Segja Ásgeir Helga hafa verið 20 mínútur í stæðinu Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2024 15:54 Isavia Innanlandsflugvellir standa fast á sínu, segja Ásgeir Helga hafa lagt í P1 þar sem gjaldtaka hefst að fimmtán mínútum liðnum. Svar hefur borist frá Isavia Innanlandsflugi vegna erindis Ásgeirs Helga Þrastarsonar um reikning vegna bílastæðis við Reykjavíkurflugvöll. Þar segir meðal annars að Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann. Vísir greindi frá raunum Ásgeirs Helga fyrr í dag og leitaði þá til Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Guðjón setti sig í samband við Isavia Innanlandsflugvelli vegna fréttarinnar um gjaldtöku á Reykjavíkurflugvelli. Það fer hér í heild sinni neðar en Sigrún Björk Jakobsdóttur er framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Svar Isavia Innanlandsflugi: „Nokkur umfjöllun hefur verið í fréttum í dag um viðskiptavin á bílastæði Reykjavíkurflugvallar sem sendi Isavia Innanlandsflugvöllum erindi vegna reiknings sem honum barst fyrir notkun bílastæðisins. Erindið frá viðkomandi barst Isavia Innanlandsflugvöllum á tólfta tímanum í dag og var verið að vinna svar til hans þegar umfjöllun um málið kom í fjölmiðlum. Viðkomandi lagði bíl sínum á bílastæði þar sem gjaldtaka hófst í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið víða eru tvö gjaldsvæði á bílastæðunum við Reykjavíkurflugvöll, P1 þar sem gjaldtaka hefst að fimmtán mínútum liðnum og P2 þar sem gjaldtaka hefst að 45 mínútum liðnum. Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var þar – samkvæmt myndavélakerfi okkar – í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann. Ef bíl er lagt lengur en í 15 mínútur á P1 bílastæðinu á Reykjavíkurflugvelli þarf að greiða 500 krónur fyrir fyrstu klukkustundina. Ef það er gert innan tveggja sólahringa frá því ekið er út af stæðinu með þeim greiðsluleiðum sem eru í boði bætist ekkert þjónustugjald við. Hafi rukkun borist í heimabanka bíleiganda eru þessir tveir sólahringar liðnir og þá bætist 1.490 króna þjónustugjald við. Hér má finna nánari upplýsingar um gjaldtökuna á vef Reykjavíkurflugvallar og þær greiðsluleiðir sem eru í boði og eru til dæmis í boði afar þægilegar lausnir fyrir þá sem oft eiga erindi á flugvöllinn.“ Þessi mynd ásamt þeirri hér neðar á að sýna að Ásgeir Helgi hafi ekki gætt að sér og því hvar hann lagði. Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Bílastæði Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Vísir greindi frá raunum Ásgeirs Helga fyrr í dag og leitaði þá til Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Guðjón setti sig í samband við Isavia Innanlandsflugvelli vegna fréttarinnar um gjaldtöku á Reykjavíkurflugvelli. Það fer hér í heild sinni neðar en Sigrún Björk Jakobsdóttur er framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Svar Isavia Innanlandsflugi: „Nokkur umfjöllun hefur verið í fréttum í dag um viðskiptavin á bílastæði Reykjavíkurflugvallar sem sendi Isavia Innanlandsflugvöllum erindi vegna reiknings sem honum barst fyrir notkun bílastæðisins. Erindið frá viðkomandi barst Isavia Innanlandsflugvöllum á tólfta tímanum í dag og var verið að vinna svar til hans þegar umfjöllun um málið kom í fjölmiðlum. Viðkomandi lagði bíl sínum á bílastæði þar sem gjaldtaka hófst í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið víða eru tvö gjaldsvæði á bílastæðunum við Reykjavíkurflugvöll, P1 þar sem gjaldtaka hefst að fimmtán mínútum liðnum og P2 þar sem gjaldtaka hefst að 45 mínútum liðnum. Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var þar – samkvæmt myndavélakerfi okkar – í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann. Ef bíl er lagt lengur en í 15 mínútur á P1 bílastæðinu á Reykjavíkurflugvelli þarf að greiða 500 krónur fyrir fyrstu klukkustundina. Ef það er gert innan tveggja sólahringa frá því ekið er út af stæðinu með þeim greiðsluleiðum sem eru í boði bætist ekkert þjónustugjald við. Hafi rukkun borist í heimabanka bíleiganda eru þessir tveir sólahringar liðnir og þá bætist 1.490 króna þjónustugjald við. Hér má finna nánari upplýsingar um gjaldtökuna á vef Reykjavíkurflugvallar og þær greiðsluleiðir sem eru í boði og eru til dæmis í boði afar þægilegar lausnir fyrir þá sem oft eiga erindi á flugvöllinn.“ Þessi mynd ásamt þeirri hér neðar á að sýna að Ásgeir Helgi hafi ekki gætt að sér og því hvar hann lagði.
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Bílastæði Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira