Sáraroðið frá Ísafirði notað til bjargar brenndum börnum í Afganistan Lovísa Arnardóttir skrifar 7. júlí 2024 22:01 Alla svörtu húðina þarf að taka af barninu. Í stað þess að taka húð annars staðar er hægt að setja sáraroðið á sárið sem er undir. Mynd/Jarmila Štuková Kerecis hlaut nýverið 24 milljóna styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs í alþjóðlegt samstarfsverkefni sem snýr að því að bæta meðferð brunasára í Afganistan. Kerecis framleiðir roð til sáragræðinga en brunasár eru afar algeng í þeim heimshluta. Forstjóri segir mikilvægt að varan sé ekki einungis aðgengileg í vestrænum heimi. Í tilkynningu frá ráðuneytinu í júní kom fram að verkefnið sem ræðir snúi að meðhöndlun brunasára afganskra barna á brunadeild Indira Gandhi-barnaspítalans, þeim að kostnaðarlausu. Áður hefur fyrirtækið fengið styrk úr sama sjóði til að styðja við meðhöndlun alvarlegra brunasára á Ahl Masr-sjúkrahúsinu í Egyptalandi. Sáraroð Kerecis er framleitt á Ísafirði og hefur reynst afar vel í meðferð vefjaskaða, hvort sem um er að ræða þrálát sár eða sár af völdum bruna. „Brunasár eru mjög algeng í þessum heimshluta. Þar sem fólk er í þröngum eldhúsum. Það er eldað á dísil eða kerósen, steinolíu. Það er mikið af brunaslysum. Sérstaklega hjá börnum og konum,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri og stofnandi Kerecis. Barn sem búið er að meðhöndla vegna bruna á höfði og andliti á spítalanum.Mynd/Jarmila Štuková Yfirleitt er eldað á prímusum við afar þröngar aðstæður og þá eiga slysin til að gerast. „Fólk er að troðast og þá veltur prímusinn og kviknar eldur og þá koma þessi brunasár. Þetta er því ekki sár út af skotsárum eða átökum. Heldur er þetta út af fjölskylduaðstæðunum,“ segir Guðmundur. Slysunum fækkar þegar rafeldavélunum fjölgar Hann segir þessi slys algeng víðar en í Afganistan. Sem dæmi í Egyptalandi, Pakistan og í Afríku þar sem er eldað við svo þröngar aðstæður. Hann segir að slík slys hafi verið algengari áður á Vesturlöndum og það sé áhugavert að þegar eldavélum fjölgar sem eru rafknúnar, þá fækkar slysunum og brunasárunum. Guðmundur segir afar ánægjulegt að geta boðið upp á vöruna gjaldfrjálst á spítalanum.Vísir/Stefán „Við erum ekkert að tala um smá magn. Við erum að tala um hundruð þúsunda á hverju ári.“ Hann segir vöruna þeirra einskonar staðgengilsvöru. Í stað þess að taka húð annars staðar af líkamanum til að græða á brunasár er hægt að nota sáraroðið. „Ef húð er tekin annars staðar þarf að hreinsa sárið. Þetta getur verið mjög flókið. Það er ekki aðgangur að skurðstofum til að gera þetta í þessum heimshluta og þá er hægt að nota roðið á einfaldari máta til að fá mjög góðar niðurstöður.“ „Dauða holdið er tekið burtu. Það er allt kolað og ónýtt. Ef það er haft á þá kemur ígerð og barnið deyr. Þannig það þarf að skafa allt af dauða holdið af,“ segir Guðmundur og bendir á mynd af barni sem dvaldi á spítalanum. Guðmundur er forstjóri og stofnandi Kerecis.Vísir/Stefán „Hér er búið að taka allt brunna svæðið í burtu. Þá sest ofan í kjöt og þá er hægt að setja roðið ofan í og þá vaxa frumur ofan í roðið, og það verður til húð.“ Guðmundur segir ferlið afar sársaukafullt. „Þetta er mjög erfitt og sársaukafullt. Það er erfitt að vera með ungbörn sem eru að fara íg egnum svona mikil sársauka.“ Ekki sama aðgengi Læknirinn sem stýrir brunadeildinni kom til Íslands í fyrra. Guðmundur segir hann hafa lýst afar erfiðum aðstæðum á spítalanum. „Hann talaði á ráðstefnu fyrir brunalækna. Það var afskaplega átakanlegt að heyra um hans starfsaðstæður og skort á aðgengi að deyjulyfjum, skurðstofu og læknisfræðilegum tækjum og aðferðum sem við hagnýtum okkur á hverjum degi á Vesturlöndum.“ Guðmundur segir að afganskir læknar séu margir menntaðir erlendis. Sá sem þau séu í mestu sambandi við hafi verið í tengslum við lækna í Sviss sem vinni á spítala þar sem roðið er notað. Hann hafi verið gestur í þjálfun á spítalanum og hafi þá kynnst roðinu. Hann segir roðið notað á Íslandi en oftast þurfi fólk að fara annað til að fá meðferð við alvarlegum brunasárum. Það sé vaxandi áhugi á Landspítalanum. Sem dæmi hafi það verið notað á fólk sem slasaðist í flugslysi fyrir nokkrum árum. Sáraroðið er lagt á sárið.Vísir/Stefán Sáraroðið er aðallega notað á hátæknisjúkrahúsum í Bandaríkjunum og Evrópu. Í Bandaríkjunum hefur það verið notað í um tíu ár. „Málið með Afganistan er aðgengi og menntun. Þar er heldur ekki kaupmáttur til að kaupa vöruna okkar. Þannig þar gefum við vöruna og notum svo peningana úr þessum styrk til að virkja lækna og kenna þeim og hjúkrunarfólki að nota vöruna. Ekki hægt án aðkomu utanríkisráðuneytisins Guðmundur segir þetta skipta sig miklu máli. „Það er frábært að sjá þessa vöru frá Ísafirði. Sem er nú verið að nota á hátæknisjúkrahúsum út um öll Bandaríkin, Þýskalandi og Sviss og fleiri löndum. Að sjá hana komast í notkun í svona þróunarríkismörkuðum eins og í Afganistan. Þar eru samt svo mörg læknisfræðileg vandamál þar. Þau eru svo langt í burtu frá okkur að þetta væri markaður eða aðstæður sem við gætum aldrei stigið inn í nema með aðstoð eða í samvinnu við íslenska utanríkisráðuneytið.“ Sáraroðið er lagt á sárið og svo vaxa frumur inn í roðið og mynda nýja húð.Mynd/Jarmila Štuková „Þetta snýst þannig um vöruna og tæknina okkar, að utanríkisþjónustan veki athygli á því í Afganistan og um peninganna til að þjálfa læknanna til að nota vöruna okkar, og ekki bara vöruna okkar, heldur að þeir tileinki sér meðhöndlunartækni sem er notuð í hinum vestræna heimi.“ Í fyrra keypti danska fyrirtækið Coloplast Kerecis fyrir 176 milljarða. Guðmundur segir spennandi tíma fram undan. „Aðalmarkaður fyrirtækisins er í Bandaríkjunum og við stefnum á að halda áfram innreiðinni þar. Við erum það fyrirtæki sem langhraðast vex á markaði fyrir sár. Svo var fyrirtækið keypt í fyrra af mjög stóru dönsku fyrirtæki sem er með rekstur í 140 löndum og við erum að vinna með Coloplast núna að því að opna á markaði utan Bandaríkjanna. Þannig við erum að viðhalda vexti í Bandaríkjunum og svo að skoða þá sem henta okkur í samvinnu við Coloplast víða um heim. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Afganistan Bandaríkin Ísafjarðarbær Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Hluthafar fá greidda þrjá milljarða eftir hækkun á söluvirði Kerecis Fyrrverandi hluthafar Kerecis, sem var selt til alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast undir lok sumars í fyrra, munu fá viðbótargreiðslu í sinn hlut upp á samanlagt nærri þrjá milljarða króna á næstu dögum. Greiðslan er nokkuð hærri en áður var áætlað en frekari fjármunir – og meiri að umfangi – gætu komið í skaut þeirra síðar á þessu ári. 1. júlí 2024 14:41 Guðmundur tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna 2024 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur verið tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunin 2024 (European Inventor Award) í flokki stærri fyrirtækja. Hann keppir þar á móti teymum frá Svíþjóð annars vegar og Þýskalandi og Ítalíu hins vegar, en tilkynnt verður um vinningshafa á verðlaunahátíð á Möltu 9. júlí. 16. maí 2024 08:51 Erlend fjárfesting í sprotafyrirtækjum jókst mikið og nam 28 milljörðum Formaður Framvís, samtaka engla- og vísifjárfesta, segir að nýsköpunarfyrirtækjum hafi gengið vel að fá erlent fjármagn á undanförnum árum. Þau fengu samanlagt um 27,7 milljarða króna fjármögnun frá erlendum vísisjóðum og englafjárfestum í fyrra og jókst fjárhæðin um nærri 17 milljarða króna á milli ára. Á sama tíma drógu innlendir vísisjóðir úr fjárfestingum eftir sögulegan uppgang árin 2021 og 2022. 23. apríl 2024 19:45 Fyrirtæki í fiskþurrkun hagnaðist um vel á þriðja milljarð við söluna á Kerecis Fyrirtæki á Vestfjörðum, sem sérhæfir sig einkum í þurrkun fisks, hagnaðist um 2,5 milljarða þegar gengið var frá risasölu á Kerecis til Coloplast síðastliðið haust. Félagið Klofningur, sem hafði verið hluthafi í Kerecis í meira en áratug, greiðir bróðurpart söluhagnaðarins út í arð til eigenda sem eru önnur fyrirtæki og einstaklingar af svæðinu. 15. apríl 2024 09:40 Kerecis hlýtur Útflutningsverðlaunin og Laufey heiðruð Líftæknifyrirtækið Kerecis hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2024. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Samhliða var Laufey Lín Jónsdóttir heiðruð fyrir störf sín á alþjóðavettvangi. 9. mars 2024 13:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Í tilkynningu frá ráðuneytinu í júní kom fram að verkefnið sem ræðir snúi að meðhöndlun brunasára afganskra barna á brunadeild Indira Gandhi-barnaspítalans, þeim að kostnaðarlausu. Áður hefur fyrirtækið fengið styrk úr sama sjóði til að styðja við meðhöndlun alvarlegra brunasára á Ahl Masr-sjúkrahúsinu í Egyptalandi. Sáraroð Kerecis er framleitt á Ísafirði og hefur reynst afar vel í meðferð vefjaskaða, hvort sem um er að ræða þrálát sár eða sár af völdum bruna. „Brunasár eru mjög algeng í þessum heimshluta. Þar sem fólk er í þröngum eldhúsum. Það er eldað á dísil eða kerósen, steinolíu. Það er mikið af brunaslysum. Sérstaklega hjá börnum og konum,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri og stofnandi Kerecis. Barn sem búið er að meðhöndla vegna bruna á höfði og andliti á spítalanum.Mynd/Jarmila Štuková Yfirleitt er eldað á prímusum við afar þröngar aðstæður og þá eiga slysin til að gerast. „Fólk er að troðast og þá veltur prímusinn og kviknar eldur og þá koma þessi brunasár. Þetta er því ekki sár út af skotsárum eða átökum. Heldur er þetta út af fjölskylduaðstæðunum,“ segir Guðmundur. Slysunum fækkar þegar rafeldavélunum fjölgar Hann segir þessi slys algeng víðar en í Afganistan. Sem dæmi í Egyptalandi, Pakistan og í Afríku þar sem er eldað við svo þröngar aðstæður. Hann segir að slík slys hafi verið algengari áður á Vesturlöndum og það sé áhugavert að þegar eldavélum fjölgar sem eru rafknúnar, þá fækkar slysunum og brunasárunum. Guðmundur segir afar ánægjulegt að geta boðið upp á vöruna gjaldfrjálst á spítalanum.Vísir/Stefán „Við erum ekkert að tala um smá magn. Við erum að tala um hundruð þúsunda á hverju ári.“ Hann segir vöruna þeirra einskonar staðgengilsvöru. Í stað þess að taka húð annars staðar af líkamanum til að græða á brunasár er hægt að nota sáraroðið. „Ef húð er tekin annars staðar þarf að hreinsa sárið. Þetta getur verið mjög flókið. Það er ekki aðgangur að skurðstofum til að gera þetta í þessum heimshluta og þá er hægt að nota roðið á einfaldari máta til að fá mjög góðar niðurstöður.“ „Dauða holdið er tekið burtu. Það er allt kolað og ónýtt. Ef það er haft á þá kemur ígerð og barnið deyr. Þannig það þarf að skafa allt af dauða holdið af,“ segir Guðmundur og bendir á mynd af barni sem dvaldi á spítalanum. Guðmundur er forstjóri og stofnandi Kerecis.Vísir/Stefán „Hér er búið að taka allt brunna svæðið í burtu. Þá sest ofan í kjöt og þá er hægt að setja roðið ofan í og þá vaxa frumur ofan í roðið, og það verður til húð.“ Guðmundur segir ferlið afar sársaukafullt. „Þetta er mjög erfitt og sársaukafullt. Það er erfitt að vera með ungbörn sem eru að fara íg egnum svona mikil sársauka.“ Ekki sama aðgengi Læknirinn sem stýrir brunadeildinni kom til Íslands í fyrra. Guðmundur segir hann hafa lýst afar erfiðum aðstæðum á spítalanum. „Hann talaði á ráðstefnu fyrir brunalækna. Það var afskaplega átakanlegt að heyra um hans starfsaðstæður og skort á aðgengi að deyjulyfjum, skurðstofu og læknisfræðilegum tækjum og aðferðum sem við hagnýtum okkur á hverjum degi á Vesturlöndum.“ Guðmundur segir að afganskir læknar séu margir menntaðir erlendis. Sá sem þau séu í mestu sambandi við hafi verið í tengslum við lækna í Sviss sem vinni á spítala þar sem roðið er notað. Hann hafi verið gestur í þjálfun á spítalanum og hafi þá kynnst roðinu. Hann segir roðið notað á Íslandi en oftast þurfi fólk að fara annað til að fá meðferð við alvarlegum brunasárum. Það sé vaxandi áhugi á Landspítalanum. Sem dæmi hafi það verið notað á fólk sem slasaðist í flugslysi fyrir nokkrum árum. Sáraroðið er lagt á sárið.Vísir/Stefán Sáraroðið er aðallega notað á hátæknisjúkrahúsum í Bandaríkjunum og Evrópu. Í Bandaríkjunum hefur það verið notað í um tíu ár. „Málið með Afganistan er aðgengi og menntun. Þar er heldur ekki kaupmáttur til að kaupa vöruna okkar. Þannig þar gefum við vöruna og notum svo peningana úr þessum styrk til að virkja lækna og kenna þeim og hjúkrunarfólki að nota vöruna. Ekki hægt án aðkomu utanríkisráðuneytisins Guðmundur segir þetta skipta sig miklu máli. „Það er frábært að sjá þessa vöru frá Ísafirði. Sem er nú verið að nota á hátæknisjúkrahúsum út um öll Bandaríkin, Þýskalandi og Sviss og fleiri löndum. Að sjá hana komast í notkun í svona þróunarríkismörkuðum eins og í Afganistan. Þar eru samt svo mörg læknisfræðileg vandamál þar. Þau eru svo langt í burtu frá okkur að þetta væri markaður eða aðstæður sem við gætum aldrei stigið inn í nema með aðstoð eða í samvinnu við íslenska utanríkisráðuneytið.“ Sáraroðið er lagt á sárið og svo vaxa frumur inn í roðið og mynda nýja húð.Mynd/Jarmila Štuková „Þetta snýst þannig um vöruna og tæknina okkar, að utanríkisþjónustan veki athygli á því í Afganistan og um peninganna til að þjálfa læknanna til að nota vöruna okkar, og ekki bara vöruna okkar, heldur að þeir tileinki sér meðhöndlunartækni sem er notuð í hinum vestræna heimi.“ Í fyrra keypti danska fyrirtækið Coloplast Kerecis fyrir 176 milljarða. Guðmundur segir spennandi tíma fram undan. „Aðalmarkaður fyrirtækisins er í Bandaríkjunum og við stefnum á að halda áfram innreiðinni þar. Við erum það fyrirtæki sem langhraðast vex á markaði fyrir sár. Svo var fyrirtækið keypt í fyrra af mjög stóru dönsku fyrirtæki sem er með rekstur í 140 löndum og við erum að vinna með Coloplast núna að því að opna á markaði utan Bandaríkjanna. Þannig við erum að viðhalda vexti í Bandaríkjunum og svo að skoða þá sem henta okkur í samvinnu við Coloplast víða um heim.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Afganistan Bandaríkin Ísafjarðarbær Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Hluthafar fá greidda þrjá milljarða eftir hækkun á söluvirði Kerecis Fyrrverandi hluthafar Kerecis, sem var selt til alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast undir lok sumars í fyrra, munu fá viðbótargreiðslu í sinn hlut upp á samanlagt nærri þrjá milljarða króna á næstu dögum. Greiðslan er nokkuð hærri en áður var áætlað en frekari fjármunir – og meiri að umfangi – gætu komið í skaut þeirra síðar á þessu ári. 1. júlí 2024 14:41 Guðmundur tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna 2024 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur verið tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunin 2024 (European Inventor Award) í flokki stærri fyrirtækja. Hann keppir þar á móti teymum frá Svíþjóð annars vegar og Þýskalandi og Ítalíu hins vegar, en tilkynnt verður um vinningshafa á verðlaunahátíð á Möltu 9. júlí. 16. maí 2024 08:51 Erlend fjárfesting í sprotafyrirtækjum jókst mikið og nam 28 milljörðum Formaður Framvís, samtaka engla- og vísifjárfesta, segir að nýsköpunarfyrirtækjum hafi gengið vel að fá erlent fjármagn á undanförnum árum. Þau fengu samanlagt um 27,7 milljarða króna fjármögnun frá erlendum vísisjóðum og englafjárfestum í fyrra og jókst fjárhæðin um nærri 17 milljarða króna á milli ára. Á sama tíma drógu innlendir vísisjóðir úr fjárfestingum eftir sögulegan uppgang árin 2021 og 2022. 23. apríl 2024 19:45 Fyrirtæki í fiskþurrkun hagnaðist um vel á þriðja milljarð við söluna á Kerecis Fyrirtæki á Vestfjörðum, sem sérhæfir sig einkum í þurrkun fisks, hagnaðist um 2,5 milljarða þegar gengið var frá risasölu á Kerecis til Coloplast síðastliðið haust. Félagið Klofningur, sem hafði verið hluthafi í Kerecis í meira en áratug, greiðir bróðurpart söluhagnaðarins út í arð til eigenda sem eru önnur fyrirtæki og einstaklingar af svæðinu. 15. apríl 2024 09:40 Kerecis hlýtur Útflutningsverðlaunin og Laufey heiðruð Líftæknifyrirtækið Kerecis hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2024. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Samhliða var Laufey Lín Jónsdóttir heiðruð fyrir störf sín á alþjóðavettvangi. 9. mars 2024 13:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Hluthafar fá greidda þrjá milljarða eftir hækkun á söluvirði Kerecis Fyrrverandi hluthafar Kerecis, sem var selt til alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast undir lok sumars í fyrra, munu fá viðbótargreiðslu í sinn hlut upp á samanlagt nærri þrjá milljarða króna á næstu dögum. Greiðslan er nokkuð hærri en áður var áætlað en frekari fjármunir – og meiri að umfangi – gætu komið í skaut þeirra síðar á þessu ári. 1. júlí 2024 14:41
Guðmundur tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna 2024 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur verið tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunin 2024 (European Inventor Award) í flokki stærri fyrirtækja. Hann keppir þar á móti teymum frá Svíþjóð annars vegar og Þýskalandi og Ítalíu hins vegar, en tilkynnt verður um vinningshafa á verðlaunahátíð á Möltu 9. júlí. 16. maí 2024 08:51
Erlend fjárfesting í sprotafyrirtækjum jókst mikið og nam 28 milljörðum Formaður Framvís, samtaka engla- og vísifjárfesta, segir að nýsköpunarfyrirtækjum hafi gengið vel að fá erlent fjármagn á undanförnum árum. Þau fengu samanlagt um 27,7 milljarða króna fjármögnun frá erlendum vísisjóðum og englafjárfestum í fyrra og jókst fjárhæðin um nærri 17 milljarða króna á milli ára. Á sama tíma drógu innlendir vísisjóðir úr fjárfestingum eftir sögulegan uppgang árin 2021 og 2022. 23. apríl 2024 19:45
Fyrirtæki í fiskþurrkun hagnaðist um vel á þriðja milljarð við söluna á Kerecis Fyrirtæki á Vestfjörðum, sem sérhæfir sig einkum í þurrkun fisks, hagnaðist um 2,5 milljarða þegar gengið var frá risasölu á Kerecis til Coloplast síðastliðið haust. Félagið Klofningur, sem hafði verið hluthafi í Kerecis í meira en áratug, greiðir bróðurpart söluhagnaðarins út í arð til eigenda sem eru önnur fyrirtæki og einstaklingar af svæðinu. 15. apríl 2024 09:40
Kerecis hlýtur Útflutningsverðlaunin og Laufey heiðruð Líftæknifyrirtækið Kerecis hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2024. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Samhliða var Laufey Lín Jónsdóttir heiðruð fyrir störf sín á alþjóðavettvangi. 9. mars 2024 13:01