Að verða fórnarlamb íslenskra skattyfirvalda Arnar Pálsson skrifar 17. júlí 2024 15:00 Tilefni þessarar greinaskrifa er vekja athygli á fimm ára baráttu eftirlaunaþega við Íslensk skattyfirvöld vegna tvísköttunar og synjun um undanþágu á skattlagningu lífeyristekna samkvæmt tvísköttunarsamningi. Þar sem ég bý erlendis og hef gert sl. 18 ár er mér refsað fyrir að yfirgefa Ísland. Borgaðu vinur, ella hefur það afleiðingar. Íslensk skattyfirvöld segja bara, „Ég má“.Ef skoðuð er heimasíða embættisins segir þar um hlutverk hennar: Hlutverk Skattsins Samfélaginu öllu til heilla Við erum framsækin þjónustustofnun sem leggur grunn að samfélagslegri þjónustu með því að tryggja tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlum við að jafnræði og virkri samkeppni og leggjum okkar af mörkum til að vernda samfélagið. Gildi Skattsins Fagmennska - Framsækni – Samvinna“ Á þeim tæplega sjötíu árum sem ég hef lifað, hef ég samviskulega borgað álagða skatta, án athugasemda, eftir að ég fór að afla tekna. Nú bregður svo við, eftir að ég tók þá ákvörðun um að hefja útborgun uppsafnaðs lífeyris frá lífeyrissjóðum á Íslandi, sem ég hef í gegnum ævina greitt til, og nú síðar lögbundins ellilífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins, er mér gert að greiða tekjuskatt og útsvar á Íslandi sem er skattlagður einnig í því ríki sem ég hef nú heimilisfesti í og lögheimili. Mér ber skylda að upplýsa um eftirlaunatekjur mínar frá Íslandi í búsetu landinu. Þótt tvísköttunarsamningur sé í gildi á milli Íslands og búsetulandsins, taka Íslensk skattyfirvöld ekkert mark á samningningum. Segja bara „ég má“. Er þetta liður í að stuðla að jafnræði milli ríkisborgara? Þetta er í mínum huga grófleg misbeiting valds, að hunsa tvísköttunarsamninga.. Á þessum sl. fimm árum hef ég greitt útsvar á Íslandi, tæplega um þrjá milljónir króna (íslenskar krónur) og annað eins í tekjuskatt. Fram að þessu hef ég notið persónuafsláttar en nú verður breyting á um næstkomandi áramót (2024/2025) ef reglan um erlenda búsetu tekur gildi. Hvernig fara íslensk skattyfirvöld að? Þau nota 18 ára gamla lögheimilisskráningu á Íslandi sem grundvöll fyrir ákvörðun útsvars og ákvarða dvaladaga á Íslandi, þvert ofan í þær staðreyndir að ég hafi ekki dvalið á landinu, nema í örfárra daga. Þvert á lög um lögheimilisskráningu og heimilisfesti. Þau segja bara „ég má“. Það er dýrt að vera fátækur ellilífeyrisþegi og verður enn dýrara á næsta ári ef að breytingarnar verða að veruleika. Ég ætti að vera stoltur af í augun skattsins að vera einn af þessum svokölluðu breiðu bökum í samfélaginu sem íslenskur ríkisborgari. Í raun er svo ekki. Ég hef þurft að skera niður allan kostnað, til að geta lifað af. Takmarkað ferðir mínar til Íslands við að heimsækja barnabörn mín og fjölskyldu. Er í raun orðin fórnarlamb íslenskra skattyfirvalda. Verðugt verkefni dómstóla til að skoða nánar sem/og umboðsmanns Alþingis, hvort vegferð íslenska skattyfirvalda sé á réttri leið. Ennfremur íslenskra stjórnvalda, undir slagorðinu „Það er gott að eldast“ þar sem gengið út frá því að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi á réttu þjónustustigi. Íslensk skattyfirvöld eru að mínu mati ekki sú framsækna þjónustustofnun, sem þau vilja láta vera af. Þau segja bara „ég má“ burtséð frá tvísköttunarsamningum við erlend ríki. Höfundur er eftirlauna- og ellilífeyrisþegi, búsettur í útlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Íslendingar erlendis Skattar og tollar Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Tilefni þessarar greinaskrifa er vekja athygli á fimm ára baráttu eftirlaunaþega við Íslensk skattyfirvöld vegna tvísköttunar og synjun um undanþágu á skattlagningu lífeyristekna samkvæmt tvísköttunarsamningi. Þar sem ég bý erlendis og hef gert sl. 18 ár er mér refsað fyrir að yfirgefa Ísland. Borgaðu vinur, ella hefur það afleiðingar. Íslensk skattyfirvöld segja bara, „Ég má“.Ef skoðuð er heimasíða embættisins segir þar um hlutverk hennar: Hlutverk Skattsins Samfélaginu öllu til heilla Við erum framsækin þjónustustofnun sem leggur grunn að samfélagslegri þjónustu með því að tryggja tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlum við að jafnræði og virkri samkeppni og leggjum okkar af mörkum til að vernda samfélagið. Gildi Skattsins Fagmennska - Framsækni – Samvinna“ Á þeim tæplega sjötíu árum sem ég hef lifað, hef ég samviskulega borgað álagða skatta, án athugasemda, eftir að ég fór að afla tekna. Nú bregður svo við, eftir að ég tók þá ákvörðun um að hefja útborgun uppsafnaðs lífeyris frá lífeyrissjóðum á Íslandi, sem ég hef í gegnum ævina greitt til, og nú síðar lögbundins ellilífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins, er mér gert að greiða tekjuskatt og útsvar á Íslandi sem er skattlagður einnig í því ríki sem ég hef nú heimilisfesti í og lögheimili. Mér ber skylda að upplýsa um eftirlaunatekjur mínar frá Íslandi í búsetu landinu. Þótt tvísköttunarsamningur sé í gildi á milli Íslands og búsetulandsins, taka Íslensk skattyfirvöld ekkert mark á samningningum. Segja bara „ég má“. Er þetta liður í að stuðla að jafnræði milli ríkisborgara? Þetta er í mínum huga grófleg misbeiting valds, að hunsa tvísköttunarsamninga.. Á þessum sl. fimm árum hef ég greitt útsvar á Íslandi, tæplega um þrjá milljónir króna (íslenskar krónur) og annað eins í tekjuskatt. Fram að þessu hef ég notið persónuafsláttar en nú verður breyting á um næstkomandi áramót (2024/2025) ef reglan um erlenda búsetu tekur gildi. Hvernig fara íslensk skattyfirvöld að? Þau nota 18 ára gamla lögheimilisskráningu á Íslandi sem grundvöll fyrir ákvörðun útsvars og ákvarða dvaladaga á Íslandi, þvert ofan í þær staðreyndir að ég hafi ekki dvalið á landinu, nema í örfárra daga. Þvert á lög um lögheimilisskráningu og heimilisfesti. Þau segja bara „ég má“. Það er dýrt að vera fátækur ellilífeyrisþegi og verður enn dýrara á næsta ári ef að breytingarnar verða að veruleika. Ég ætti að vera stoltur af í augun skattsins að vera einn af þessum svokölluðu breiðu bökum í samfélaginu sem íslenskur ríkisborgari. Í raun er svo ekki. Ég hef þurft að skera niður allan kostnað, til að geta lifað af. Takmarkað ferðir mínar til Íslands við að heimsækja barnabörn mín og fjölskyldu. Er í raun orðin fórnarlamb íslenskra skattyfirvalda. Verðugt verkefni dómstóla til að skoða nánar sem/og umboðsmanns Alþingis, hvort vegferð íslenska skattyfirvalda sé á réttri leið. Ennfremur íslenskra stjórnvalda, undir slagorðinu „Það er gott að eldast“ þar sem gengið út frá því að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi á réttu þjónustustigi. Íslensk skattyfirvöld eru að mínu mati ekki sú framsækna þjónustustofnun, sem þau vilja láta vera af. Þau segja bara „ég má“ burtséð frá tvísköttunarsamningum við erlend ríki. Höfundur er eftirlauna- og ellilífeyrisþegi, búsettur í útlöndum.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun