Hljóð úr horni Ingólfur Sverrisson skrifar 3. júlí 2024 18:01 Í viðbrögðum mínum við skrifum Hjartar J. Guðmundssonar gat ég þess að Ísland hefði trúlega ekki náð miklum árangri í landhelgismálinu ef við hefðum ekki á sínum tíma brett upp ermar, skilgreint markmiðin vel og barist fyrir málinu af alefli. Í þeirri baráttu hefði litlu skilað að ástunda úttalningu á því hvað við værum lítil þjóð í samanburði við aðrar. Þetta var sagt til að leggja áherslu á að við ættum jafnan að ganga fram eins og sæmir fullvalda þjóð en ekki að vera einlægt að velta okkur upp úr hvað hún erum fámenn og lítils megandi. Nú svarar hann því til að ef við hefðum á þeim tíma verið í ESB hefðum við ekki getað tekið ákvörðun um útfærslu landhelginnar hvað þá barist fyrir henni! Þetta er nú talsvert langsótt enda ESB ekki til þá, við þar af leiðandi ekki í þeim ágætu samtökum og aðstæður því allt aðrar en eru í dag. Hins vegar vorum við með fulla aðild að NATO og tókum þátt í starfinu þar án nokkurrar minnimáttarkenndar. Flestir sem muna þessa tíma eru sammála um að sú staðreynd að við vorum þar með fullri aðild hafi stuðlað að því að þjóðir innan NATO beittu sér fyrir því að Bretar og Þjóðverjar hættu þessu stríði við þjóðina þarna norður í höfum. Ekki leikur á tvennu að aðild okkar að NATO stuðlaði að því að fullur sigur vannst í landhelgisdeilunum. Þar vorum við ekki úti á göngum og biðum þess sem ákveðið var við borðið inni eins og mörgum þykir viðunandi í dag. Hjörtur eyðir miklu púðri í að vægi ríkja innan ESB fari eftir íbúafjölda og tíundar þar margar tölur jafnvel ofan í brot úr prósentum. Þannig er hlaðið í köst vonleysisins, að við getum lítið sem ekkert beitt okkur þarna inni fyrir okkar málefnum frekar en önnur smáríki. Allt fyrir fram tapað. Bætir svo við ýmsum ógnvekjandi „upplýsingum” um að með inngöngu misstum við alla stjórn á sjávarútveginum enda eftir það gert út frá Brussel. Athygli vekur að í öllum þessum harmagráti nefnir hann ekki einu orði þá mikilvægu reglu sem kölluð hefur verið „Hlutfallslegur stöðugleiki (relative stability).” Hún byggist á því að ríki bandalagsins hafa ekki rétt á því að veiða á svæðum þar sem þau hafa ekki stundað veiðar síðustu áratugi. Ekkert ríki (utan Færeyingar) hafa stundað veiðar hér í langan tíma og því er einsýnt að í viðræðum um aðild Íslands að bandalaginu muni íslensk stjórnvöld tryggja að sú regla verði hluti af endanlegum samningi. Því ætti ekki að vera neitt að óttast – að minnsta kosti alveg óhætt að ræða málið enda þótt allt of margir samlandar hafi ekki meiri trú á málstaðnum en svo að þeir telji vonlaust um árangur. Sannleikurinn er samt sá að ESB hefur sjálft viðurkennt að við höfum sögulegan rétt til veiða í íslenskri lögsögu samkvæmt ofangreindri reglu. Það ætti því að vera óhætt að ræða málið! Hjörtur hefur hins vegar áhyggjur af því að „hagsmunir okkar verða seint í forgangi og ákvarðanir í þeim efnum háðar því að aðrir verði reiðubúnir að taka sjónarmið okkar inn í myndina.” Já það er einmitt hluti af okkar baráttu að sannfæra aðrar þjóðir innan samtaka, sem við erum aðilar að, að málstaður okkar sé bæði sanngjarn og eðlilegur. Ef við erum hins vegar fyrir fram viss um að ekki náist árangur í þeim efnum, og gleymum okkur í að telja upp hvað aðrar þjóðir eru stórar og við lítil, þá er veik von um árangur og allt eins víst að við gleymumst sífrandi við ysta haf. Látum af þeirri nesjamennsku að við séum smá og vanmáttug og getum því ekki tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi sem þó hefur margsannað sig undanfarin ár og áratugi að hafa fært okkur margar réttarbætur og ýmiss konar ávinning. Við erum eins stór og hugur okkar sjálfra ákveður og tökum af fullri einurð og reisn þátt í alþjóðasamstarfi. Hornrekur viljum við ekki vera! Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein NATO Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðbrögðum mínum við skrifum Hjartar J. Guðmundssonar gat ég þess að Ísland hefði trúlega ekki náð miklum árangri í landhelgismálinu ef við hefðum ekki á sínum tíma brett upp ermar, skilgreint markmiðin vel og barist fyrir málinu af alefli. Í þeirri baráttu hefði litlu skilað að ástunda úttalningu á því hvað við værum lítil þjóð í samanburði við aðrar. Þetta var sagt til að leggja áherslu á að við ættum jafnan að ganga fram eins og sæmir fullvalda þjóð en ekki að vera einlægt að velta okkur upp úr hvað hún erum fámenn og lítils megandi. Nú svarar hann því til að ef við hefðum á þeim tíma verið í ESB hefðum við ekki getað tekið ákvörðun um útfærslu landhelginnar hvað þá barist fyrir henni! Þetta er nú talsvert langsótt enda ESB ekki til þá, við þar af leiðandi ekki í þeim ágætu samtökum og aðstæður því allt aðrar en eru í dag. Hins vegar vorum við með fulla aðild að NATO og tókum þátt í starfinu þar án nokkurrar minnimáttarkenndar. Flestir sem muna þessa tíma eru sammála um að sú staðreynd að við vorum þar með fullri aðild hafi stuðlað að því að þjóðir innan NATO beittu sér fyrir því að Bretar og Þjóðverjar hættu þessu stríði við þjóðina þarna norður í höfum. Ekki leikur á tvennu að aðild okkar að NATO stuðlaði að því að fullur sigur vannst í landhelgisdeilunum. Þar vorum við ekki úti á göngum og biðum þess sem ákveðið var við borðið inni eins og mörgum þykir viðunandi í dag. Hjörtur eyðir miklu púðri í að vægi ríkja innan ESB fari eftir íbúafjölda og tíundar þar margar tölur jafnvel ofan í brot úr prósentum. Þannig er hlaðið í köst vonleysisins, að við getum lítið sem ekkert beitt okkur þarna inni fyrir okkar málefnum frekar en önnur smáríki. Allt fyrir fram tapað. Bætir svo við ýmsum ógnvekjandi „upplýsingum” um að með inngöngu misstum við alla stjórn á sjávarútveginum enda eftir það gert út frá Brussel. Athygli vekur að í öllum þessum harmagráti nefnir hann ekki einu orði þá mikilvægu reglu sem kölluð hefur verið „Hlutfallslegur stöðugleiki (relative stability).” Hún byggist á því að ríki bandalagsins hafa ekki rétt á því að veiða á svæðum þar sem þau hafa ekki stundað veiðar síðustu áratugi. Ekkert ríki (utan Færeyingar) hafa stundað veiðar hér í langan tíma og því er einsýnt að í viðræðum um aðild Íslands að bandalaginu muni íslensk stjórnvöld tryggja að sú regla verði hluti af endanlegum samningi. Því ætti ekki að vera neitt að óttast – að minnsta kosti alveg óhætt að ræða málið enda þótt allt of margir samlandar hafi ekki meiri trú á málstaðnum en svo að þeir telji vonlaust um árangur. Sannleikurinn er samt sá að ESB hefur sjálft viðurkennt að við höfum sögulegan rétt til veiða í íslenskri lögsögu samkvæmt ofangreindri reglu. Það ætti því að vera óhætt að ræða málið! Hjörtur hefur hins vegar áhyggjur af því að „hagsmunir okkar verða seint í forgangi og ákvarðanir í þeim efnum háðar því að aðrir verði reiðubúnir að taka sjónarmið okkar inn í myndina.” Já það er einmitt hluti af okkar baráttu að sannfæra aðrar þjóðir innan samtaka, sem við erum aðilar að, að málstaður okkar sé bæði sanngjarn og eðlilegur. Ef við erum hins vegar fyrir fram viss um að ekki náist árangur í þeim efnum, og gleymum okkur í að telja upp hvað aðrar þjóðir eru stórar og við lítil, þá er veik von um árangur og allt eins víst að við gleymumst sífrandi við ysta haf. Látum af þeirri nesjamennsku að við séum smá og vanmáttug og getum því ekki tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi sem þó hefur margsannað sig undanfarin ár og áratugi að hafa fært okkur margar réttarbætur og ýmiss konar ávinning. Við erum eins stór og hugur okkar sjálfra ákveður og tökum af fullri einurð og reisn þátt í alþjóðasamstarfi. Hornrekur viljum við ekki vera! Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun