Fasteignakaup fjárfesta vísbending um að fasteignaverð haldi áfram að hækka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. júlí 2024 13:16 Jónas Atli Gunnarsson er hagfræðingur hjá HMS. Vísir/Einar Fjölgun íbúða í eigu stórtækra íbúðaeigenda hefur aukist á undanförnum árum á meðan hlutfall þeirra sem eiga aðeins eina íbúð til eigin nota hefur dregist saman. Hagfræðingur segir þetta vísbendingu um að fjárfestar telji að fasteignaverð muni halda áfram að hækka. Aftur á móti tengist þróunin að miklu leyti einnig aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða sem og uppkaupum Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Fram kemur í grein Innherja á Vísi í gær, þar sem vitnað er til skrifa framkvæmdastjóra Aflvaka þróunarfélags, að nærri níu af hvernum tíu seldum íbúðum á árinu hafi verið keyptar af fjárfestum. Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir stofnunina hafa merkt þróun í þessa veru að undanförnu. „Við höfum verð að sjá breytingarnar frá því að vextir byrjuðu að hækka árið 2022, að fjölgun íbúða væri í minna mæli að fara til íbúðaeigenda sem eiga bara eina íbúð, það sem við myndum kalla „venjulega“ íbúðaeigendur. En á sama tíma hafa fjársterkir íbúðaeigendur verið að auka hlutdeild sína á íbúðamarkaðinum,“ segir Jónas Atli. Stórtækir íbúðaeigendur vísar til bæði lögaðila og einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð. Háir vextir eru meðal þess sem skýrir minni fjölgun íbúðareigenda sem eiga bara eina íbúð að sögn Jónasar. „Það er erfiðara að kaupa íbúðir þegar vextir eru hærri og lánaskilyrði eru þrengri,“ segir Jónas. Það séu aftur á móti nokkrir þættir sem kunni að skýra aukna fjölgun stórtækari íbúðareigenda. „Við alla veganna teljum hjá HMS að stóran hluta af þessari þróun megi skýra með íbúðaeigendur sem eru ekki að kaupa endilega í fjárfestingaskini. Heldur er þetta ríkisstjórnin, annað hvort í gegnum Þórkötlukaupin, eða þá eru þetta félagslegar leiguíbúðir,“ segir Jónas og vísar þar til þess að hátt í þrjú þúsund íbúðir hafi verið teknar í notkun að undanförnu með hjálp stofnframlaga frá ríkinu. Þá sé þróunin í ár að miklu leyti tilkomin vegna stórtækra uppkaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík, auk kaupa leigufélaga á íbúðum til útleigu fyrir Grindvíkinga. Væntingar um áframhaldandi hækkun fasteignaverðs Jónas bendir á að ef ekki væri fyrir kaup Þórkötlu á íbúðarhúsnæði hefði íbúðum í eigu „venjulegra“ íbúðaeigenda að öllum líkindum fjölgað hraðar í ár heldur en í fyrra. Einnig sé sennilegt að margar þeirra íbúða sem keyptar hafa verið af fjársterkum aðilum skili sér á leigumarkaðinn, þar sem eftirspurnin sé töluvert meiri en framboðið sem stendur. Viðvarandi eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði viðhaldi háu fasteignaverð, en eftirspurnin hefur haldist mikil þrátt fyrir háa vexti. „Mætti draga þá ályktun af því að stórir fjárfestar, sem eru ekki þessir félagslegu fjárfestar heldur kannski aðrir sem eru að sjá sér kannski hagnaðarvon í að kaupa íbúðir, þeir telja að fasteignaverð muni halda áfram að hækka,“ segir Jónas. Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fram kemur í grein Innherja á Vísi í gær, þar sem vitnað er til skrifa framkvæmdastjóra Aflvaka þróunarfélags, að nærri níu af hvernum tíu seldum íbúðum á árinu hafi verið keyptar af fjárfestum. Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir stofnunina hafa merkt þróun í þessa veru að undanförnu. „Við höfum verð að sjá breytingarnar frá því að vextir byrjuðu að hækka árið 2022, að fjölgun íbúða væri í minna mæli að fara til íbúðaeigenda sem eiga bara eina íbúð, það sem við myndum kalla „venjulega“ íbúðaeigendur. En á sama tíma hafa fjársterkir íbúðaeigendur verið að auka hlutdeild sína á íbúðamarkaðinum,“ segir Jónas Atli. Stórtækir íbúðaeigendur vísar til bæði lögaðila og einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð. Háir vextir eru meðal þess sem skýrir minni fjölgun íbúðareigenda sem eiga bara eina íbúð að sögn Jónasar. „Það er erfiðara að kaupa íbúðir þegar vextir eru hærri og lánaskilyrði eru þrengri,“ segir Jónas. Það séu aftur á móti nokkrir þættir sem kunni að skýra aukna fjölgun stórtækari íbúðareigenda. „Við alla veganna teljum hjá HMS að stóran hluta af þessari þróun megi skýra með íbúðaeigendur sem eru ekki að kaupa endilega í fjárfestingaskini. Heldur er þetta ríkisstjórnin, annað hvort í gegnum Þórkötlukaupin, eða þá eru þetta félagslegar leiguíbúðir,“ segir Jónas og vísar þar til þess að hátt í þrjú þúsund íbúðir hafi verið teknar í notkun að undanförnu með hjálp stofnframlaga frá ríkinu. Þá sé þróunin í ár að miklu leyti tilkomin vegna stórtækra uppkaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík, auk kaupa leigufélaga á íbúðum til útleigu fyrir Grindvíkinga. Væntingar um áframhaldandi hækkun fasteignaverðs Jónas bendir á að ef ekki væri fyrir kaup Þórkötlu á íbúðarhúsnæði hefði íbúðum í eigu „venjulegra“ íbúðaeigenda að öllum líkindum fjölgað hraðar í ár heldur en í fyrra. Einnig sé sennilegt að margar þeirra íbúða sem keyptar hafa verið af fjársterkum aðilum skili sér á leigumarkaðinn, þar sem eftirspurnin sé töluvert meiri en framboðið sem stendur. Viðvarandi eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði viðhaldi háu fasteignaverð, en eftirspurnin hefur haldist mikil þrátt fyrir háa vexti. „Mætti draga þá ályktun af því að stórir fjárfestar, sem eru ekki þessir félagslegu fjárfestar heldur kannski aðrir sem eru að sjá sér kannski hagnaðarvon í að kaupa íbúðir, þeir telja að fasteignaverð muni halda áfram að hækka,“ segir Jónas.
Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira