Ríkisstjórnin líði fyrir efnahagsástandið Heimir Már Pétursson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 2. júlí 2024 13:04 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fylgistap flokksins ekki góð tíðindi og tekur fram að ríkisstjórnarflokkarnir líði fyrir háa verðbólgu og vaxtastig. Hann er vongóður um að fylgi flokksins aukist næsta vetur. Framsóknarflokkurinn tapaði mestu fylgi í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup og mældist einungis með 6,6 prósent fylgi. Spurður hvort að það séu einungis verðbólga og vextir sem valda minnkandi fylgi flokksins segir Sigurður: „Ég veit það auðvitað ekki. Það er alltaf erfitt að vega og meta það en það hefur án efa mjög stór áhrif. Að öðru leyti erum við að gera mjög marga góða hluti í ríkisstjórninni en þetta umlykur dálítið áhyggjur fólks frá einum degi til annars.“ Þenslan á hraðri niðurleið Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabankinn muni ekki lækka vexti í næsta mánuði en að hugsanlega hefjist vaxtalækkunarferli í október eða nóvember. Verðbólga mældist í júní í fyrsta sinn í tvö og hálft ár undir sex prósentustigum og var 5,8 prósent. Það bæti ekki stöðu ríkisstjórnarinnar en Sigurður tekur fram að það sjáist jákvæð teikn á lofti um að verðbólga þróist í rétta átt. „Við sjáum líka þegar að vaxtastigið er búið að vera svona hátt að það hefur tilhneigingu til að taka dálítinn tíma til að fara bíta. Það er augljóslega farið að bíta og þenslan er á hraðri niðurleið,“ segir hann og vonast til þess að Seðlabankinn taki tillit til þess. Ólga í samfélögum vegna stríða hafi áhrif Ekki komi til greina að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og boða til kosninga enn sem komið er. Ríkisstjórnin ætli að ljúka þeim verkefnum sem liggja fyrir. „Við sjáum líka, ekki síst í Evrópu, að stjórnvöld þar glíma við hið sama. Hluti af þessu er ekki bara efnahagsástand heldur líka þessi ólga sem er í samfélögum vegna stríðsástandi hingað og þangað og því óöryggi sem því fylgi. Ég held að öll stjórnvöld líði fyrir það og þar á meðal við.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Framsóknarflokkurinn tapaði mestu fylgi í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup og mældist einungis með 6,6 prósent fylgi. Spurður hvort að það séu einungis verðbólga og vextir sem valda minnkandi fylgi flokksins segir Sigurður: „Ég veit það auðvitað ekki. Það er alltaf erfitt að vega og meta það en það hefur án efa mjög stór áhrif. Að öðru leyti erum við að gera mjög marga góða hluti í ríkisstjórninni en þetta umlykur dálítið áhyggjur fólks frá einum degi til annars.“ Þenslan á hraðri niðurleið Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabankinn muni ekki lækka vexti í næsta mánuði en að hugsanlega hefjist vaxtalækkunarferli í október eða nóvember. Verðbólga mældist í júní í fyrsta sinn í tvö og hálft ár undir sex prósentustigum og var 5,8 prósent. Það bæti ekki stöðu ríkisstjórnarinnar en Sigurður tekur fram að það sjáist jákvæð teikn á lofti um að verðbólga þróist í rétta átt. „Við sjáum líka þegar að vaxtastigið er búið að vera svona hátt að það hefur tilhneigingu til að taka dálítinn tíma til að fara bíta. Það er augljóslega farið að bíta og þenslan er á hraðri niðurleið,“ segir hann og vonast til þess að Seðlabankinn taki tillit til þess. Ólga í samfélögum vegna stríða hafi áhrif Ekki komi til greina að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og boða til kosninga enn sem komið er. Ríkisstjórnin ætli að ljúka þeim verkefnum sem liggja fyrir. „Við sjáum líka, ekki síst í Evrópu, að stjórnvöld þar glíma við hið sama. Hluti af þessu er ekki bara efnahagsástand heldur líka þessi ólga sem er í samfélögum vegna stríðsástandi hingað og þangað og því óöryggi sem því fylgi. Ég held að öll stjórnvöld líði fyrir það og þar á meðal við.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira