56 prósent Demókrata vilja að Biden stígi til hliðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2024 11:54 Af yfirlýsingum síðustu daga er ljóst að Demókrötum þykir vænt um Joe Biden en það fjarar undan stuðningi við hann. Getty/Kevin Dietsch Tveir af hverju þremur Bandaríkjamönnum segir Joe Biden Bandaríkjaforseta eiga að draga sig í hlé í forsetakosningunum vestanhafs. Alls eru 56 prósent Demókrata sama sinnis og sjö af hverjum tíu óháðum. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Washington Post, ABC News og Ipsos. Þrátt fyrir að þær raddir heyrist sífellt hærra sem kalla eftir því að forsetinn stigi til hliðar aldurs síns vegna hefur Biden þvertekið fyrir að hafa nokkuð slíkt í hyggju. Könnunin sýnir hins vegar að staðhæfingar forsetans um að það sé aðeins ákveðin „flokkselíta“ sem vilji að hann víki eiga ekki við rök að styðjast. Þátttakendur í könnuninni voru einnig spurðir að því hvort þeir vildu heldur sjá Biden eða Donald Trump í Hvíta húsinu en stuðningur við frambjóðendurna virðist hnífjafn; báðir mældust með 46 prósent stuðning. Þetta er ekki alveg í takt við aðrar kannanir en Washington Post greinir frá því að ef niðurstöður átta annarra skoðanakannana, sem teknar voru eftir kappræður Biden og Trump, eru skoðaðar hefur forskot Trump aukist úr einu prósenti fyrir kappræðurnar í 3,5 prósent eftir kappræðurnar. Á þessum tíma fyrir fjórum árum var Biden með níu til ellefu prósent forskot á Trump og sigraði hann með 4,6 prósent mun. Athygli vekur að 50 prósent Bandaríkjamanna vilja að Trump stígi til hliðar sem forsetaefni Repúblikanaflokksins. Þá segja 58 prósent að báðir séu of gamlir til að sinna forsetaembættinu. Demókratar voru einnig spurðir opinnar spurningar um hvern þeir vildu sjá taka við af Biden. Alls nefndu 29 prósent Kamölu Harris varaforseta, sjö prósent Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, og fjögur prósent Michelle Obama. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Washington Post, ABC News og Ipsos. Þrátt fyrir að þær raddir heyrist sífellt hærra sem kalla eftir því að forsetinn stigi til hliðar aldurs síns vegna hefur Biden þvertekið fyrir að hafa nokkuð slíkt í hyggju. Könnunin sýnir hins vegar að staðhæfingar forsetans um að það sé aðeins ákveðin „flokkselíta“ sem vilji að hann víki eiga ekki við rök að styðjast. Þátttakendur í könnuninni voru einnig spurðir að því hvort þeir vildu heldur sjá Biden eða Donald Trump í Hvíta húsinu en stuðningur við frambjóðendurna virðist hnífjafn; báðir mældust með 46 prósent stuðning. Þetta er ekki alveg í takt við aðrar kannanir en Washington Post greinir frá því að ef niðurstöður átta annarra skoðanakannana, sem teknar voru eftir kappræður Biden og Trump, eru skoðaðar hefur forskot Trump aukist úr einu prósenti fyrir kappræðurnar í 3,5 prósent eftir kappræðurnar. Á þessum tíma fyrir fjórum árum var Biden með níu til ellefu prósent forskot á Trump og sigraði hann með 4,6 prósent mun. Athygli vekur að 50 prósent Bandaríkjamanna vilja að Trump stígi til hliðar sem forsetaefni Repúblikanaflokksins. Þá segja 58 prósent að báðir séu of gamlir til að sinna forsetaembættinu. Demókratar voru einnig spurðir opinnar spurningar um hvern þeir vildu sjá taka við af Biden. Alls nefndu 29 prósent Kamölu Harris varaforseta, sjö prósent Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, og fjögur prósent Michelle Obama.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira