Opið bréf til ráðherra Kristján Hreinsson skrifar 22. júlí 2024 08:01 Virðulegi ráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Mig langar með þessu opna bréfi að vekja þig til umhugsunar um íslenska tungu og bága stöðu hennar. (Jafnvel þótt starfsfólk ráðuneytisins telji eðlilegt að þéra mig, þá vil ég tala við þig í bréfi þessu á persónulegum nótum og án þéringa). Eins og þér er væntanlega ljóst nú þegar, þá hef ég sent þér kæru þar sem ég krefst þess að þú beitir þér fyrir því að Ríkisútvarpið sinni þeirri skyldu sinni að flytja okkur lýtalausa íslensku. Ekki á ég í erjum við þig, heldur er kæra mín ósk um aðstoð. Þú, sem ráðherra, segir í svarbréfi til mín að þú getir ekki tekið efnislega afstöðu til kæru minnar. Bréfið er undirritað fyrir þína hönd og þar segir: „Vísað er til kæru yðar sem barst menningar- og viðskiptaráðuneytinu 26. júní sl. og varðaði málfar og málstefnu Ríkisútvarpsins og ætluð brot Ríkisútvarpsins á ákvæðum laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013 (hér eftir lög um Ríkisútvarpið). Það er mat ráðuneytisins að framangreind kæra falli utan valdheimilda ráðuneytisins, þar sem að lögum er hvorki fyrir hendi kæruheimild né úrskurðarskylda ráðuneytisins í málum sem varða ætluð brot á lögum um Ríkisútvarpið. Þá felur mótun málstefnu ekki í sér stjórnvaldsákvörðun, þ.e. ákvörðun um rétt eða skyldu manna, Í skilningi 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Af því leiðir að málið er ekki tækt til úrskurðar hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Með vísan til framangreinds er málinu vísað frá.” Bréfið frá ráðuneytinu sýnir að í tungumáli okkar mega menn bæta sig. Í þessu stutta bréfi eru nokkrar villur, auk þess er að finna þar órökstutt mat á lögum og hreinar rangfærslur. Á einum stað vantar forsetningu. Þarna er einnig komma á undan hástaf. Þá er t.d. úr lausu lofti gripið að halda því fram að „mótun málstefnu [feli] ekki í sér stjórnvaldsákvörðun, þ.e. ákvörðun um rétt eða skyldu manna“. Kæra mín er byggð á því að menn eru ekki að sinna skyldum sínum gagnvart tungumálinu. Stjórnvald ákveður að gera ekkert þegar starfsmenn stofnunar brjóta lög. Stjórnvald sem sinnir framkvæmdum er einkar vel til þess fallið að vernda rétt einstaklinga. Það er réttur minn sem einstaklings og neytanda að krefjast þess að starfsmenn Ríkisútvarpsins fari að lögum um íslenska tungu. Ef okkur þykir rétt að ráðuneytið standi vörð um íslenskuna, þá á það að vera krafa ráðherra að farið að lögum sem fjalla um tungumálið og snerta starfsemi hjá stofnun sem ráðherra veitir bókstaflega forstöðu. Tvær spurningar Ég skil ekki hvernig það getur farið saman að segjast vilja vernda íslenska tungu í orði en vilja svo ekki taka afstöðu á borði. Hér tala ég um að þú ættir að taka beina afstöðu til alvarlegra árása á tungumálið þegar óskað er eftir þinni aðstoð. Þú hefur hér úr mörgu að moða. Mikilvægust er væntanlega reglan – sem flokkast undir skráðar og óskráðar efnisreglur stjórnsýsluréttarins, en þær eru almennari og hafa víðtækara gildissvið en sjálf stjórnsýslulögin – um „réttmætar væntingar“. Réttmætar væntingar eru væntingar sem hlotið hafa tryggan sess fyrir tilverknað stjórnvalda og snúast um það sem almenningur má vænta. Í mínu tilviki og í tilviki kæru minnar kýst þú að líta svo á að það sé utan við valdssvið þitt að benda starfsfólki RÚV á að virða lög um lýtalausa íslensku. Mig langar þó að nefna það í þessu opna bréfi til þín, Lilja Dögg, að þótt ráðuneytisfólkið telji sér málið óviðkomandi, þá hefur ráðherra „almennar eftirlitsheimildir“, sem fjallað er um í 1. og 2. mgr. 13. