Vatnið og tíminn Ari Trausti Guðmundsson skrifar 18. júlí 2024 08:01 Carbfix-aðferðin við að binda koldíoxíð þarfnast vatns. Ekki með neysluvatnsgæðum en þó ferskvatn eða jafnvel sjó. Sérstaklega verður kannað betur hvort sjór henti aðferðinni. Ferksvatnsstreymi á Íslandi er takmarkað eins og annars staðar og þarft að vita hvort saltvatn dugar til kolefnisbindingar. Mat á vatnsrennsli af öllu landinu, bæði yfirborðsvatns og grunnvatns, leikur á bilinu 4.700 til 6.500 tonn/ sek eftir árstíð, árabili, gögnum og matsaðferðum. Meðaltalið er 5.600 tonn/sek eða svipað og vatnsmagn sextán Ölfusáa. Metið er að grunnvatnsrennsli (neðanjarðar) nemi um 15-20% af afrennslinu, á bilinu 1.000 til 1.800 tonn/sek. þ.e, líkt og tvær og hálf til rúmar fjórar Ölfusár. Mikið af vatninu streymir neðanjarðar til hafs og blandast beint í sjó eða streymir undir sjóinn, innan í sjávarbotinum. Annað sést sem vatn úr lindum, er í ám og stöðuvötnum og kemur upp um borholur. Það gefur auga leið að ferskvatn í berggrunni er takmarkað og því þarf að gæta vel að notkun og gæðum þess, m.a. í landbúnaði, iðnaði, landeldi og heimilisrekstri. Í jöklum landsins geymist mikið af ferskvatni en í jökulám er það blandað misgrófri grjótmylsnu. Sá ferskvatnsforði er nú í kreppu vegna loftslagsbreytinga. Minna er um grunnvatn í eldri hlutum berggrunnsins en þeim yngri. Storkubergið er þétt, landslagið bratt og stutt á milli dala og fjarða. Mest er um grunnvatn á eldvirka og skjálftavirka svæðinu, ríflega fjórðungi lands. Jarðlög þar eru misvel gegndræp en í heild gjöful á grunnvatn. Reykjanesskagi er eitt landsvæðanna með einna mest af ferskvatni. Fremur lítið grunnvatnsrennsli er þó á Garðskaga/Rosmhvalanesi, metið um 1 tonn/sek eða 1.000 lítrar. Mest er það á milli Selvogsstrandar og Þorlákshafnar, 20-30 tonn/sek í ungum og sprungnum berggrunni. Á milli Hafnarfjarðar og Voga er rennslið 15-20 tonn/sek, aðallega fyrrum úrkoma í hálendinu innar á skanganum. Sums staðar nálægt strönd hans, og töluvert inn eftir NA-lægum sprungukerfum, er grunnvatnið að finna á 40-50 m dýpi. Undir því er lag af sjó þar sem svo háttar til. Í Straumsvík flæðir mikið ferskvatn grunnt undir basalthrauni frá 12. öld en ofar í landinu er vatnstökusvæði við Kaldá, inn af Kaldárseli. Á stóru svæði er þetta hraun alsett byggingum, götum og vegum og þar er atvinnustarfsemi. Á strandlengjunni við Straumsvík, og þar alllangt vestur af, streyma fram á að giska 5-6 tonn af grunnvatni á sek. að meðtöldum Kaldarárstraumnum. Inn af álverinu og þar í vestur er afmarkað iðnaðar- og framkvæmdasvæði í aðalskipulagi. Hreint grunnvatn er þar ekki í boði en vatnið getur hentað til Carbfix-niðurdælingar. Vatnsból ofar í landinu eru ekki í hættu. Fyrirhuguð vökvaþörf Coda-verkefnisins vex hægt upp í 1996 lítr/sek (2 tonn) af ferskvatni og 927 l/s af jarðsjó við full afköst. Vatnið hefur við töku þá þegar streymt úr Kaldárbotnum og nágrenni, inn undir iðnaðar- og framkvæmdasvæðið. Þar yrði það tekið úr lóðréttum borholum og því dælt niður sem kolsýrðu vatni um slíkar borholur á 350-800 m dýpi. Samhliða hægri útfellingu kalsíts í jarðlögunum mjakast grunnvatnið áfram inn í sjávarbotninn á fyrrgreindu dýpi. Fljótandi kolsýru sem unnin er úr