Missir af Ólympíuleikunum vegna veikinda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 16:03 Jannik Sinner er efsti maður heimslistans í tennis en hann verður ekki með á Ólympíuleikunum í París. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Ítalska tennisstjarnan Jannik Sinner hefur ákveðið að keppa ekki á Ólympíuleikunum í París en leikarnir verða settir á föstudaginn. Það er því ljóst að efsti maður heimslistans vinnur ekki gullið í ár. Hinn 22 ára gamli Sinner greinir frá ákvörðun sinni á samfélagsmiðlum. „Eftir góða æfingaviku þá fór mér að líða illa. Ég reyndi samt að æfa í nokkra daga en eftir heimsókn til læknis þá komst ég að því að ég væri með hálskirtlabólgu. Læknirinn ráðlagði mér að keppa ekki,“ skrifaði Sinner. Hann segir að það séu mikil vonbrigði að missa af Ólympíuleikunum sem voru eitt af aðalmarkmiðum hans á árinu. Hann óskaði kollegum sínum góðs gengis og endaði á því að skrifa „Forza Italia“ eða „Áfram Ítalía“. Sinner þótti líklegur til afreka á Ólympíuleikunum ásamt mönnum eins og þeim Carlos Alcaraz, Novak Djokovic og Casper Ruud. Í byrjun ársins 2023 þá sat Sinner í fimmtánda sæti heimslistans en hann endaði árið í fjórða sæti. Eftir Roland-Garros mótið í júní þá komst Sinner síðan upp í efsta sæti heimslistans og getur því með réttu kallað sig besta tennismann heims um þessar mundir. Sinner vann Medvedev í úrslitaleiknum á Opna ástralska risamótinu í janúar og hefur síðan unnið mót í Rotterdam (ATP 500), Miami (Masters) og Halle (ATP 500). Það eru bara Alcaraz (tvisvar), Stefanos Tsitsipas og Daniil Medvedev sem hafa náð að vinna Ítalann á árinu 2024. Sono amareggiato di informarvi che purtroppo non potrò partecipare ai Giochi Olimpici di Parigi.Dopo una buona settimana di allenamento sulla terra ho cominciato a non sentirmi bene. Ho trascorso un paio di giorni a riposo ed in visita il medico ha riscontrato una tonsillite e… pic.twitter.com/Qrx8TJLoMA— Jannik Sinner (@janniksin) July 24, 2024 Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Sinner greinir frá ákvörðun sinni á samfélagsmiðlum. „Eftir góða æfingaviku þá fór mér að líða illa. Ég reyndi samt að æfa í nokkra daga en eftir heimsókn til læknis þá komst ég að því að ég væri með hálskirtlabólgu. Læknirinn ráðlagði mér að keppa ekki,“ skrifaði Sinner. Hann segir að það séu mikil vonbrigði að missa af Ólympíuleikunum sem voru eitt af aðalmarkmiðum hans á árinu. Hann óskaði kollegum sínum góðs gengis og endaði á því að skrifa „Forza Italia“ eða „Áfram Ítalía“. Sinner þótti líklegur til afreka á Ólympíuleikunum ásamt mönnum eins og þeim Carlos Alcaraz, Novak Djokovic og Casper Ruud. Í byrjun ársins 2023 þá sat Sinner í fimmtánda sæti heimslistans en hann endaði árið í fjórða sæti. Eftir Roland-Garros mótið í júní þá komst Sinner síðan upp í efsta sæti heimslistans og getur því með réttu kallað sig besta tennismann heims um þessar mundir. Sinner vann Medvedev í úrslitaleiknum á Opna ástralska risamótinu í janúar og hefur síðan unnið mót í Rotterdam (ATP 500), Miami (Masters) og Halle (ATP 500). Það eru bara Alcaraz (tvisvar), Stefanos Tsitsipas og Daniil Medvedev sem hafa náð að vinna Ítalann á árinu 2024. Sono amareggiato di informarvi che purtroppo non potrò partecipare ai Giochi Olimpici di Parigi.Dopo una buona settimana di allenamento sulla terra ho cominciato a non sentirmi bene. Ho trascorso un paio di giorni a riposo ed in visita il medico ha riscontrato una tonsillite e… pic.twitter.com/Qrx8TJLoMA— Jannik Sinner (@janniksin) July 24, 2024
Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Sjá meira