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 og í 1. mgr. 12. gr. sömu laga segir að „ráðherra [fari með] yfirstjórn stjórnvalda er undir hann heyra“ og geti „gefið stjórnvaldi almenn og sérstök fyrirmæli um starfrækslu á verkefnum þess.“ (2. mgr. 12. gr.). Þú, sem ráðherra, getur aðstoðað mig ef vilji er til staðar. Nú langar mig að fá svör við tveimur spurningum. Sú fyrri er þessi: Hvernig er eftirliti ráðherra og ráðuneytis háttað þegar kemur að málfari hjá stofnun eins og Ríkisútvarpinu? Kannski þykir yfirvaldi eðlilegt að mér komi ekkert við hvernig slíku eftirliti sé fundinn farvegur. En í ljósi þess að ég tel Ríkisútvarpið ekki fara að þeim skyldum sem á stofnunina hafa verið lagðar, þ.e. fari ekki eftir eigin reglum né almennum reglum sem um málið fjalla – óska ég eftir því að ráðherra, með eftirlitsheimildum sínum og stjórnunarheimildum, hlutist til um að málfarsframkvæmd Ríkisútvarpsins sé löguð. Seinni spurning mín til ráðherra er þessi: Þykir þér, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, í lagi að starfsfólk Ríkisútvarpsins reyni að breyta tungumálinu með því að innleiða það sem kallast kynhlutlaus íslenska? Hvorugkynssýki Samkvæmt lögum hefur Ríkisútvarpið m.a. þær skyldur að efla íslenska tungu. Þeirri skyldu verður ekki framfylgt með fölskum loforðum í gegnum tungutak. Ég er í deilu minni fyrst og fremst að tala um fyrirbæri sem ég hef kosið að kalla hvorugkynssýki. Það er íslensk tunga sem ég er að verja. Hér vil ég taka það fram að ég skil þá viðleitni sem að baki býr þegar fólk vill auka notkun hvorugkyns í tungumálinu. Væntingarnar ganga bara ekki upp, vegna þess að um vanhugsað og kjánalegt ferli er að ræða. Allir sem eitthvert vit hafa sjá að í mörgum tilvikum gengur ekki upp að setja hvorugkyns fornafn í stað fornafns í karlkyni – án yfirvegunar, réttrar eftirfylgni og tiltekinna varnagla. Skýringin er sú að frumlag setningar hefur innbyggða tilvísun og sú vísun þarf að vera skýr. Ekki er nóg að segja: „Þau sem hafa gert hitt eða þetta.“ Tilvísunin verður að skila niðurstöðu. Við þurfum að fá að vita hver þessi „þau“ eru. Hvað býr að baki frumlaginu? Hver eru þessi þau? Hér er illa grunduð hugsun á ferð. Forsendurnar eru rangar. Þrennt er einkum nefnt sem hvati að kynbreytingu tungumálsins, þrjár vanhugsaðar forsendur: Breyttar áherslur sem snúa að kynvitund, kynhlutföll tungumálsins og eitthvað sem kallast eðlileg þróun. Ætlun fólks er að draga siðvit að rótum tungumálsins með það að markmiði að bæta hegðun einstaklinga gagnvart öðrum einstaklingum. Hugmyndin er fögur en í frumskógi tungumálsins gengur þetta ekki upp. Meiningin er góð en framkvæmdin er andvana fædd fásinna. Þetta er ekki þróun, heldur von um einhvers konar