Háttsettir þingmenn sagðir vilja að Biden stígi til hliðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2024 07:40 Það var Hakeem Jeffiries, leiðtogi minnihlutans í fulltrúadeildinni, sem boðaði til fundarins um stöðu forsetans. Getty Háttsettir þingmenn Demókrataflokksins funduðu í gær um stöðu mála í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar vestanhafs og eru nokkrir sagðir hafa lýst því yfir að Joe Biden Bandaríkjaforseti ætti að stíga til hliðar. Um var að ræða hóp fulltrúadeildarþingmanna sem allir eiga það sameiginlegt að sitja í valdamiklum þingnefndum og samkvæmt New York Times var umræðuefnið hvernig þingmennirnir gætu beitt áhrifum sínum til að þrýsta á Biden um að láta gott heita. Niðurstaða fundarins er sögð hafa verið sú að eina leiðin fyrir Demókrata til að halda Hvíta húsinu og hafa sigur í baráttunni um meirihluta á þinginu væri að Biden stigi til hliðar. Þess ber þó að geta að nokkrir fundarmanna hafa lýst yfir stuðningi við Biden í kjölfar fundarins. Fundurinn er sagður til marks um þær áhyggjur sem enn eru uppi vegna hörmulegrar frammistöðu Biden í fyrri kappræðunum við Donald Trump á dögunum en þingmennirnir eru sagðir hafa lýst bæði eigin efasemdum og efasemdum kjósenda í kjördæmum sínum. Leiðtogar innan Demókrataflokksins eru sagðir vilja gefa Biden ráðrúm til að taka sjálfur ákvörðun um að draga sig í hlé, frekar en að stíga fram og kalla eftir því opinberlega en kosningateymi Biden hefur á sama tíma bent á að margir háttsettir flokksmenn hafi þegar lýst yfir stuðningi við forsetann. New York Times segir aðra Demókrata vilja gefa Biden tækifæri til þess að sýna og sanna að hann sé sannarlega starfinu vaxinn og að frammistaðan í kappræðunum hafi verið afmarkað atvik. Forsetinn var á ferð og flugi um helgina og freistaði þess að sannfæra kjósendur um getu sína til að sigra Trump, meðal annars með því að ávarpa samkomu án þess að styðjast við texta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Um var að ræða hóp fulltrúadeildarþingmanna sem allir eiga það sameiginlegt að sitja í valdamiklum þingnefndum og samkvæmt New York Times var umræðuefnið hvernig þingmennirnir gætu beitt áhrifum sínum til að þrýsta á Biden um að láta gott heita. Niðurstaða fundarins er sögð hafa verið sú að eina leiðin fyrir Demókrata til að halda Hvíta húsinu og hafa sigur í baráttunni um meirihluta á þinginu væri að Biden stigi til hliðar. Þess ber þó að geta að nokkrir fundarmanna hafa lýst yfir stuðningi við Biden í kjölfar fundarins. Fundurinn er sagður til marks um þær áhyggjur sem enn eru uppi vegna hörmulegrar frammistöðu Biden í fyrri kappræðunum við Donald Trump á dögunum en þingmennirnir eru sagðir hafa lýst bæði eigin efasemdum og efasemdum kjósenda í kjördæmum sínum. Leiðtogar innan Demókrataflokksins eru sagðir vilja gefa Biden ráðrúm til að taka sjálfur ákvörðun um að draga sig í hlé, frekar en að stíga fram og kalla eftir því opinberlega en kosningateymi Biden hefur á sama tíma bent á að margir háttsettir flokksmenn hafi þegar lýst yfir stuðningi við forsetann. New York Times segir aðra Demókrata vilja gefa Biden tækifæri til þess að sýna og sanna að hann sé sannarlega starfinu vaxinn og að frammistaðan í kappræðunum hafi verið afmarkað atvik. Forsetinn var á ferð og flugi um helgina og freistaði þess að sannfæra kjósendur um getu sína til að sigra Trump, meðal annars með því að ávarpa samkomu án þess að styðjast við texta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira