Hringurinn þrengist í leitinni að varaforsetaefni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2024 12:12 Rubio, Vance og Burgum eru sagðir standa eftir í leitinni að varaforsetaefni Trump. Getty Donald Trump hefur enn ekki greint frá því hvern hann hyggst útnefna sem varaforseta efni sitt en hann er sagður hafa farið fram og til baka, líkt og árið 2016. Samkvæmt New York Times standa þrír eftir; öldungadeildarþingmennirnir J.D. Vance frá Ohio og Marco Rubio frá Flórída og Doug Burgum, ríkisstjóri Norður-Dakóta. Trump hefur verið nokkuð óljós með það hvenær hann myndi tilkynna um valið og bæði sagst munu greina frá ákvörðun sinni fyrir og á landsþingi Repúblikana. Árið 2016 tilkynnti hann að Mike Pence yrði varaforseta efni sitt tveimur dögum fyrir landsþingið og er sagður hafa efast um ákvörðun sína fram á síðustu stundu. Trump sagði fyrir sex mánuðum að hann hefði komist að niðurstöðu en síðan þá hefur hann farið fram og aftur í yfirlýsingum sínum, meðal annars um þá þætti sem munu ráða úrslitum. The dude is just built different. pic.twitter.com/D2yzskFfyA— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024 Á mánudaginn fyrir viku sagðist Trump myndu velja einhvern sem yrði góður forseti en gæti einnig hjálpað sér til að ná kjöri. Tveir einstaklingar sem ræddu við Trump í síðustu viku sögðu við NYT að svo virtist sem hann hefði ekki gert upp hug sinn. Þá sögðu tveir ráðgjafar hans á föstudag að hann hefði ekki enn haft samband við neinn að þeim sem kæmu til greina. „Þetta er ekki bara einangrað tilvik,“ sagði Vance um skotárásina á Trump um helgina. „Megin skilaboð Biden-framboðsins eru að Donald Trump forseti sé einræðishyggju fasisti sem verði að stöðva hvað sem það kostar. Sú orðræða átti beinan þátt í banatilræðinu á hendur Trump.“ „Guð verndaði Trump forseta,“ sagði Rubio á X. Burgum sagði alla hafa vitað að Trump væri sterkari en óvinir hans. Nú hefði hann sýnt það. „Bandaríkin þurfa 180 snúning þaðan sem Biden hefur leitt okkur! Donald Trump mun gera Bandaríkin mikil á ný!,“ sagði Burgum einnig. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Samkvæmt New York Times standa þrír eftir; öldungadeildarþingmennirnir J.D. Vance frá Ohio og Marco Rubio frá Flórída og Doug Burgum, ríkisstjóri Norður-Dakóta. Trump hefur verið nokkuð óljós með það hvenær hann myndi tilkynna um valið og bæði sagst munu greina frá ákvörðun sinni fyrir og á landsþingi Repúblikana. Árið 2016 tilkynnti hann að Mike Pence yrði varaforseta efni sitt tveimur dögum fyrir landsþingið og er sagður hafa efast um ákvörðun sína fram á síðustu stundu. Trump sagði fyrir sex mánuðum að hann hefði komist að niðurstöðu en síðan þá hefur hann farið fram og aftur í yfirlýsingum sínum, meðal annars um þá þætti sem munu ráða úrslitum. The dude is just built different. pic.twitter.com/D2yzskFfyA— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024 Á mánudaginn fyrir viku sagðist Trump myndu velja einhvern sem yrði góður forseti en gæti einnig hjálpað sér til að ná kjöri. Tveir einstaklingar sem ræddu við Trump í síðustu viku sögðu við NYT að svo virtist sem hann hefði ekki gert upp hug sinn. Þá sögðu tveir ráðgjafar hans á föstudag að hann hefði ekki enn haft samband við neinn að þeim sem kæmu til greina. „Þetta er ekki bara einangrað tilvik,“ sagði Vance um skotárásina á Trump um helgina. „Megin skilaboð Biden-framboðsins eru að Donald Trump forseti sé einræðishyggju fasisti sem verði að stöðva hvað sem það kostar. Sú orðræða átti beinan þátt í banatilræðinu á hendur Trump.“ „Guð verndaði Trump forseta,“ sagði Rubio á X. Burgum sagði alla hafa vitað að Trump væri sterkari en óvinir hans. Nú hefði hann sýnt það. „Bandaríkin þurfa 180 snúning þaðan sem Biden hefur leitt okkur! Donald Trump mun gera Bandaríkin mikil á ný!,“ sagði Burgum einnig.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira