Hópur fanga sé of veikur til að sitja inni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. júlí 2024 19:19 Fangelsi Hólmsheiði Hópur einstaklinga úr röðum fanga sem sitja inni ættu ekki að vera í fangelsi yfir höfuð að mati yfirmanns geðheilsuteymis fangelsa. Þó margt hafi breyst til hins betra að undanförnu bráðvanti betri úrræði. Geðheilsuteymi fangelsa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir almennri geðheilbrigðisþjónustu við fanga á þverfaglegum grunni, meðal annars með reglulegum heimsóknum í fangelsin. Í teyminu starfa geðlæknir, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingar, félagsráðgjafi og iðjuþjálfi sem sinna fjölbreyttri þjónustu við fanga í öllum fangelsis landsins. Matthías Matthíasson, teymisstjóri geðheilsuteymisins, segir teymið vinna náið með Landspítala, fangelsismálayfirvöldum, talsmönnum fanga og öðrum hagsmunaaðilum innan kerfisins. Mikil umræða hefur verið uppi að undanförnu um ástandið innan fangelsanna, einkum hvað snýr að geðheilbrigðismálum. „Staðan er erfið, því er ekki að neita. Það er staðreynd og í rauninni er hluti af því skortur á skilningi á því hvernig aðstæðurnar virka,“ segir Matthías Matthíasson, sálfræðingur og teymisstjóri geðheilsuteymisins. Hann tekur undir með þeim sem kallað hafa eftir betri úrræðum fyrir fanga sem glíma við geðrænan vanda. „Það vantar sérhæfð úrræði fyrir einstaklinga sem eru í fangelsum. Við erum að sjá fólk dæmt inn í fangelsi sem er kannski með mjög mikinn fíknivanda, er með alvarlegan geðvanda, er í geðrofsástandi og þeim er ætlað að dvelja í fangelsi.“ Í einhverjum tilfellum eigi þessir einstaklingar ekki heima í fangelsi. „Að mínu mati er nokkur hópur einstaklinga sem ættu ekki að vera í fangelsi yfir höfuð. Það er mögulegt að viðkomandi ættu að vera í einhvers konar öryggisúrræði en ekki fangelsi vegna þess að viðkomandi þurfa einhvers konar þjónustu og aðstoð,“ segir Matthías. Sakhæfismat vandasamt og stundum yfirborðskennt Hann setur jafnframt spurningamerki við framkvæmd sakhæfismats. Það eru dómstólar sem hafa endanlega úrskurðarvald um sakhæfi sakborninga, en mat geðlæknis er jafnan haft að leiðarljósi. „Sakhæfismatið er alla jafna hjá geðlæknum sem sumir fá aðrar fagstéttir, heilbrigðisstéttir til aðstoðar, en þetta er mjög vandasamt mat að vissu leyti. Vegna þess að þarna er verið að velta fyrir sér, var viðkomandi á staðnum andlega á verknaðar stundu? Og þetta er bara mjög erfitt að meta,“ segir Matthías. „Stundum er reynt að álykta sem svo að viðkomandi hafi verið undir áhrifum efna þannig að um sé að ræða einhvers konar geðrofseinkenni vegna neyslu. En að mínu viti þá er það oft of yfirborðskennt mat vegna þess að neyslan getur falið geðvanda sem er alvarlegur og er undirliggjandi. Og við sjáum hann síðan í fangelsunum jafnvel þegar neyslan er ekki til staðar vegna þess að fangelsið eins og til dæmis Hólmsheiði er þannig að það er ekki hægt að vera í neyslu þar í sumum tilfellum. Þá sjáum við mjög erfið geðrofseinkenni sem að þyrfti að taka tillit til vegna þess að viðkomandi er ekki að hafa gagn af fangelsisvistinni,“ bætir Matthías við. Reynt sé að bregðast við aðstæðum hverju sinni eftir bestu getu en Matthías leggur áherslu á náið samstarf sé milli teymisins, Landspítala, fangavarða og annarra innan kerfisins og vilji sé fyrir hendi til að bjóða betri þjónustu. „Stundum eru bara ekki til aðstæður, það er ekki til húsnæði, það er ekki til starfskraftur. Þannig að ramminn, umgjörðin, það bara vantar svo margt til að geta veitt þessa þjónustu vel.