mennskt kraftaverk í vöggu tungumáls. Það er ekki hægt í gegnum farveg tungutaks að klæða kyn í málfræði og kyn í líffræði í sama búning, ekki er heldur hægt að fegra siðvit í gegnum kynhlutföll í tungumáli og ekki er hægt að tala um eðlilega þróun, þar eð um hreinan tilbúning er að ræða. Eins og lýðum er ljóst hefur ráðherra þegar farið á fund Ríkisútvarpsins og beint tilmælum um úrbætur til stofnunarinnar. Um þetta má lesa í fjölmiðlum. Ekki verður séð að Ríkisútvarpið hafi farið að tilmælum ráðherra, heldur hunsað þau með öllu. Ríkisútvarpið hefur þó þær skyldur að „leggja rækt við íslenska tungu“ (1. tl. 3. mgr. 3. gr. laga um ríkisútvarpið nr. 23/2013). Þá hefur það eins og áður segir samkvæmt fjölmiðlalögum „skyldur til að efla íslenska tungu“ og „skal í því skyni marka sér málstefnu“ (1. mgr. 29. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011). Þá hefur Ríkisútvarpið einnig skuldbundið sig til að „leggja rækt við íslenska tungu“ samkvæmt 1. mgr. 9. kafla Þjónustusamnings við menningar- og viðskiptaráðherra (bls. 6), sem gerður var á grundvelli 4. mgr. 2. gr. áðurnefndra laga um ríkisútvarpið. Samningurinn var undirritaður 21. desember 2023. Í sömu málsgrein sama kafla – sem fjallar um málstefnu og áherslu á aðgengilegt fræðsluefni um íslenska tungu – skuldbindur Ríkisútvarpið sig til að „[leggja áherslu] á vandað mál í öllum miðlum, ásamt því að upplýsa og fræða landsmenn um mál og málnotkun.“ Þá skal Ríkisútvarpið „[setja] sér málstefnu“ og eru ákvæði um endurskoðun hennar á samningstímanum (1. mgr. 9. kafla, bls. 6.). Hnykkt er á þessu með skyldum til að gera „málfarsráðgjöf og fræðsluefni um íslenska tungu aðgengilegt á vef [þess].“ (3. mgr. 9. kafla). Hér er allt til alls, samt er einhver kergja komin á kreik. Kergjan sú arna er reist á hégilju valfrelsis sem segir okkur að í þessu máli sé það svo að sitt sýnist hverjum. Til er skýr málstefna Kæra Lilja Dögg, ég leita til þín þar eð ég þykist eiga þig sem bandamann. Ég vil því nefna það við þig að einkar aðgengileg eru fyrirmæli sérfræðinga um íslenskt mál og fyrirmæli um það hvað vera skuli í málstefnu. Þar eru skýrar og greinilegar myndir settar fram. Til dæmis segir Ari Páll Kristinsson í stuttri og ódagsettri heimildarritgerð á vef Árnastofnunar, í kafla 3.1 sem fjallar um Meginþætti íslenskrar málstefnu (slóð: https://ait.arnastofnun.is/grein.php?id=704#. Sótt 10. júlí 2024): „Íslensk málstefna byggist á tveimur höfuðþáttum, varðveislu tungunnar og eflingu hennar. Með varðveislu íslenskunnar er átt við alla viðleitni í þá átt að sporna við veigamiklum breytingum á málkerfinu og orðaforða málsins … Megintilgangur varðveislunnar er að viðhalda tengslum við ritað mál fyrri alda á Íslandi svo að Íslendingar geti haldið áfram að lesa það sem skrifað hefur verið á íslensku allt frá því á 12. öld sér til fróðleiks og skemmtunar. Þessi þáttur málstefnunnar er stundum kenndur við málvernd og málhreinsun. Hið sögulega samhengi í rituðum texta stafar einkum af því að orðaforði, beygingar og setningagerð hefur breyst tiltölulega lítið frá fornu máli.“ Þá liggur fyrir málstefna Stjórnarráðs Íslands þar sem segir í 1. mgr. kafla 3.1 að „Mál það sem notað er í Stjórnarráði Íslands eða á vegum þess skal vera vandað, einfalt og skýrt“ (slóð: https://www.stjornarradid.is/gogn/stefnur-og-aaetlanir/stefnur-raduneytanna/malstefna-stjornarrads-islands/. Sótt: 21. júlí 2024). Þá er hnykkt á þessum orðum í 1. mgr. kafla 3.2 þar sem segir: „Vandað mál er markvisst og í samræmi við málvenju, í réttu málsniði, vandlega frágengið og ritað í samræmi við gildandi reglur um réttritun.“ Þarna segir: að tungumálið þurfi að vera „markvisst og í samræmi við málvenju, í réttu málsniði, vandlega frágengið og ritað í samræmi við gildandi reglur um réttritun.“ Þetta er ekki það sem Ríkisútvarpið stundar. Engu að síður er það stofnun sem skal lúta stjórnvaldi ráðuneytisins. Geðþóttaákvarðanir og duttlungar einstaklinga mega ekki stýra því hvernig opinberu mati á lýtalausri íslensku er háttað. Það má ekki vera þannig að sitt sýnist hverjum í þessu máli. Vegna þess að um leið og í málið er kafað af vandvirkni þá kemur í ljós að hvorugkynssýkin á aldrei eftir að hafa góð áhrif – hvorki á tungu né þjóð. Í sýkinni er ekki heil brú, hún er reist á þvermóðsku og getur ekki staðist neinar þær væntingar sem til hennar eru gerðar. Þú sem núverandi ráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur á ýmsum vettvangi barist fyrir rétti tungumálsins og styrktri stöðu íslenskunnar, því vekur það furðu mína að þú skulir draga lappirnar þegar ég bið þig um aðstoð í baráttu minni gegn útbreiðslu hvorugkynssýki hjá Ríkisútvarpi allra landsmanna. Kær kveðja, Kristján Hreinsson Höfundur er skáld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Virðulegi ráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Mig langar með þessu opna bréfi að vekja þig til umhugsunar um íslenska tungu og bága stöðu hennar. (Jafnvel þótt starfsfólk ráðuneytisins telji eðlilegt að þéra mig, þá vil ég tala við þig í bréfi þessu á persónulegum nótum og án þéringa). Eins og þér er væntanlega ljóst nú þegar, þá hef ég sent þér kæru þar sem ég krefst þess að þú beitir þér fyrir því að Ríkisútvarpið sinni þeirri skyldu sinni að flytja okkur lýtalausa íslensku. Ekki á ég í erjum við þig, heldur er kæra mín ósk um aðstoð. Þú, sem ráðherra, segir í svarbréfi til mín að þú getir ekki tekið efnislega afstöðu til kæru minnar. Bréfið er undirritað fyrir þína hönd og þar segir: „Vísað er til kæru yðar sem barst menningar- og viðskiptaráðuneytinu 26. júní sl. og varðaði málfar og málstefnu Ríkisútvarpsins og ætluð brot Ríkisútvarpsins á ákvæðum laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013 (hér eftir lög um Ríkisútvarpið). Það er mat ráðuneytisins að framangreind kæra falli utan valdheimilda ráðuneytisins, þar sem að lögum er hvorki fyrir hendi kæruheimild né úrskurðarskylda ráðuneytisins í málum sem varða ætluð brot á lögum um Ríkisútvarpið. Þá felur mótun málstefnu ekki í sér stjórnvaldsákvörðun, þ.e. ákvörðun um rétt eða skyldu manna, Í skilningi 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Af því leiðir að málið er ekki tækt til úrskurðar hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Með vísan til framangreinds er málinu vísað frá.” Bréfið frá ráðuneytinu sýnir að í tungumáli okkar mega menn bæta sig. Í þessu stutta bréfi eru nokkrar villur, auk þess er að finna þar órökstutt mat á lögum og hreinar rangfærslur. Á einum stað vantar forsetningu. Þarna er einnig komma á undan hástaf. Þá er t.d. úr lausu lofti gripið að halda því fram að „mótun málstefnu [feli] ekki í sér stjórnvaldsákvörðun, þ.e. ákvörðun um rétt eða skyldu manna“. Kæra mín er byggð á því að menn eru ekki að sinna skyldum sínum gagnvart tungumálinu. Stjórnvald ákveður að gera ekkert þegar starfsmenn stofnunar brjóta lög. Stjórnvald sem sinnir framkvæmdum er einkar vel til þess fallið að vernda rétt einstaklinga. Það er réttur minn sem einstaklings og neytanda að krefjast þess að starfsmenn Ríkisútvarpsins fari að lögum um íslenska tungu. Ef okkur þykir rétt að ráðuneytið standi vörð um íslenskuna, þá á það að vera krafa ráðherra að farið að lögum sem fjalla um tungumálið og snerta starfsemi hjá stofnun sem ráðherra veitir bókstaflega forstöðu. Tvær spurningar Ég skil ekki hvernig það getur farið saman að segjast vilja vernda íslenska tungu í orði en vilja svo ekki taka afstöðu á borði. Hér tala ég um að þú ættir að taka beina afstöðu til alvarlegra árása á tungumálið þegar óskað er eftir þinni aðstoð. Þú hefur hér úr mörgu að moða. Mikilvægust er væntanlega reglan – sem flokkast undir skráðar og óskráðar efnisreglur stjórnsýsluréttarins, en þær eru almennari og hafa víðtækara gildissvið en sjálf stjórnsýslulögin – um „réttmætar væntingar“. Réttmætar væntingar eru væntingar sem hlotið hafa tryggan sess fyrir tilverknað stjórnvalda og snúast um það sem almenningur má vænta. Í mínu tilviki og í tilviki kæru minnar kýst þú að líta svo á að það sé utan við valdssvið þitt að benda starfsfólki RÚV á að virða lög um lýtalausa íslensku. Mig langar þó að nefna það í þessu opna bréfi til þín, Lilja Dögg, að þótt ráðuneytisfólkið telji sér málið óviðkomandi, þá hefur ráðherra „almennar eftirlitsheimildir“, sem fjallað er um í 1. og 2. mgr. 13. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 og í 1. mgr. 12. gr. sömu laga segir að „ráðherra [fari með] yfirstjórn stjórnvalda er undir hann heyra“ og geti „gefið stjórnvaldi almenn og sérstök fyrirmæli um starfrækslu á verkefnum þess.“ (2. mgr. 12. gr.). Þú, sem ráðherra, getur aðstoðað mig ef vilji er til staðar. Nú langar mig að fá svör við tveimur spurningum. Sú fyrri er þessi: Hvernig er eftirliti ráðherra og ráðuneytis háttað þegar kemur að málfari hjá stofnun eins og Ríkisútvarpinu? Kannski þykir yfirvaldi eðlilegt að mér komi ekkert við hvernig slíku eftirliti sé fundinn farvegur. En í ljósi þess að ég tel Ríkisútvarpið ekki fara að þeim skyldum sem á stofnunina hafa verið lagðar, þ.e. fari ekki eftir eigin reglum né almennum reglum sem um málið fjalla – óska ég eftir því að ráðherra, með eftirlitsheimildum sínum og stjórnunarheimildum, hlutist til um að málfarsframkvæmd Ríkisútvarpsins sé löguð. Seinni spurning mín til ráðherra er þessi: Þykir þér, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, í lagi að starfsfólk Ríkisútvarpsins reyni að breyta tungumálinu með því að innleiða það sem kallast kynhlutlaus íslenska? Hvorugkynssýki Samkvæmt lögum hefur Ríkisútvarpið m.a. þær skyldur að efla íslenska tungu. Þeirri skyldu verður ekki framfylgt með fölskum loforðum í gegnum tungutak. Ég er í deilu minni fyrst og fremst að tala um fyrirbæri sem ég hef kosið að kalla hvorugkynssýki. Það er íslensk tunga sem ég er að verja. Hér vil ég taka það fram að ég skil þá viðleitni sem að baki býr þegar fólk vill auka notkun hvorugkyns í tungumálinu. Væntingarnar ganga bara ekki upp, vegna þess að um vanhugsað og kjánalegt ferli er að ræða. Allir sem eitthvert vit hafa sjá að í mörgum tilvikum gengur ekki upp að setja hvorugkyns fornafn í stað fornafns í karlkyni – án yfirvegunar, réttrar eftirfylgni og tiltekinna varnagla. Skýringin er sú að frumlag setningar hefur innbyggða tilvísun og sú vísun þarf að vera skýr. Ekki er nóg að segja: „Þau sem hafa gert hitt eða þetta.“ Tilvísunin verður að skila niðurstöðu. Við þurfum að fá að vita hver þessi „þau“ eru. Hvað býr að baki frumlaginu? Hver eru þessi þau? Hér er illa grunduð hugsun á ferð. Forsendurnar eru rangar. Þrennt er einkum nefnt sem hvati að kynbreytingu tungumálsins, þrjár vanhugsaðar forsendur: Breyttar áherslur sem snúa að kynvitund, kynhlutföll tungumálsins og eitthvað sem kallast eðlileg þróun. Ætlun fólks er að draga siðvit að rótum tungumálsins með það að markmiði að bæta hegðun einstaklinga gagnvart öðrum einstaklingum. Hugmyndin er fögur en í frumskógi tungumálsins gengur þetta ekki upp. Meiningin er góð en framkvæmdin er andvana fædd fásinna. Þetta er ekki þróun, heldur von um einhvers konar mennskt kraftaverk í vöggu tungumáls. Það er ekki hægt í gegnum farveg tungutaks að klæða kyn í málfræði og kyn í líffræði í sama búning, ekki er heldur hægt að fegra siðvit í gegnum kynhlutföll í tungumáli og ekki er hægt að tala um eðlilega þróun, þar eð um hreinan tilbúning er að ræða. Eins og lýðum er ljóst hefur ráðherra þegar farið á fund Ríkisútvarpsins og beint tilmælum um úrbætur til stofnunarinnar. Um þetta má lesa í fjölmiðlum. Ekki verður séð að Ríkisútvarpið hafi farið að tilmælum ráðherra, heldur hunsað þau með öllu. Ríkisútvarpið hefur þó þær skyldur að „leggja rækt við íslenska tungu“ (1. tl. 3. mgr. 3. gr. laga um ríkisútvarpið nr. 23/2013). Þá hefur það eins og áður segir samkvæmt fjölmiðlalögum „skyldur til að efla íslenska tungu“ og „skal í því skyni marka sér málstefnu“ (1. mgr. 29. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011). Þá hefur Ríkisútvarpið einnig skuldbundið sig til að „leggja rækt við íslenska tungu“ samkvæmt 1. mgr. 9. kafla Þjónustusamnings við menningar- og viðskiptaráðherra (bls. 6), sem gerður var á grundvelli 4. mgr. 2. gr. áðurnefndra laga um ríkisútvarpið. Samningurinn var undirritaður 21. desember 2023. Í sömu málsgrein sama kafla – sem fjallar um málstefnu og áherslu á aðgengilegt fræðsluefni um íslenska tungu – skuldbindur Ríkisútvarpið sig til að „[leggja áherslu] á vandað mál í öllum miðlum, ásamt því að upplýsa og fræða landsmenn um mál og málnotkun.“ Þá skal Ríkisútvarpið „[setja] sér málstefnu“ og eru ákvæði um endurskoðun hennar á samningstímanum (1. mgr. 9. kafla, bls. 6.). Hnykkt er á þessu með skyldum til að gera „málfarsráðgjöf og fræðsluefni um íslenska tungu aðgengilegt á vef [þess].“ (3. mgr. 9. kafla). Hér er allt til alls, samt er einhver kergja komin á kreik. Kergjan sú arna er reist á hégilju valfrelsis sem segir okkur að í þessu máli sé það svo að sitt sýnist hverjum. Til er skýr málstefna Kæra Lilja Dögg, ég leita til þín þar eð ég þykist eiga þig sem bandamann. Ég vil því nefna það við þig að einkar aðgengileg eru fyrirmæli sérfræðinga um íslenskt mál og fyrirmæli um það hvað vera skuli í málstefnu. Þar eru skýrar og greinilegar myndir settar fram. Til dæmis segir Ari Páll Kristinsson í stuttri og ódagsettri heimildarritgerð á vef Árnastofnunar, í kafla 3.1 sem fjallar um Meginþætti íslenskrar málstefnu (slóð: https://ait.arnastofnun.is/grein.php?id=704#. Sótt 10. júlí 2024): „Íslensk málstefna byggist á tveimur höfuðþáttum, varðveislu tungunnar og eflingu hennar. Með varðveislu íslenskunnar er átt við alla viðleitni í þá átt að sporna við veigamiklum breytingum á málkerfinu og orðaforða málsins … Megintilgangur varðveislunnar er að viðhalda tengslum við ritað mál fyrri alda á Íslandi svo að Íslendingar geti haldið áfram að lesa það sem skrifað hefur verið á íslensku allt frá því á 12. öld sér til fróðleiks og skemmtunar. Þessi þáttur málstefnunnar er stundum kenndur við málvernd og málhreinsun. Hið sögulega samhengi í rituðum texta stafar einkum af því að orðaforði, beygingar og setningagerð hefur breyst tiltölulega lítið frá fornu máli.“ Þá liggur fyrir málstefna Stjórnarráðs Íslands þar sem segir í 1. mgr. kafla 3.1 að „Mál það sem notað er í Stjórnarráði Íslands eða á vegum þess skal vera vandað, einfalt og skýrt“ (slóð: https://www.stjornarradid.is/gogn/stefnur-og-aaetlanir/stefnur-raduneytanna/malstefna-stjornarrads-islands/. Sótt: 21. júlí 2024). Þá er hnykkt á þessum orðum í 1. mgr. kafla 3.2 þar sem segir: „Vandað mál er markvisst og í samræmi við málvenju, í réttu málsniði, vandlega frágengið og ritað í samræmi við gildandi reglur um réttritun.“ Þarna segir: að tungumálið þurfi að vera „markvisst og í samræmi við málvenju, í réttu málsniði, vandlega frágengið og ritað í samræmi við gildandi reglur um réttritun.“ Þetta er ekki það sem Ríkisútvarpið stundar. Engu að síður er það stofnun sem skal lúta stjórnvaldi ráðuneytisins. Geðþóttaákvarðanir og duttlungar einstaklinga mega ekki stýra því hvernig opinberu mati á lýtalausri íslensku er háttað. Það má ekki vera þannig að sitt sýnist hverjum í þessu máli. Vegna þess að um leið og í málið er kafað af vandvirkni þá kemur í ljós að hvorugkynssýkin á aldrei eftir að hafa góð áhrif – hvorki á tungu né þjóð. Í sýkinni er ekki heil brú, hún er reist á þvermóðsku og getur ekki staðist neinar þær væntingar sem til hennar eru gerðar. Þú sem núverandi ráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur á ýmsum vettvangi barist fyrir rétti tungumálsins og styrktri stöðu íslenskunnar, því vekur það furðu mína að þú skulir draga lappirnar þegar ég bið þig um aðstoð í baráttu minni gegn útbreiðslu hvorugkynssýki hjá Ríkisútvarpi allra landsmanna. Kær kveðja, Kristján Hreinsson Höfundur er skáld.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun