„Já ég veit muninn... annar er saksóknari hinn er glæpamaður“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2024 07:22 Biden virðist enn vígreifur, þrátt fyrir aukin áköll um að hann víki fyrir nýrri kynslóð. AP/Jacquelyn Martin Þrír bættust í hóp þeirra þingmanna Demókrataflokksins sem kalla nú eftir því að Joe Biden Bandaríkjaforseti stígi til hliðar í forsetakosningunum vestanhafs eftir blaðamannafund forsetans í gærkvöldi. Aðrir segja að þrátt fyrir nokkur mistök forsetans, þar sem hann víxlaði meðal annars nöfnum Kamölu Harris og Donald Trump, þá hafi hann staðið sig vel og getað svarað flóknum spurningum um til að mynda utanríkismál. „Það er mikið í húfi og við erum að tapa,“ sagði fulltrúadeildarþingmaðurinn Scott Peters frá Kaliforníu. Jim Himes, þingmaður frá Connecticut, sagðist ekki lengur telja að Joe Biden væri sterkasta vörnin gegn Donald Trump og þeirri ógn sem steðjaði að lýðræðinu. Seinna um kvöldið bættist Eric Sorensen, þingmaður frá Illinois, í hóp efasemdamanna sem nú telja átján. Biden ítrekaði hins vegar á blaðamannafundinum að hann hefði ekki í hyggju að láta gott heita og þá gerði hann grín að mistökum sínum í færslu á X/Twitter, þar sem hann sagðist jú, þekkja munin á Harris og Trump. By the way: Yes, I know the difference. One’s a prosecutor, and the other’s a felon. pic.twitter.com/65kYp6m90Z— Joe Biden (@JoeBiden) July 12, 2024 „Alveg heiðarlega... hefði hinn náunginn getað þetta?“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Chris Coons frá Delaware og einn harðasti stuðningsmaður Biden á þinginu um svör forsetans við spurningum um utanríkismál og önnur stefnumál. Þá sagði þingmaðurinn Steve Cohen frá Tennessee að hann héldi að frammistaða Biden hefði sannfært marga. „Það er of mikið gert úr því að forsetinn sé að rugla nöfnum. Það er innihaldið sem skiptir máli,“ sagði Patrick Gaspard, forseti hugveitunnar Center for American Progress á samfélagsmiðlum. Biden hefði gefið skýr svör varðandi Rússland og Kína og fleiri málefni. Þá hefur verið bent á að Trump á það ekki síður til að rugla nöfnum og þegar blaðamaður kallaði að forsetanum undir lokin að Trump væri nú þegar að gera grín að honum á samfélagsmiðlum svaraði Biden: „Hlustiði á hann“. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Blaðamannafundur Biden á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld blaðamannafund að leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins loknum. Hann hefur sætt gagnrýni og jafnvel áköll um að stíga til hliðar í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum vegna lélegrar frammistöðu í kappræðum milli hans og Donalds Trump mótframbjóðanda hans. 11. júlí 2024 22:43 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Sjá meira
Aðrir segja að þrátt fyrir nokkur mistök forsetans, þar sem hann víxlaði meðal annars nöfnum Kamölu Harris og Donald Trump, þá hafi hann staðið sig vel og getað svarað flóknum spurningum um til að mynda utanríkismál. „Það er mikið í húfi og við erum að tapa,“ sagði fulltrúadeildarþingmaðurinn Scott Peters frá Kaliforníu. Jim Himes, þingmaður frá Connecticut, sagðist ekki lengur telja að Joe Biden væri sterkasta vörnin gegn Donald Trump og þeirri ógn sem steðjaði að lýðræðinu. Seinna um kvöldið bættist Eric Sorensen, þingmaður frá Illinois, í hóp efasemdamanna sem nú telja átján. Biden ítrekaði hins vegar á blaðamannafundinum að hann hefði ekki í hyggju að láta gott heita og þá gerði hann grín að mistökum sínum í færslu á X/Twitter, þar sem hann sagðist jú, þekkja munin á Harris og Trump. By the way: Yes, I know the difference. One’s a prosecutor, and the other’s a felon. pic.twitter.com/65kYp6m90Z— Joe Biden (@JoeBiden) July 12, 2024 „Alveg heiðarlega... hefði hinn náunginn getað þetta?“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Chris Coons frá Delaware og einn harðasti stuðningsmaður Biden á þinginu um svör forsetans við spurningum um utanríkismál og önnur stefnumál. Þá sagði þingmaðurinn Steve Cohen frá Tennessee að hann héldi að frammistaða Biden hefði sannfært marga. „Það er of mikið gert úr því að forsetinn sé að rugla nöfnum. Það er innihaldið sem skiptir máli,“ sagði Patrick Gaspard, forseti hugveitunnar Center for American Progress á samfélagsmiðlum. Biden hefði gefið skýr svör varðandi Rússland og Kína og fleiri málefni. Þá hefur verið bent á að Trump á það ekki síður til að rugla nöfnum og þegar blaðamaður kallaði að forsetanum undir lokin að Trump væri nú þegar að gera grín að honum á samfélagsmiðlum svaraði Biden: „Hlustiði á hann“.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Blaðamannafundur Biden á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld blaðamannafund að leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins loknum. Hann hefur sætt gagnrýni og jafnvel áköll um að stíga til hliðar í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum vegna lélegrar frammistöðu í kappræðum milli hans og Donalds Trump mótframbjóðanda hans. 11. júlí 2024 22:43 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Sjá meira
Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10
Blaðamannafundur Biden á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld blaðamannafund að leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins loknum. Hann hefur sætt gagnrýni og jafnvel áköll um að stíga til hliðar í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum vegna lélegrar frammistöðu í kappræðum milli hans og Donalds Trump mótframbjóðanda hans. 11. júlí 2024 22:43