“ Þverfagleg þjónusta skili árangri Þjónusta teymisins nær einnig út fyrir veggi fangelsisins en til að mynda veitir teymið þjónustu til þeirra sem eru á reynslulausn. „Við erum geðheilsuteymi en við erum að reyna að mæta fjölbreyttum þörfum einstaklinga í fangelsum. Þess vegna höfum við stækkað teymið og fjölgað þeim faghópum heilbrigðisstarfsfólks sem eru í teyminu,“ segir Matthías. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður og ýmsar áskoranir hefur náðst nokkur árangur að undanförnu að mati teymisins. Þverfagleg þjónusta hafi aukist og samstarf innan kerfisins hafi að mörgu leyti batnað síðan teymið tók fyrst til starfa árið 2020. Anna Þóra Þórhallsdóttir iðjuþjálfi, Matthías Matthíasson teymisstjóri og Tinna Dögg Sigurðardóttir sálfræðingur mynda Geðheilsuteymi fangelsa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ásamt þremur öðrum sérfræðingum.Vísir/Ragnar „Ég sem iðjuþjálfi er bæði í viðtölum og svolítið að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur. Horfa á umhverfið sem hann er í og reyna að auka bæði virkni og færni. Hvort sem það er að elda, komast í vinnu, venjuleg rútína eins og að komast á fætur og annað. Síðan erum við mikið að vinna með tilfinningastjórnun, samskiptafærni, kvíða og þunglyndi. Þetta er einstaklingsmiðuð þjónusta hjá okkur,“ segir Anna Þóra Þórhallsdóttir sem er iðjuþjálfi í teyminu. „Við viljum alla veganna trúa því að við séum að gera eitthvað jákvætt og eitthvað gott. Og því oftar sem maður hittir einstaklinginn þá sjáum við það alla veganna að við erum að byggja upp traust,“ segir Anna. Tinna Dögg Sigurðardóttir sálfræðingur teymisins tekur undir þetta. „Þetta eru náttúrlega bara mjög flóknar aðstæður. Að vera í fangelsi er mjög flókið og getur verið erfitt,“ segir Tinna. Fangelsismál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Geðheilsuteymi fangelsa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir almennri geðheilbrigðisþjónustu við fanga á þverfaglegum grunni, meðal annars með reglulegum heimsóknum í fangelsin. Í teyminu starfa geðlæknir, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingar, félagsráðgjafi og iðjuþjálfi sem sinna fjölbreyttri þjónustu við fanga í öllum fangelsis landsins. Matthías Matthíasson, teymisstjóri geðheilsuteymisins, segir teymið vinna náið með Landspítala, fangelsismálayfirvöldum, talsmönnum fanga og öðrum hagsmunaaðilum innan kerfisins. Mikil umræða hefur verið uppi að undanförnu um ástandið innan fangelsanna, einkum hvað snýr að geðheilbrigðismálum. „Staðan er erfið, því er ekki að neita. Það er staðreynd og í rauninni er hluti af því skortur á skilningi á því hvernig aðstæðurnar virka,“ segir Matthías Matthíasson, sálfræðingur og teymisstjóri geðheilsuteymisins. Hann tekur undir með þeim sem kallað hafa eftir betri úrræðum fyrir fanga sem glíma við geðrænan vanda. „Það vantar sérhæfð úrræði fyrir einstaklinga sem eru í fangelsum. Við erum að sjá fólk dæmt inn í fangelsi sem er kannski með mjög mikinn fíknivanda, er með alvarlegan geðvanda, er í geðrofsástandi og þeim er ætlað að dvelja í fangelsi.“ Í einhverjum tilfellum eigi þessir einstaklingar ekki heima í fangelsi. „Að mínu mati er nokkur hópur einstaklinga sem ættu ekki að vera í fangelsi yfir höfuð. Það er mögulegt að viðkomandi ættu að vera í einhvers konar öryggisúrræði en ekki fangelsi vegna þess að viðkomandi þurfa einhvers konar þjónustu og aðstoð,“ segir Matthías. Sakhæfismat vandasamt og stundum yfirborðskennt Hann setur jafnframt spurningamerki við framkvæmd sakhæfismats. Það eru dómstólar sem hafa endanlega úrskurðarvald um sakhæfi sakborninga, en mat geðlæknis er jafnan haft að leiðarljósi. „Sakhæfismatið er alla jafna hjá geðlæknum sem sumir fá aðrar fagstéttir, heilbrigðisstéttir til aðstoðar, en þetta er mjög vandasamt mat að vissu leyti. Vegna þess að þarna er verið að velta fyrir sér, var viðkomandi á staðnum andlega á verknaðar stundu? Og þetta er bara mjög erfitt að meta,“ segir Matthías. „Stundum er reynt að álykta sem svo að viðkomandi hafi verið undir áhrifum efna þannig að um sé að ræða einhvers konar geðrofseinkenni vegna neyslu. En að mínu viti þá er það oft of yfirborðskennt mat vegna þess að neyslan getur falið geðvanda sem er alvarlegur og er undirliggjandi. Og við sjáum hann síðan í fangelsunum jafnvel þegar neyslan er ekki til staðar vegna þess að fangelsið eins og til dæmis Hólmsheiði er þannig að það er ekki hægt að vera í neyslu þar í sumum tilfellum. Þá sjáum við mjög erfið geðrofseinkenni sem að þyrfti að taka tillit til vegna þess að viðkomandi er ekki að hafa gagn af fangelsisvistinni,“ bætir Matthías við. Reynt sé að bregðast við aðstæðum hverju sinni eftir bestu getu en Matthías leggur áherslu á náið samstarf sé milli teymisins, Landspítala, fangavarða og annarra innan kerfisins og vilji sé fyrir hendi til að bjóða betri þjónustu. „Stundum eru bara ekki til aðstæður, það er ekki til húsnæði, það er ekki til starfskraftur. Þannig að ramminn, umgjörðin, það bara vantar svo margt til að geta veitt þessa þjónustu vel.“ Þverfagleg þjónusta skili árangri Þjónusta teymisins nær einnig út fyrir veggi fangelsisins en til að mynda veitir teymið þjónustu til þeirra sem eru á reynslulausn. „Við erum geðheilsuteymi en við erum að reyna að mæta fjölbreyttum þörfum einstaklinga í fangelsum. Þess vegna höfum við stækkað teymið og fjölgað þeim faghópum heilbrigðisstarfsfólks sem eru í teyminu,“ segir Matthías. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður og ýmsar áskoranir hefur náðst nokkur árangur að undanförnu að mati teymisins. Þverfagleg þjónusta hafi aukist og samstarf innan kerfisins hafi að mörgu leyti batnað síðan teymið tók fyrst til starfa árið 2020. Anna Þóra Þórhallsdóttir iðjuþjálfi, Matthías Matthíasson teymisstjóri og Tinna Dögg Sigurðardóttir sálfræðingur mynda Geðheilsuteymi fangelsa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ásamt þremur öðrum sérfræðingum.Vísir/Ragnar „Ég sem iðjuþjálfi er bæði í viðtölum og svolítið að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur. Horfa á umhverfið sem hann er í og reyna að auka bæði virkni og færni. Hvort sem það er að elda, komast í vinnu, venjuleg rútína eins og að komast á fætur og annað. Síðan erum við mikið að vinna með tilfinningastjórnun, samskiptafærni, kvíða og þunglyndi. Þetta er einstaklingsmiðuð þjónusta hjá okkur,“ segir Anna Þóra Þórhallsdóttir sem er iðjuþjálfi í teyminu. „Við viljum alla veganna trúa því að við séum að gera eitthvað jákvætt og eitthvað gott. Og því oftar sem maður hittir einstaklinginn þá sjáum við það alla veganna að við erum að byggja upp traust,“ segir Anna. Tinna Dögg Sigurðardóttir sálfræðingur teymisins tekur undir þetta. „Þetta eru náttúrlega bara mjög flóknar aðstæður. Að vera í fangelsi er mjög flókið og getur verið erfitt,“ segir Tinna.
Fangelsismál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira