Halla Tómasdóttir orðin sjöundi forseti lýðveldisins Kjartan Kjartansson, Kolbeinn Tumi Daðason og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 1. ágúst 2024 14:16 Halla og eiginmaður hennar Björn Skúlason á svölum Alþingis eftir að hún tók formlega við embætti forseta Íslands. Vísir/RAX Halla Tómasdóttir tók við embætti forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Dagskráin hófst með helgistund í Dómkirkjunni klukkan 15:30 en embættistakan var í beinu streymi á Vísi frá klukkan 15:00. Að helgistundinni lokinni var gengið yfir í þinghúsið. Þar lýsti formaður landskjörstjórnar kjöri forseta og nýkjörinn forseti undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni. Halla er sjöundi forseti lýðveldisins. Upptöku frá athöfninni má sjá hér að neðan: Almenningi var boðið að fylgjast með embættistökunni og fagna nýjum forseta á Austurvelli. Þar vorusettir upp skjáir svo fólk gæti fylgst með athöfninni. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli og fagnaði nýjum forseta. Að loknu drengskaparheiti sínu að stjórnarskránni minntist nýr forseti fósturjarðarinnar af svölum þingshússins. Fylgst var með því sem fram fór í vaktinni á Vísi hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.
Að helgistundinni lokinni var gengið yfir í þinghúsið. Þar lýsti formaður landskjörstjórnar kjöri forseta og nýkjörinn forseti undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni. Halla er sjöundi forseti lýðveldisins. Upptöku frá athöfninni má sjá hér að neðan: Almenningi var boðið að fylgjast með embættistökunni og fagna nýjum forseta á Austurvelli. Þar vorusettir upp skjáir svo fólk gæti fylgst með athöfninni. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli og fagnaði nýjum forseta. Að loknu drengskaparheiti sínu að stjórnarskránni minntist nýr forseti fósturjarðarinnar af svölum þingshússins. Fylgst var með því sem fram fór í vaktinni á Vísi hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.
Forseti Íslands Alþingi Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir „Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. 4. júní 2024 10:46 Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira
„Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. 4. júní 2024 10:46
Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19