borholum í Grafningi, hefur verið hægt að kaupa. Sams konar efni verður flutt inn, unnið úr iðnaðarferlum í Evrópu. Það er liður í að skala upp Carbfix-verkefnið á Hellisheiði til frekari prófunar, þróunar og gagns svo sams konar starfsemi breiðist út á basaltsvæðum jarðar, ef vel tekst til. Verkefnið er áfangaskipt og unnt að snúa við ef þörf er á. Ekki er hægt að ganga út frá því að innflutta gasið beri hættuleg snefilefni. Tryggja má auk þess með greiningu að svo sé ekki. Gasið myndar hættulaust kalsít í berggrunninum og bindur að meðaltali um 100 kg af koldíoxíði í hverjum rúmmetra bergs. Bergkubbur sem er 1 km á hverja hlið er 1 milljarður rúmmetra. Carbfix-verkefni nýtir lítinn hluta þessa kubbs: Tíu rúmmetra af bergi þarf til að binda 1 tonn af koldíoxíði og um 30 milljónir (af milljarði rúmmetra) eða (3%) til að binda 3 milljónir tonna af gasinu. Í tilviki Coda er reiknað með mun meira rúmmáli bergs og að 1% verði holufyllt eftir 30 ára rekstur. Langt er seilst að uppnefna innflutta koldíoxíð fljótandi mengun, eiturefni eða úrgang og kalla niðurdælinguna sóðaskap eða förgun á annarra manna skít. Sama ætti þá við um koldíoxíð úr öllum iðnaði, úr losun frá einkabílum og losun við innlenda orku- og heitavatnsframleiðslu. Við berum jafn mikla ábyrgð á eigin losun gróðurhúsagasa og meginlandsbúar á sinni og eigum að hjálpa til við að binda innlent og erlent kolefni með öllum vísindalega staðfestum aðferðum, samhliða minnkandi losun þess á heimsvísu. Tímarnir krefjast þess og gróðurhúsagös eru í raun landlaus með öllu. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Ari Trausti Guðmundsson Hafnarfjörður Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Carbfix-aðferðin við að binda koldíoxíð þarfnast vatns. Ekki með neysluvatnsgæðum en þó ferskvatn eða jafnvel sjó. Sérstaklega verður kannað betur hvort sjór henti aðferðinni. Ferksvatnsstreymi á Íslandi er takmarkað eins og annars staðar og þarft að vita hvort saltvatn dugar til kolefnisbindingar. Mat á vatnsrennsli af öllu landinu, bæði yfirborðsvatns og grunnvatns, leikur á bilinu 4.700 til 6.500 tonn/ sek eftir árstíð, árabili, gögnum og matsaðferðum. Meðaltalið er 5.600 tonn/sek eða svipað og vatnsmagn sextán Ölfusáa. Metið er að grunnvatnsrennsli (neðanjarðar) nemi um 15-20% af afrennslinu, á bilinu 1.000 til 1.800 tonn/sek. þ.e, líkt og tvær og hálf til rúmar fjórar Ölfusár. Mikið af vatninu streymir neðanjarðar til hafs og blandast beint í sjó eða streymir undir sjóinn, innan í sjávarbotinum. Annað sést sem vatn úr lindum, er í ám og stöðuvötnum og kemur upp um borholur. Það gefur auga leið að ferskvatn í berggrunni er takmarkað og því þarf að gæta vel að notkun og gæðum þess, m.a. í landbúnaði, iðnaði, landeldi og heimilisrekstri. Í jöklum landsins geymist mikið af ferskvatni en í jökulám er það blandað misgrófri grjótmylsnu. Sá ferskvatnsforði er nú í kreppu vegna loftslagsbreytinga. Minna er um grunnvatn í eldri hlutum berggrunnsins en þeim yngri. Storkubergið er þétt, landslagið bratt og stutt á milli dala og fjarða. Mest er um grunnvatn á eldvirka og skjálftavirka svæðinu, ríflega fjórðungi lands. Jarðlög þar eru misvel gegndræp en í heild gjöful á grunnvatn. Reykjanesskagi er eitt landsvæðanna með einna mest af ferskvatni. Fremur lítið grunnvatnsrennsli er þó á Garðskaga/Rosmhvalanesi, metið um 1 tonn/sek eða 1.000 lítrar. Mest er það á milli Selvogsstrandar og Þorlákshafnar, 20-30 tonn/sek í ungum og sprungnum berggrunni. Á milli Hafnarfjarðar og Voga er rennslið 15-20 tonn/sek, aðallega fyrrum úrkoma í hálendinu innar á skanganum. Sums staðar nálægt strönd hans, og töluvert inn eftir NA-lægum sprungukerfum, er grunnvatnið að finna á 40-50 m dýpi. Undir því er lag af sjó þar sem svo háttar til. Í Straumsvík flæðir mikið ferskvatn grunnt undir basalthrauni frá 12. öld en ofar í landinu er vatnstökusvæði við Kaldá, inn af Kaldárseli. Á stóru svæði er þetta hraun alsett byggingum, götum og vegum og þar er atvinnustarfsemi. Á strandlengjunni við Straumsvík, og þar alllangt vestur af, streyma fram á að giska 5-6 tonn af grunnvatni á sek. að meðtöldum Kaldarárstraumnum. Inn af álverinu og þar í vestur er afmarkað iðnaðar- og framkvæmdasvæði í aðalskipulagi. Hreint grunnvatn er þar ekki í boði en vatnið getur hentað til Carbfix-niðurdælingar. Vatnsból ofar í landinu eru ekki í hættu. Fyrirhuguð vökvaþörf Coda-verkefnisins vex hægt upp í 1996 lítr/sek (2 tonn) af ferskvatni og 927 l/s af jarðsjó við full afköst. Vatnið hefur við töku þá þegar streymt úr Kaldárbotnum og nágrenni, inn undir iðnaðar- og framkvæmdasvæðið. Þar yrði það tekið úr lóðréttum borholum og því dælt niður sem kolsýrðu vatni um slíkar borholur á 350-800 m dýpi. Samhliða hægri útfellingu kalsíts í jarðlögunum mjakast grunnvatnið áfram inn í sjávarbotninn á fyrrgreindu dýpi. Fljótandi kolsýru sem unnin er úr borholum í Grafningi, hefur verið hægt að kaupa. Sams konar efni verður flutt inn, unnið úr iðnaðarferlum í Evrópu. Það er liður í að skala upp Carbfix-verkefnið á Hellisheiði til frekari prófunar, þróunar og gagns svo sams konar starfsemi breiðist út á basaltsvæðum jarðar, ef vel tekst til. Verkefnið er áfangaskipt og unnt að snúa við ef þörf er á. Ekki er hægt að ganga út frá því að innflutta gasið beri hættuleg snefilefni. Tryggja má auk þess með greiningu að svo sé ekki. Gasið myndar hættulaust kalsít í berggrunninum og bindur að meðaltali um 100 kg af koldíoxíði í hverjum rúmmetra bergs. Bergkubbur sem er 1 km á hverja hlið er 1 milljarður rúmmetra. Carbfix-verkefni nýtir lítinn hluta þessa kubbs: Tíu rúmmetra af bergi þarf til að binda 1 tonn af koldíoxíði og um 30 milljónir (af milljarði rúmmetra) eða (3%) til að binda 3 milljónir tonna af gasinu. Í tilviki Coda er reiknað með mun meira rúmmáli bergs og að 1% verði holufyllt eftir 30 ára rekstur. Langt er seilst að uppnefna innflutta koldíoxíð fljótandi mengun, eiturefni eða úrgang og kalla niðurdælinguna sóðaskap eða förgun á annarra manna skít. Sama ætti þá við um koldíoxíð úr öllum iðnaði, úr losun frá einkabílum og losun við innlenda orku- og heitavatnsframleiðslu. Við berum jafn mikla ábyrgð á eigin losun gróðurhúsagasa og meginlandsbúar á sinni og eigum að hjálpa til við að binda innlent og erlent kolefni með öllum vísindalega staðfestum aðferðum, samhliða minnkandi losun þess á heimsvísu. Tímarnir krefjast þess og gróðurhúsagös eru í raun landlaus með öllu. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun