Hver ber ábyrgð á nýjum gluggum sem leka? Þórunn Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2024 14:31 Nú á dögunum birtist á Vísi greinin „Af hverju leka gluggar fyrr en áður?“ eftir Böðvar Bjarnason hjá Verkvist. Veltir hann þar meðal annars fyrir sér hvort gluggar hafi almennt verið betri hér áður fyrr en þeir sem nú fást og eiga að vera CE-merktir til að teljast löglegir til sölu og notkunar. Böðvar bendir síðan á að vandamálin liggi annars vegar í gluggunum sjálfum og hins vegar í frágangi gluggans við útvegg. Því skal ósvarað hvort gluggar hafi verið betri í gamla daga. Hins vegar er tekið undir ýmis vandamál sem nefnd eru í greininni og þær áskoranir sem byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir. Má þar m.a. nefna óljósa ábyrgð ýmissa fagaðila sem koma að ísetningu glugga. Löglegur gluggi Gluggar eru ekki einungis smíðaðir á Íslandi. Mestur hluti þeirra er raunar innfluttur. Þar sem Ísland tilheyrir evrópska efnahagssvæðinu þurfa gluggar, eins og aðrir vöruflokkar, að fylgja þeim reglum sem á svæðinu gilda. Í tilfelli glugga er gerð krafa um CE-merkingu en í því felst að ýmsir eiginleikar glugga hafi verið prófaðir og staðfestir af óháðum og tilkynntum aðila. Að sama skapi sé viðhöfð innri skjalfest framleiðslustýring en hún stuðlar að því að öll framleidd eintök hafi sömu eiginleika og prófaða eintakið. Íslenskt slagveður í allar áttir Veðurfar getur verið mjög ólíkt milli aðildarríkja EES og eru kröfur um eiginleika því mismunandi milli landa. Hér á landi gilda til að mynda svo kallaðar sértækar kröfur um slagregnsþéttleika og hámarksformbreytingu vegna vindálags og eiga þær við um alla glugga í útveggjum bygginga. Svo að gluggi teljist löglegur á Íslandi þarf hann því að vera CE-merktur og a.m.k. að uppfylla kröfur til þessara tveggja eiginleika. Annars er bæði bannað að selja og nota slíkan glugga í útvegg mannvirkis. Upplýsingar um eiginleika skulu koma fram í yfirlýsingu um nothæfi (DoP), sem er staðlað fylgiskjal CE-merktra byggingarvara. Hvar er eftirlitið? Ef gluggi uppfyllir ekki framangreind skilyrði er hann ólöglegur á markaði hérlendis. Ábendingar um slíkt má senda til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem viðhefur markaðseftirlit með byggingarvörum. Þess má geta að HMS stendur einmitt í umfangsmiklu eftirliti með gluggum með það að markmiði að einungis verði nothæfir gluggar á markaði neytendum í hag. Hver er ávinningur regluverksins? Sumum þykir kerfi um CE-merkingar byggingarvara óþarflega flókið og jafnvel misvísandi. Merkingin getur ekki staðið ein og sér heldur er alltaf þörf á að skoða fylgiskjalið yfirlýsingu um nothæfi til að meta hvort byggingarvaran hafi þá eiginleika sem þarf til að standast álagið sem reikna má með að hún verði fyrir. Ávinningur kerfisins er hins vegar mikill, sérstaklega í ljósi þess að flestar byggingarvörur eru innfluttar og við getum illa haft eftirlit með framleiðanda úti í heimi. Í tilfelli CE-merktra glugga eru þeir til dæmis allir prófaðir á sama hátt. Í því felst að eiginleikar þeirra eru staðfestir með sömu prófunaraðferðum. Þar af leiðandi eru gluggar frá mismunandi framleiðendum eða löndum algjörlega samanburðarhæfir. Slíkt auðveldar notandanum, iðulega framkvæmdaraðila, að velja glugga sem hefur fullnægjandi eiginleika. Hvert er hlutverk hönnuðar? Ábyrgðarsvið hönnuðar er skilgreint í byggingarreglugerð. Í henni kemur m.a. fram að hönnuður skuli í gögnum sínum setja fram kröfur er varða eiginleika byggingarvöru til að tryggja rétt innkaup og notkun hennar. Þegar kemur að gluggum ber hönnuði að tilgreina þá eiginleika sem að framan voru nefndir (sértæku kröfurnar). Framkvæmdaraðili getur í framhaldinu tekið ákvörðun um hvaða glugga skuli velja út frá kröfum hönnuðar. Aðrir eiginleikar gætu einnig átt við, svo sem hljóðkröfur við umferðarþunga götu. Rétt er að nefna að texti á borð við: „Fylgja skal kröfum byggingarreglugerðar“ er ekki fullnægjandi í hönnunargögnum þótt slíkt hafi sést. Hver skilgreinir gluggaþéttinguna? Hönnuður ber ábyrgð á heildarvirkni byggingarhluta, þar með talinni virkni gluggaþéttinga. Í því felst ekki endilega að hönnuður segi til um hvort notast eigi við kítti eða borða heldur eru eiginleikar byggingarvaranna lykilatriði hér. Með því að skilgreina eiginleika í hönnunargögnum hefur hönnuður gefið framkvæmdaraðila aukið frelsi. Frelsi til að velja byggingarvörur sem með góðu móti er hægt að tengja saman og mynda heildstæðan byggingarhluta. Framkvæmdaraðili ber hins vegar ábyrgð á að þær byggingarvörur sem hann velur hafi eiginleika í samræmi við kröfur hönnuðar og að við notkun sé farið eftir leiðbeiningum framleiðanda þeirra. Aðeins þannig má tryggja að þeir eiginleikar sem hönnuður gaf upp náist. Hver ber ábyrgð? Mannvirkjagerð er flókin og margir fagaðilar koma þar að. Með breyttum og fjölbreyttari byggingaraðferðum verður hún ekki einfaldari og því mikilvægt að hver og einn fagaðili geri sér grein fyrir sínu hlutverki og ábyrgð. Gott er að hafa eftirfarandi í huga: Hönnuðir bera ábyrgð á að skilgreina eiginleika byggingarvara (4.5.2. gr. byggingarreglugerðar). Söluaðilar byggingarvara bera ábyrgð á að CE-merktum byggingarvörum fylgi yfirlýsing um nothæfi (með upplýsingum um eiginleika þeirra) og leiðbeiningar um notkun. Framkvæmdaraðilar bera ábyrgð á að við notkun sé leiðbeiningum framleiðenda byggingarvara ávallt fylgt (til að eiginleikar varanna haldist). Verum meðvituð um að gluggi er ein byggingarvara og þétting er önnur; tveir mismunandi framleiðendur og að sama skapi mismunandi leiðbeiningar. HMS hefur undanfarin tvö ár lagt mikla áherslu á að fræða markaðinn um CE-merkingar byggingarvara. Reglulega eru haldin námskeið um málefnið hjá Iðunni fræðslusetri og eru fagaðilar hvattir til að sækja slíkt námskeið, eigendum og öðrum notendum mannvirkja í hag. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú á dögunum birtist á Vísi greinin „Af hverju leka gluggar fyrr en áður?“ eftir Böðvar Bjarnason hjá Verkvist. Veltir hann þar meðal annars fyrir sér hvort gluggar hafi almennt verið betri hér áður fyrr en þeir sem nú fást og eiga að vera CE-merktir til að teljast löglegir til sölu og notkunar. Böðvar bendir síðan á að vandamálin liggi annars vegar í gluggunum sjálfum og hins vegar í frágangi gluggans við útvegg. Því skal ósvarað hvort gluggar hafi verið betri í gamla daga. Hins vegar er tekið undir ýmis vandamál sem nefnd eru í greininni og þær áskoranir sem byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir. Má þar m.a. nefna óljósa ábyrgð ýmissa fagaðila sem koma að ísetningu glugga. Löglegur gluggi Gluggar eru ekki einungis smíðaðir á Íslandi. Mestur hluti þeirra er raunar innfluttur. Þar sem Ísland tilheyrir evrópska efnahagssvæðinu þurfa gluggar, eins og aðrir vöruflokkar, að fylgja þeim reglum sem á svæðinu gilda. Í tilfelli glugga er gerð krafa um CE-merkingu en í því felst að ýmsir eiginleikar glugga hafi verið prófaðir og staðfestir af óháðum og tilkynntum aðila. Að sama skapi sé viðhöfð innri skjalfest framleiðslustýring en hún stuðlar að því að öll framleidd eintök hafi sömu eiginleika og prófaða eintakið. Íslenskt slagveður í allar áttir Veðurfar getur verið mjög ólíkt milli aðildarríkja EES og eru kröfur um eiginleika því mismunandi milli landa. Hér á landi gilda til að mynda svo kallaðar sértækar kröfur um slagregnsþéttleika og hámarksformbreytingu vegna vindálags og eiga þær við um alla glugga í útveggjum bygginga. Svo að gluggi teljist löglegur á Íslandi þarf hann því að vera CE-merktur og a.m.k. að uppfylla kröfur til þessara tveggja eiginleika. Annars er bæði bannað að selja og nota slíkan glugga í útvegg mannvirkis. Upplýsingar um eiginleika skulu koma fram í yfirlýsingu um nothæfi (DoP), sem er staðlað fylgiskjal CE-merktra byggingarvara. Hvar er eftirlitið? Ef gluggi uppfyllir ekki framangreind skilyrði er hann ólöglegur á markaði hérlendis. Ábendingar um slíkt má senda til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem viðhefur markaðseftirlit með byggingarvörum. Þess má geta að HMS stendur einmitt í umfangsmiklu eftirliti með gluggum með það að markmiði að einungis verði nothæfir gluggar á markaði neytendum í hag. Hver er ávinningur regluverksins? Sumum þykir kerfi um CE-merkingar byggingarvara óþarflega flókið og jafnvel misvísandi. Merkingin getur ekki staðið ein og sér heldur er alltaf þörf á að skoða fylgiskjalið yfirlýsingu um nothæfi til að meta hvort byggingarvaran hafi þá eiginleika sem þarf til að standast álagið sem reikna má með að hún verði fyrir. Ávinningur kerfisins er hins vegar mikill, sérstaklega í ljósi þess að flestar byggingarvörur eru innfluttar og við getum illa haft eftirlit með framleiðanda úti í heimi. Í tilfelli CE-merktra glugga eru þeir til dæmis allir prófaðir á sama hátt. Í því felst að eiginleikar þeirra eru staðfestir með sömu prófunaraðferðum. Þar af leiðandi eru gluggar frá mismunandi framleiðendum eða löndum algjörlega samanburðarhæfir. Slíkt auðveldar notandanum, iðulega framkvæmdaraðila, að velja glugga sem hefur fullnægjandi eiginleika. Hvert er hlutverk hönnuðar? Ábyrgðarsvið hönnuðar er skilgreint í byggingarreglugerð. Í henni kemur m.a. fram að hönnuður skuli í gögnum sínum setja fram kröfur er varða eiginleika byggingarvöru til að tryggja rétt innkaup og notkun hennar. Þegar kemur að gluggum ber hönnuði að tilgreina þá eiginleika sem að framan voru nefndir (sértæku kröfurnar). Framkvæmdaraðili getur í framhaldinu tekið ákvörðun um hvaða glugga skuli velja út frá kröfum hönnuðar. Aðrir eiginleikar gætu einnig átt við, svo sem hljóðkröfur við umferðarþunga götu. Rétt er að nefna að texti á borð við: „Fylgja skal kröfum byggingarreglugerðar“ er ekki fullnægjandi í hönnunargögnum þótt slíkt hafi sést. Hver skilgreinir gluggaþéttinguna? Hönnuður ber ábyrgð á heildarvirkni byggingarhluta, þar með talinni virkni gluggaþéttinga. Í því felst ekki endilega að hönnuður segi til um hvort notast eigi við kítti eða borða heldur eru eiginleikar byggingarvaranna lykilatriði hér. Með því að skilgreina eiginleika í hönnunargögnum hefur hönnuður gefið framkvæmdaraðila aukið frelsi. Frelsi til að velja byggingarvörur sem með góðu móti er hægt að tengja saman og mynda heildstæðan byggingarhluta. Framkvæmdaraðili ber hins vegar ábyrgð á að þær byggingarvörur sem hann velur hafi eiginleika í samræmi við kröfur hönnuðar og að við notkun sé farið eftir leiðbeiningum framleiðanda þeirra. Aðeins þannig má tryggja að þeir eiginleikar sem hönnuður gaf upp náist. Hver ber ábyrgð? Mannvirkjagerð er flókin og margir fagaðilar koma þar að. Með breyttum og fjölbreyttari byggingaraðferðum verður hún ekki einfaldari og því mikilvægt að hver og einn fagaðili geri sér grein fyrir sínu hlutverki og ábyrgð. Gott er að hafa eftirfarandi í huga: Hönnuðir bera ábyrgð á að skilgreina eiginleika byggingarvara (4.5.2. gr. byggingarreglugerðar). Söluaðilar byggingarvara bera ábyrgð á að CE-merktum byggingarvörum fylgi yfirlýsing um nothæfi (með upplýsingum um eiginleika þeirra) og leiðbeiningar um notkun. Framkvæmdaraðilar bera ábyrgð á að við notkun sé leiðbeiningum framleiðenda byggingarvara ávallt fylgt (til að eiginleikar varanna haldist). Verum meðvituð um að gluggi er ein byggingarvara og þétting er önnur; tveir mismunandi framleiðendur og að sama skapi mismunandi leiðbeiningar. HMS hefur undanfarin tvö ár lagt mikla áherslu á að fræða markaðinn um CE-merkingar byggingarvara. Reglulega eru haldin námskeið um málefnið hjá Iðunni fræðslusetri og eru fagaðilar hvattir til að sækja slíkt námskeið, eigendum og öðrum notendum mannvirkja í hag. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun