Guðbjörgu boðið á CrossFit mót í Egyptalandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2024 12:31 Guðbjörg Valdimarsdóttir hefur orðið Íslandsmeistari í CrossFit og hefur verið í hópi bestu CrossFit kvenna Íslands undanfarin ár. @guccivaldimarsdottir Íslenska CrossFit konan Guðbjörg Valdimarsdóttir fékk boð um að keppa á CrossFit mótinu Combat Games sem verður haldið í Egyptalandi í september. Guðbjörg, sem varð Íslandsmeistari í CrossFit árið 2022 og í öðru sæti á mótinu í fyrra, er nýflutt til Doha í Katar. Hún fékk tilboð um að vinna þar sem þjálfari sem um leið hjálpar henni að einbeita sér meira að CrossFit íþróttinni. „Ég fékk boð um að vinna hér sem þjálfari sem gerði mér kleift að vinna minna en ég hef þurft að gera á Íslandi. Ég get þar af leiðandi fókusað enn meira á CrossFit sem er búið að vera í forgangi fram yfir allt hjá mér síðastliðin þrjú ár,“ sagði Guðbjörg í stuttu spjalli við Vísi. Guðbjörg fékk boð á Combat Games sem ein af bestu CrossFit konum þessa heimshluta. „Ég veit svo sem lítið um þetta mót en ég keppti á Elfit í Egyptalandi árið 2021 og elskaði það,“ sagði Guðbjörg. Henni líkaði mjög vel umhverfið í kringum keppnina í Egyptalandi fyrir þremur árum síðan. „Það var svo gaman að keppa þarna. Þau eru svo mikið all in og miklir aðdáendur sem gerir þetta svo gaman. Þau ná að skapa svo góða stemmingu og svo eru margir að horfa á,“ sagði Guðbjörg. „Þegar ég fékk boð um að keppa á öðru móti í Egyptalandi og núna þar sem ég bý nær, þá þurfti ég ekki langan tíma til að ákveða mig,“ sagði Guðbjörg. Combat Games fara fram frá 11. til 13. september næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Combat games (@combatgames_) CrossFit Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira
Guðbjörg, sem varð Íslandsmeistari í CrossFit árið 2022 og í öðru sæti á mótinu í fyrra, er nýflutt til Doha í Katar. Hún fékk tilboð um að vinna þar sem þjálfari sem um leið hjálpar henni að einbeita sér meira að CrossFit íþróttinni. „Ég fékk boð um að vinna hér sem þjálfari sem gerði mér kleift að vinna minna en ég hef þurft að gera á Íslandi. Ég get þar af leiðandi fókusað enn meira á CrossFit sem er búið að vera í forgangi fram yfir allt hjá mér síðastliðin þrjú ár,“ sagði Guðbjörg í stuttu spjalli við Vísi. Guðbjörg fékk boð á Combat Games sem ein af bestu CrossFit konum þessa heimshluta. „Ég veit svo sem lítið um þetta mót en ég keppti á Elfit í Egyptalandi árið 2021 og elskaði það,“ sagði Guðbjörg. Henni líkaði mjög vel umhverfið í kringum keppnina í Egyptalandi fyrir þremur árum síðan. „Það var svo gaman að keppa þarna. Þau eru svo mikið all in og miklir aðdáendur sem gerir þetta svo gaman. Þau ná að skapa svo góða stemmingu og svo eru margir að horfa á,“ sagði Guðbjörg. „Þegar ég fékk boð um að keppa á öðru móti í Egyptalandi og núna þar sem ég bý nær, þá þurfti ég ekki langan tíma til að ákveða mig,“ sagði Guðbjörg. Combat Games fara fram frá 11. til 13. september næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Combat games (@combatgames_)
CrossFit Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira