Semur við ísraelskt lið stutt frá Gasa: „Besta tilboð sem ég hef fengið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. júlí 2024 09:30 Sveinbjörn Pétursson verður fyrsti íslenski handboltamaðurinn til að spila í Ísrael. vísir / sigurjón Sveinbjörn Pétursson verður fyrsti íslenski handboltamaðurinn til að spila í ísraelsku úrvalsdeildinni. Mikill fjárhagslegur hvati var til staðar fyrir Sveinbjörn sem segist bera virðingu fyrir öllum skoðunum. Sveinbjörn fer til ísraelska liðsins Hapoel Ashdod frá Aue í Þýskalandi, alls lék hann með því félagi í átta ár. Frá 2012-16 og aftur undanfarin fjögur ár eftir að hafa jafnað sig af bakmeiðslum eftir bílslys og hætt við að hætta í handbolta. Nú liggur leiðin til Ísrael. „Það hefur sannarlega gengið á ýmsu. Stefnan eftir síðasta vetur var tekin norður á bóginn, eitthvað á Norðurlöndin, en svo kom eitthvað upp á borðið sem að sneri því við og stefnan er tekin á Ísrael.“ Væn launahækkun Vitað er að í ísraelskum íþróttum er nægt fjármagn til staðar. Hækkarðu mikið í launum við að fara þangað? „Já, þetta er eitt af betri, eða bara besta tilboð sem ég hef fengið. Það er auðvitað ástæðan fyrir því að maður tók þessu tilboði. Það er oftast þannig með menn sem eru í íþróttum, stór hluti af hverri ákvörðun sem maður tekur er að þetta þarf að borga sig fjárhagslega.“ Mun búa fimmtíu kílómetra frá Gasa og svarar ekki gagnrýni Ashdod er stærsta hafnarborg Ísrael, tæpum fimmtíu kílómetrum frá Gasaströndinni þar sem styrjöld geisar. „Áður en ég skrifa undir var ég búinn að vera í sambandi við stráka sem hafa spilað þarna og eru að spila þarna. Þeirra lýsingar á þeim stað sem við erum að fara að búa á eru góðar, jákvæðar og menn eru öruggir. Ég þarf ekki að vita meira en það, þá líður mér vel.“ Óhjákvæmilega hefur Sveinbjörn sætt gagnrýni fyrir ákvörðunina að flytja til og starfa innan Ísraelsríkis. „Ég er ekkert að svara því, ég ber fulla virðingu fyrir fólki sem hefur skoðanir á öllum hlutum sem það vill hafa skoðun á. Það truflar mig ekki,“ sagði Sveinbjörn að lokum. Þýski handboltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Sveinbjörn fer til ísraelska liðsins Hapoel Ashdod frá Aue í Þýskalandi, alls lék hann með því félagi í átta ár. Frá 2012-16 og aftur undanfarin fjögur ár eftir að hafa jafnað sig af bakmeiðslum eftir bílslys og hætt við að hætta í handbolta. Nú liggur leiðin til Ísrael. „Það hefur sannarlega gengið á ýmsu. Stefnan eftir síðasta vetur var tekin norður á bóginn, eitthvað á Norðurlöndin, en svo kom eitthvað upp á borðið sem að sneri því við og stefnan er tekin á Ísrael.“ Væn launahækkun Vitað er að í ísraelskum íþróttum er nægt fjármagn til staðar. Hækkarðu mikið í launum við að fara þangað? „Já, þetta er eitt af betri, eða bara besta tilboð sem ég hef fengið. Það er auðvitað ástæðan fyrir því að maður tók þessu tilboði. Það er oftast þannig með menn sem eru í íþróttum, stór hluti af hverri ákvörðun sem maður tekur er að þetta þarf að borga sig fjárhagslega.“ Mun búa fimmtíu kílómetra frá Gasa og svarar ekki gagnrýni Ashdod er stærsta hafnarborg Ísrael, tæpum fimmtíu kílómetrum frá Gasaströndinni þar sem styrjöld geisar. „Áður en ég skrifa undir var ég búinn að vera í sambandi við stráka sem hafa spilað þarna og eru að spila þarna. Þeirra lýsingar á þeim stað sem við erum að fara að búa á eru góðar, jákvæðar og menn eru öruggir. Ég þarf ekki að vita meira en það, þá líður mér vel.“ Óhjákvæmilega hefur Sveinbjörn sætt gagnrýni fyrir ákvörðunina að flytja til og starfa innan Ísraelsríkis. „Ég er ekkert að svara því, ég ber fulla virðingu fyrir fólki sem hefur skoðanir á öllum hlutum sem það vill hafa skoðun á. Það truflar mig ekki,“ sagði Sveinbjörn að lokum.
Þýski handboltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira