Gangast loksins við leyniþjónustufólki eftir fangaskiptin Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2024 15:04 Pútín forseti fagnar Vadím Krasikov, launmorðingja leyniþjónustunnar, þegar fangarnir lentu í Moskvu í gærkvöldi. AP/Mikhail Voskresensky/Sputnik Stjórnvöld í Kreml staðfestu í fyrsta skipti í dag að sumir þeirra fanga sem fengu að snúa til Rússlands í sögulegum fangaskiptum í gær hafi verið útsendarar leyniþjónustunnar. Þeirra á meðal er morðingi sem Rússar sóru af sér eftir morð í Berlín árið 2019. Átta Rússum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópulöndum í skiptum fyrir sextán vestræna fanga í rússneskum fangelsum í gær. Á meðal þeirra sem voru látnir lausir í Rússlandi voru blaðamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum. Sá sem stjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta lagði áherslu á að fá til baka umfram aðra var Vladím Krasikov sem afplánaði lífstíðardóm fyrir morð á téténskum fyrrverandi uppreisnarmanni í almenningsgarði í þýsku höfuðborginni árið 2019. Þýskur dómstóll taldi sannað að Krasikov, sem skaut fórnarlamb sitt til bana með skammbyssu með hljóðdeyfi um hábjartan dag og lagði svo á flótta, hefði starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna og morðið hefði verið að skipan hennar. Rússnesk stjórnvöld sóru af sér hvers kyns aðild að morðinu. Í nýlegu viðtali gaf Pútín í skyn að það hefði ekki verið sannleikanum samkvæmt. Þá viðurkenndi hann að viðræður væru í gangi um að fá „föðurlandsvin“ lausan sem hefði útrýmt „óþokka í evrópskri höfuðborg“. Nú eftir skiptin gangast rússnesk stjórnvöld loksins við því fullum fetum að Krasikov hafi verið leyniþjónustumaður. Hann hafi starfað fyrir sérsveit leyniþjónustunnar FSB, svonefnda Alfadeild. Krasikov kom fyrstur út úr flugvélinni og í faðm Pútín þegar flugvél með fangana lenti í Moskvu í gærkvöldi. Pútín hét þeim öllum heiðursorðum. Dultsov-hjónin héldu því leyndu fyrir börnum sínum tveimur að þau væru rússnesk á meðan þau unnu á laun fyrir rússnesku leyniþjónustuna í Slóveníu.AP/Krill Zykov/Spútnik Börnin vissu ekki að þau væru rússnesk Aðrir fangar voru einnig útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, þar á meðal hjónin Artem Dultsov og Anna Dultsova sem störfuðu sem ólöglegir njósnarar í Slóveníu. Svo miki leynd ríkti yfir störfum þeirra að Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir að börn þeirra tvö hafi ekki komist að því að foreldrar þeirra væru Rússar fyrr en í flugvélinni á leiðinni heim. Hjónin höfðu látist vera Argentínumenn og komið skilaboðum til annarra leynilegra útsendara í Ljúbljana þar til þau voru handtekin og ákærð fyrir njósnir árið 2022. Pútín er sagður hafa heilsað börnunum á spænsku þegar hann tók á móti þeim en þau hafi ekki vitað hver hann var. „Það er þannig sem ólöglegir [njósnarar] virka og það eru fórnirnar sem þeir færa fyrir að helga sig starfi sínu,“ sagði Peskov. Reuters-fréttastofan segir að fangaskiptunum hafi verið vel tekið í Rússlandi jafnvel þó að Rússar hafi fengið helmingi færri fanga en vestræn ríki. Andrei Luguvoi, fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er eftirlýstur í Bretlandi fyrir morðið á Alexander Litvinenko, fagnaði því að fangarnir væru komnir heim til fjölskyldna sinna. „Fyrir hvern þeirra er engin eftirsjá að afhenda hóp erlendra útsendaraúrþvætta,“ skrifaði Luguvoi, sem nú er leiðtogi þjóðernisöfgaflokks á rússneska þinginu, á samfélagsmiðlinum Telegram. Rússland Bandaríkin Slóvenía Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Átta Rússum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópulöndum í skiptum fyrir sextán vestræna fanga í rússneskum fangelsum í gær. Á meðal þeirra sem voru látnir lausir í Rússlandi voru blaðamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum. Sá sem stjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta lagði áherslu á að fá til baka umfram aðra var Vladím Krasikov sem afplánaði lífstíðardóm fyrir morð á téténskum fyrrverandi uppreisnarmanni í almenningsgarði í þýsku höfuðborginni árið 2019. Þýskur dómstóll taldi sannað að Krasikov, sem skaut fórnarlamb sitt til bana með skammbyssu með hljóðdeyfi um hábjartan dag og lagði svo á flótta, hefði starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna og morðið hefði verið að skipan hennar. Rússnesk stjórnvöld sóru af sér hvers kyns aðild að morðinu. Í nýlegu viðtali gaf Pútín í skyn að það hefði ekki verið sannleikanum samkvæmt. Þá viðurkenndi hann að viðræður væru í gangi um að fá „föðurlandsvin“ lausan sem hefði útrýmt „óþokka í evrópskri höfuðborg“. Nú eftir skiptin gangast rússnesk stjórnvöld loksins við því fullum fetum að Krasikov hafi verið leyniþjónustumaður. Hann hafi starfað fyrir sérsveit leyniþjónustunnar FSB, svonefnda Alfadeild. Krasikov kom fyrstur út úr flugvélinni og í faðm Pútín þegar flugvél með fangana lenti í Moskvu í gærkvöldi. Pútín hét þeim öllum heiðursorðum. Dultsov-hjónin héldu því leyndu fyrir börnum sínum tveimur að þau væru rússnesk á meðan þau unnu á laun fyrir rússnesku leyniþjónustuna í Slóveníu.AP/Krill Zykov/Spútnik Börnin vissu ekki að þau væru rússnesk Aðrir fangar voru einnig útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, þar á meðal hjónin Artem Dultsov og Anna Dultsova sem störfuðu sem ólöglegir njósnarar í Slóveníu. Svo miki leynd ríkti yfir störfum þeirra að Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir að börn þeirra tvö hafi ekki komist að því að foreldrar þeirra væru Rússar fyrr en í flugvélinni á leiðinni heim. Hjónin höfðu látist vera Argentínumenn og komið skilaboðum til annarra leynilegra útsendara í Ljúbljana þar til þau voru handtekin og ákærð fyrir njósnir árið 2022. Pútín er sagður hafa heilsað börnunum á spænsku þegar hann tók á móti þeim en þau hafi ekki vitað hver hann var. „Það er þannig sem ólöglegir [njósnarar] virka og það eru fórnirnar sem þeir færa fyrir að helga sig starfi sínu,“ sagði Peskov. Reuters-fréttastofan segir að fangaskiptunum hafi verið vel tekið í Rússlandi jafnvel þó að Rússar hafi fengið helmingi færri fanga en vestræn ríki. Andrei Luguvoi, fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er eftirlýstur í Bretlandi fyrir morðið á Alexander Litvinenko, fagnaði því að fangarnir væru komnir heim til fjölskyldna sinna. „Fyrir hvern þeirra er engin eftirsjá að afhenda hóp erlendra útsendaraúrþvætta,“ skrifaði Luguvoi, sem nú er leiðtogi þjóðernisöfgaflokks á rússneska þinginu, á samfélagsmiðlinum Telegram.
Rússland Bandaríkin Slóvenía Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira