„Ég hafði í raun engar áhyggjur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. júlí 2024 22:27 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, hafði engar áhyggjar þó hans menn væru undir í einvíginu þegar flautað var til hálfleiks. vísir / PAWEL „Auðvitað [líður mér] mjög vel, frábærlega. Við eigum líka leik aftur á sunnudaginn þannig að ég var feginn að þetta fór ekki í framlengingu,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir sætan sigur gegn Tikvesh í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik tapaði fyrri leiknum 3-2 eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir. Liðið lenti undir í kvöld og útlitið var svart en það tókst að snúa taflinu og 3-1 varð niðurstaða leiks, 5-4 samanlagður sigur Breiðabliks í einvíginu. „Ótrúlega glaður með frammistöðuna, auðvitað grófum við okkur holu með því að fá mark á okkur eftir örfáar mínútur en alvöru karakter. Vorum þolinmóðir, komum mörkunum inn, einu í einu, og kláruðum þetta gegn liði sem ætlaði að grinda þetta út og tefja en það bara fór þeim ekki vel. Þeir eru ágætis fótboltalið þegar þeir koma ofar og spila en mér fannst þeir ekki góðir í blokkinni og ég hafði í raun engar áhyggjur.“ Það voru skiptingar Halldórs sem skiluðu Breiðabliki sigrinum í kvöld. Alltaf ánægjuleg sjón fyrir þjálfara að sjá. „Ég held að þeir hafi verið inn á í þrjátíu sekúndur. Benjamín gefur á Patrik sem gefur á Kristófer sem skorar, það er auðvitað bara draumaskipting. Frábær innkoma, svona viltu að þeir sem komi inn á svari kallinu. Breidd hópsins að skila sér.“ Fara næst til Kósovó Breiðablik mun mæta Drita frá Kósovó í næstu umferð undankeppninnar. Nokkuð kunnugar slóðir fyrir Breiðablik sem hefur oft dregist gegn austur-evrópskum liðum undanfarin ár. „Þessi lið frá Kósovó hafa verið að standa sig vel í Evrópukeppnum og þeir eru bara með hörkulið. Kannski ekkert ósvipuð þessum liðum sem við höfum verið að spila við síðustu ár frá Bosníu, Makedóníu og þessum löndum. Mikið af góðum leikmönnum og öðruvísi leikstíll, sem er alltaf skemmtilegt.“ Þurfa að vinna þrjú einvígi enn til að komast aftur í Sambandsdeildina Breiðablik þarf að vinna tvö einvígi til viðbótar áður en komið verður að umspili um sæti í Sambandsdeildinni á næsta tímabili. „Auðvitað er leiðin lengri þegar þú ferð þessa Main Path en út af árangri okkar síðustu ára þá erum við í efri styrkleikaflokki, sem eykur möguleika okkur töluvert. Þannig að já, við ætlum auðvitað að gera alvöru atlögu að því að komast í Sambandsdeildina aftur,“ sagði Halldór að lokum. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Sjá meira
Breiðablik tapaði fyrri leiknum 3-2 eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir. Liðið lenti undir í kvöld og útlitið var svart en það tókst að snúa taflinu og 3-1 varð niðurstaða leiks, 5-4 samanlagður sigur Breiðabliks í einvíginu. „Ótrúlega glaður með frammistöðuna, auðvitað grófum við okkur holu með því að fá mark á okkur eftir örfáar mínútur en alvöru karakter. Vorum þolinmóðir, komum mörkunum inn, einu í einu, og kláruðum þetta gegn liði sem ætlaði að grinda þetta út og tefja en það bara fór þeim ekki vel. Þeir eru ágætis fótboltalið þegar þeir koma ofar og spila en mér fannst þeir ekki góðir í blokkinni og ég hafði í raun engar áhyggjur.“ Það voru skiptingar Halldórs sem skiluðu Breiðabliki sigrinum í kvöld. Alltaf ánægjuleg sjón fyrir þjálfara að sjá. „Ég held að þeir hafi verið inn á í þrjátíu sekúndur. Benjamín gefur á Patrik sem gefur á Kristófer sem skorar, það er auðvitað bara draumaskipting. Frábær innkoma, svona viltu að þeir sem komi inn á svari kallinu. Breidd hópsins að skila sér.“ Fara næst til Kósovó Breiðablik mun mæta Drita frá Kósovó í næstu umferð undankeppninnar. Nokkuð kunnugar slóðir fyrir Breiðablik sem hefur oft dregist gegn austur-evrópskum liðum undanfarin ár. „Þessi lið frá Kósovó hafa verið að standa sig vel í Evrópukeppnum og þeir eru bara með hörkulið. Kannski ekkert ósvipuð þessum liðum sem við höfum verið að spila við síðustu ár frá Bosníu, Makedóníu og þessum löndum. Mikið af góðum leikmönnum og öðruvísi leikstíll, sem er alltaf skemmtilegt.“ Þurfa að vinna þrjú einvígi enn til að komast aftur í Sambandsdeildina Breiðablik þarf að vinna tvö einvígi til viðbótar áður en komið verður að umspili um sæti í Sambandsdeildinni á næsta tímabili. „Auðvitað er leiðin lengri þegar þú ferð þessa Main Path en út af árangri okkar síðustu ára þá erum við í efri styrkleikaflokki, sem eykur möguleika okkur töluvert. Þannig að já, við ætlum auðvitað að gera alvöru atlögu að því að komast í Sambandsdeildina aftur,“ sagði Halldór að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Sjá meira