Stýrivextir verða að lækka Fjóla Einarsdóttir skrifar 26. júlí 2024 07:00 Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að styðja við smáframleiðendur og versla við litlu staðina sem leggja allt sitt í að framleiða vöru eða þjónusta þig í sinni heimabyggð. Þið sjáið fréttir vikulega um litla staði sem fara í gjaldþrot. Ástæðan er svo einföld. Seðlabanki Íslands. Stýrivextir í hæstu hæðum. Það eru ekki bara smáframleiðendur og lítil fyrirtæki sem eru að bugast. Allir þeir sem hafa litla innkomu þola ekki að húsnæðislánin hafi hækkað svona mikið seinustu mánuði og ár. Já seinustu ár! Þetta tímabil stýrivaxta í hæstu hæðum hefur verið of langt. Við erum að tala um að lítil fyrirtæki sem hafa jafnvel verið starfandi í yfir 30 ár eru að bugast. Þetta er einfaldlega ekki hægt. Þeir sem minnst mega sín geta ekki meir. Álagið er of mikið. Næsta ákvörðun Seðlabanka Íslands er áætluð í lok ágúst. Verður sú ákvörðun hengingaról litlu fyrirtækjanna og þeirra einstaklinga sem minnst hafa á milli handanna eða fáum við veglega lækkun eftir að hafa tekið duglega þátt í að ná verðbólgunni niður seinustu mánuði. Ásgeir og þið hin sem hafið lífæð okkar í ykkar höndum? Hvað ætlið þið að gera? Við hin. Hvað er hægt að gera? Hvað getum við gert kæru Íslendingar á meðan ástandið er svona? Við getum verslað í heimabyggð. Við getum verslað íslenskt. Á ferð um landið skulum við stoppa á litlu stöðunum. Snæða á Skúrnum í Stykkishólmi, stoppa við á Völlum í Svarfaðardal, Litlu kaffistofunni, steinasafni Petru og kaffi Sunnó á Stöðvarfirði, Valkyrjunni i Reykjavík, Nándinni í Hafnarfirði, Ölverki, Rósarkaffi, Skyrgerðinni, Matkránni og Hoflandi í Hveragerði, Halldórskaffi í Vík, GK bakarí, Made in Iceland og Kaffi krús á Selfossi. Ég gæti talið upp svo mikið af litlum fallegum stöðum um land allt þar sem hugsað er vel um alla sem þangað koma. Allt lagt undir. Eigendur sjálfir standa vaktina. Við Íslendingar þurfum að standa saman með smáframleiðendum og litlu fyrirtækjunum þegar Seðlabanki Íslands er atvinnulífið á Íslandi að drepa með stýrivöxtum. Við þurfum að standa saman og versla á litlu mörkuðunum á bæjarhátíðunum í sumar um allt land. Við þurfum að styðja við smáframleiðendur. Já og á meðan staðan er svona á íslenskum fjármálamarkaði þá þurfum við að vera duglega að setja inn í frískápana í hverju samfélagi, þau sem minnst hafa á milli handanna eiga engan aur seinustu daga hver einustu mánaðarmót og það á enginn að fara að sofa svangur í ríku landi eins og Íslandi. Það er þó staðreynd í okkar fallega landi. Skömm að því. Að lokum langar mig til að segja að þegar ég bjó í Dakar, Senegal vestur Afríku, fékk ég að gjöf 100 lítra af vatni frá vinum mínum sem bjuggu í öðru hverfi eftir átta daga vatnsleysi hjá okkur fjölskyldunni. Ég hef aldrei á ævinni verið eins glöð eins og þann dag sem ég fékk þessa vatnsgjöf. Við hér á Íslandi erum rík þjóð. Við höfum aldrei þurft að upplifa skort af vatni. Ég er þakklát fyrir að hafa upplifað vatn sem gjöf. Vandi okkar hér á Íslandi er sjálfskapaður og hann er hægt að leysa. Vilji stjórnvalda og Seðlabanka Íslands til þess að leysa vandann er það eina sem vantar upp á. Við vitum að stéttarfélögin eru svo sannarlega búin að gera sitt. Ásgeir og þið hin sem hafið allt um málið að segja. Við erum að gera okkar besta. Nú er þitt og ykkar að leysa vandann með einu pennastriki. Einu pennastriki! Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að styðja við smáframleiðendur og versla við litlu staðina sem leggja allt sitt í að framleiða vöru eða þjónusta þig í sinni heimabyggð. Þið sjáið fréttir vikulega um litla staði sem fara í gjaldþrot. Ástæðan er svo einföld. Seðlabanki Íslands. Stýrivextir í hæstu hæðum. Það eru ekki bara smáframleiðendur og lítil fyrirtæki sem eru að bugast. Allir þeir sem hafa litla innkomu þola ekki að húsnæðislánin hafi hækkað svona mikið seinustu mánuði og ár. Já seinustu ár! Þetta tímabil stýrivaxta í hæstu hæðum hefur verið of langt. Við erum að tala um að lítil fyrirtæki sem hafa jafnvel verið starfandi í yfir 30 ár eru að bugast. Þetta er einfaldlega ekki hægt. Þeir sem minnst mega sín geta ekki meir. Álagið er of mikið. Næsta ákvörðun Seðlabanka Íslands er áætluð í lok ágúst. Verður sú ákvörðun hengingaról litlu fyrirtækjanna og þeirra einstaklinga sem minnst hafa á milli handanna eða fáum við veglega lækkun eftir að hafa tekið duglega þátt í að ná verðbólgunni niður seinustu mánuði. Ásgeir og þið hin sem hafið lífæð okkar í ykkar höndum? Hvað ætlið þið að gera? Við hin. Hvað er hægt að gera? Hvað getum við gert kæru Íslendingar á meðan ástandið er svona? Við getum verslað í heimabyggð. Við getum verslað íslenskt. Á ferð um landið skulum við stoppa á litlu stöðunum. Snæða á Skúrnum í Stykkishólmi, stoppa við á Völlum í Svarfaðardal, Litlu kaffistofunni, steinasafni Petru og kaffi Sunnó á Stöðvarfirði, Valkyrjunni i Reykjavík, Nándinni í Hafnarfirði, Ölverki, Rósarkaffi, Skyrgerðinni, Matkránni og Hoflandi í Hveragerði, Halldórskaffi í Vík, GK bakarí, Made in Iceland og Kaffi krús á Selfossi. Ég gæti talið upp svo mikið af litlum fallegum stöðum um land allt þar sem hugsað er vel um alla sem þangað koma. Allt lagt undir. Eigendur sjálfir standa vaktina. Við Íslendingar þurfum að standa saman með smáframleiðendum og litlu fyrirtækjunum þegar Seðlabanki Íslands er atvinnulífið á Íslandi að drepa með stýrivöxtum. Við þurfum að standa saman og versla á litlu mörkuðunum á bæjarhátíðunum í sumar um allt land. Við þurfum að styðja við smáframleiðendur. Já og á meðan staðan er svona á íslenskum fjármálamarkaði þá þurfum við að vera duglega að setja inn í frískápana í hverju samfélagi, þau sem minnst hafa á milli handanna eiga engan aur seinustu daga hver einustu mánaðarmót og það á enginn að fara að sofa svangur í ríku landi eins og Íslandi. Það er þó staðreynd í okkar fallega landi. Skömm að því. Að lokum langar mig til að segja að þegar ég bjó í Dakar, Senegal vestur Afríku, fékk ég að gjöf 100 lítra af vatni frá vinum mínum sem bjuggu í öðru hverfi eftir átta daga vatnsleysi hjá okkur fjölskyldunni. Ég hef aldrei á ævinni verið eins glöð eins og þann dag sem ég fékk þessa vatnsgjöf. Við hér á Íslandi erum rík þjóð. Við höfum aldrei þurft að upplifa skort af vatni. Ég er þakklát fyrir að hafa upplifað vatn sem gjöf. Vandi okkar hér á Íslandi er sjálfskapaður og hann er hægt að leysa. Vilji stjórnvalda og Seðlabanka Íslands til þess að leysa vandann er það eina sem vantar upp á. Við vitum að stéttarfélögin eru svo sannarlega búin að gera sitt. Ásgeir og þið hin sem hafið allt um málið að segja. Við erum að gera okkar besta. Nú er þitt og ykkar að leysa vandann með einu pennastriki. Einu pennastriki! Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun