Ældi tvisvar þegar kærastan mætti í fyrsta sinn á leik Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 23:15 Andy Murray fékk hljóðnemann í hendurnar eftir leikinn í kvöld og þakkaði fyrir sig. Getty/Mike Egerton Breski tenniskappinn Andy Murray var þakklátur fyrir kveðjuathöfnina sem hann fékk á sínu síðasta Wimbledon-móti, eftir leik með bróður sínum Jamie í tvíliðaleik í dag. Bræðurnir töpuðu gegn Áströlunum John Peers og Rinky Hijikata en það skyggði ekki á kveðjuathöfnina fyrir Murray sem vann Wimbledon-mótið tvisvar, árin 2013 og 2016. Myndband af afrekum Murray var sýnt á stórum skjá og hann felldi tár fyrir framan þúsundir stuðningsmanna, sem og annarra tennisstjarna, sem hylltu hann. „Mér líður eins og að þetta sé góður endir fyrir mig. Ég veit þó ekki hvort ég verðskulda þetta. En þetta var virkilega vel gert,“ sagði Murray. Hann nýtti líka tækifærið til að tala aðeins um eiginkonu sína, Kim, sem var á svæðinu ásamt dætrum þeirra tveimur. Murray lýsti fyrstu kynnum þeirra Kim og ljóst að honum þótti þau frekar vandræðaleg. "I better say something about my wife, otherwise I'll get in trouble." 😅#BBCTennis #Wimbledon pic.twitter.com/0iU3r0OhcS— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2024 „Við kynntumst fyrst þegar við vorum 18 ára gömul. Pabbi Kim er tennisþjálfari og við hittumst fyrst í New York, og fórum saman út að borða þegar US Open var. Ég klúðraði svolítið fyrst þegar við fórum út og eftir að ég fylgdi henni heim á hótel spurði ég hana um tölvupóstfangið hennar. Ég held að það sé frekar óvanalegt,“ sagði Murray og hélt áfram: „Hún kom svo til að sjá mig spila, og þegar hún sá mig fyrst spila á US Open þá kastaði ég upp tvisvar sinnum. Í fyrra skiptið var það beint fyrir framan svæðið þar sem hún sat, og svo stóð ég upp og ældi á tennistösku mótherja míns. En hún virtist enn kunna við mig og ég vissi þá að ég yrði að halda í hana.“ Murray viðurkenndi að hann vildi halda áfram að spila tennis endalaust, en að það væri einfaldlega orðið of erfitt að spila. „Hvað líkamann varðar þá er þetta orðið of erfitt. En ég vil spila að eilífu. Ég elska þessa íþrótt.“ Tennis Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira
Bræðurnir töpuðu gegn Áströlunum John Peers og Rinky Hijikata en það skyggði ekki á kveðjuathöfnina fyrir Murray sem vann Wimbledon-mótið tvisvar, árin 2013 og 2016. Myndband af afrekum Murray var sýnt á stórum skjá og hann felldi tár fyrir framan þúsundir stuðningsmanna, sem og annarra tennisstjarna, sem hylltu hann. „Mér líður eins og að þetta sé góður endir fyrir mig. Ég veit þó ekki hvort ég verðskulda þetta. En þetta var virkilega vel gert,“ sagði Murray. Hann nýtti líka tækifærið til að tala aðeins um eiginkonu sína, Kim, sem var á svæðinu ásamt dætrum þeirra tveimur. Murray lýsti fyrstu kynnum þeirra Kim og ljóst að honum þótti þau frekar vandræðaleg. "I better say something about my wife, otherwise I'll get in trouble." 😅#BBCTennis #Wimbledon pic.twitter.com/0iU3r0OhcS— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2024 „Við kynntumst fyrst þegar við vorum 18 ára gömul. Pabbi Kim er tennisþjálfari og við hittumst fyrst í New York, og fórum saman út að borða þegar US Open var. Ég klúðraði svolítið fyrst þegar við fórum út og eftir að ég fylgdi henni heim á hótel spurði ég hana um tölvupóstfangið hennar. Ég held að það sé frekar óvanalegt,“ sagði Murray og hélt áfram: „Hún kom svo til að sjá mig spila, og þegar hún sá mig fyrst spila á US Open þá kastaði ég upp tvisvar sinnum. Í fyrra skiptið var það beint fyrir framan svæðið þar sem hún sat, og svo stóð ég upp og ældi á tennistösku mótherja míns. En hún virtist enn kunna við mig og ég vissi þá að ég yrði að halda í hana.“ Murray viðurkenndi að hann vildi halda áfram að spila tennis endalaust, en að það væri einfaldlega orðið of erfitt að spila. „Hvað líkamann varðar þá er þetta orðið of erfitt. En ég vil spila að eilífu. Ég elska þessa íþrótt.“
Tennis Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira