Allir ættu að komast leiðar sinnar þrátt fyrir viðvörun Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. ágúst 2024 12:03 Dagskráin er sú veglegasta í tilefni stórafmælisins. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Herjólfs segir mikinn vind og töluverða ölduhæð á morgun ekki hafa áhrif á ferðir Herjólfs fyrir Þjóðhátíð. Gripið hefur verið til sérstakra ráðstafanna á hátíðinni til að bregðast við veðurspánni en formaður Þjóðhátíðarnefndar segir Íslendinga sem betur fer vera öllu vanir. Búið er að gefa út gula veðurviðvörun fyrir morgundaginn á Suðurlandi sem gildir frá klukkan þrjú um nótt til klukkan tvö um miðjan dag. Veðurstofa Íslands varar við auknum líkum á skriðuföllum á Suðurlandi og Ströndum yfir helgina vegna mikillar úrkomu sem fylgir lægð sem leggst yfir sunnanvert landið. Reiknað er með að vindhraði muni ná um 20 metrum á sekúndu víða á Suðurlandi og samkvæmt ölduspá verður ölduhæð frá Landeyjarhöfn til Vestmannaeyja allt að þrír metrar. Telur að sjóveiki muni ekki gera vart við sig Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir veðrið ekki hafa áhrif á ferðir til Vestmannaeyjar. „Miðað við þær spár sem við erum að skoða og ölduspár sem kannski skipta mestu máli fyrir siglingar Herjólfs þá munum við bara halda okkar áætlun miðað við þetta og sigla þær ferðir. Sigla bara okkar siglingaráætlun.“ Hörður segir að ölduhæðin þurfi að vera töluvert hærri svo að Herjólfur sigli frá Þorlákshöfn eða ferðum verði aflýst. Verður þetta erfið ferð fyrir sjóveika? „Nei ég hef ekki trú á því. Nýi Herjólfur er mjög gott sjóskip og þetta er stutt ferð. Ég held að það verði ekki sjóveiki.“ Festa tjöldin sérstaklega vel Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að gripið hafi verið til sérstakra ráðstafanna vegna veðurspárnar og að mikill hugur sé í Eyjamönnum og gestum fyrir 150. Þjóðhátíðina. „Já bara svona festa niður tjöldin okkar þannig það fari ekki allt á fleygi ferð en eins og ég segi þá er þetta bara spá og þetta getur alveg farið fram hjá. Þetta verður bara létt, þetta verður bara ljúft. Við höfum séð það miklu verra. Það verður bara skemmtilegt í Herjólfsdal um helgina. Allir skemmta sér bara fallega.“ Fólk megi vera viðbúið öllu Hann hvetur fólk til að vera viðbúið öllu um helgina og taka með sér hlý og góð föt. Hann segir hátíðina vera þá veglegustu í tilefni stórafmælisins. „Við erum með mjög veglega dagskrá og erum búin að lengja dagskránna aðeins og svo erum við að rifja upp gamlar hefðir. Við erum með einn bekkjabíl sem var alltaf í gamla daga.“ Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Veður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Búið er að gefa út gula veðurviðvörun fyrir morgundaginn á Suðurlandi sem gildir frá klukkan þrjú um nótt til klukkan tvö um miðjan dag. Veðurstofa Íslands varar við auknum líkum á skriðuföllum á Suðurlandi og Ströndum yfir helgina vegna mikillar úrkomu sem fylgir lægð sem leggst yfir sunnanvert landið. Reiknað er með að vindhraði muni ná um 20 metrum á sekúndu víða á Suðurlandi og samkvæmt ölduspá verður ölduhæð frá Landeyjarhöfn til Vestmannaeyja allt að þrír metrar. Telur að sjóveiki muni ekki gera vart við sig Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir veðrið ekki hafa áhrif á ferðir til Vestmannaeyjar. „Miðað við þær spár sem við erum að skoða og ölduspár sem kannski skipta mestu máli fyrir siglingar Herjólfs þá munum við bara halda okkar áætlun miðað við þetta og sigla þær ferðir. Sigla bara okkar siglingaráætlun.“ Hörður segir að ölduhæðin þurfi að vera töluvert hærri svo að Herjólfur sigli frá Þorlákshöfn eða ferðum verði aflýst. Verður þetta erfið ferð fyrir sjóveika? „Nei ég hef ekki trú á því. Nýi Herjólfur er mjög gott sjóskip og þetta er stutt ferð. Ég held að það verði ekki sjóveiki.“ Festa tjöldin sérstaklega vel Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að gripið hafi verið til sérstakra ráðstafanna vegna veðurspárnar og að mikill hugur sé í Eyjamönnum og gestum fyrir 150. Þjóðhátíðina. „Já bara svona festa niður tjöldin okkar þannig það fari ekki allt á fleygi ferð en eins og ég segi þá er þetta bara spá og þetta getur alveg farið fram hjá. Þetta verður bara létt, þetta verður bara ljúft. Við höfum séð það miklu verra. Það verður bara skemmtilegt í Herjólfsdal um helgina. Allir skemmta sér bara fallega.“ Fólk megi vera viðbúið öllu Hann hvetur fólk til að vera viðbúið öllu um helgina og taka með sér hlý og góð föt. Hann segir hátíðina vera þá veglegustu í tilefni stórafmælisins. „Við erum með mjög veglega dagskrá og erum búin að lengja dagskránna aðeins og svo erum við að rifja upp gamlar hefðir. Við erum með einn bekkjabíl sem var alltaf í gamla daga.“
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Veður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira