefur aukist um 200 þúsund krónur á mánuði af 40 milljóna króna óverðtryggðu láni með breytilegum vöxtum. Þá hefur mörgum milljörðum af gjaldeyrisvaraforðanum verið eytt í að reyna að halda aumum nanó-gjaldmiðli einhvers virði á sama tíma og 42% fyrirtækja fá að gera upp í evru. Þar að auki hafa kjarasamningar verið undirritaðir með loforði um lækkun vaxta. Til að bæta gráu ofan á svart er allt sem bendir til þess að við stefnum hraðbyri í kyrrstöðuverðbólgu (e. stagflation). Ég spyr, er ekki augljóst að Seðlabankastjóri hefur fallið á prófinu að besta ferlið þegar honum dettur ekki einu sinni í hug að lækka stýrivexti? Þegar skipstjórinn/verkefnastjórinn í brúnni er ekki að standa sig er hann stundum látinn fjúka. Því miður hefur Seðlabankastjóri aukið á óvissuna með ótímasettri afurð og komið með taktlaus og klaufaleg ummæli sem eru börnum mínum, sem berjast í bökkum við að borga af sínum íbúðarlánum, óboðleg. Ég tel ráðlegast að Seðlabankastjóri láti af störfum um næstu áramót með varaseðlabankastjóra peningastefnu, sem hefur stutt hann dyggilega í þessu ferli og helst fyrr, svo nýr skipstjóri/verkefnastjóri geti komið þjóðarskútunni á réttan kjöl. Höfundur er faðir fjögurra barna
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar