Sex sérsveitarmenn í Eyjum og lagt hald á tvo hnífa Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. ágúst 2024 16:43 Sex sérsveitarmenn eru í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina og munu aðstoða lögregluna. Vísir/Vilhelm Húkkaraballið fór fram í gærkvöldi í Vestmannaeyjum og gekk kvöldið prýðilega vel fyrir utan minniháttar slagsmál og óspektir að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns í Vestmannaeyjum. Lagt var hald á tvo hnífa í nótt en Stefán segir að mennirnir sem áttu hnífanna höfðu ekki gert sig líklega til að beita þeim heldur fundust þeir við hefðbundna leit vegna gruns um vopnaburð. Hann segir að hnífarnir hafi ekki verið stórir en að mennirnir eigi yfir höfði sér sektir vegna brota gegn vopnalögum. „Þetta fór bara vel fram. Það voru tveir sem gistu fangageymslu í nótt. Þeir eru lausir núna, þetta voru bara óspektir og slagsmál. Tvö minniháttar fíkniefnamál,“ sagði Stefán í samtali við Vísi. Hann segir að einn hnífur hafi fundist við líkamsleit og annar í bifreið. „Þetta finnst við skoðun og þetta eru bara hnífar sem eiga ekki að vera í umferð.“ Sérsveitin aðstoðar um helgina Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Vísi í júlí að metfjöldi sérsveitarmanna myndu vera lögreglunni til halds og traust yfir verslunarmannahelgina. Stefán staðfestir að sérsveitin sé komin til Eyja og að þeir muni aðstoða lögregluna í kvöld við löggæslu. „Jú það er mjög vel mannað í kvöld. Þeir eru að verða sex sérsveitarmenn hérna samtals. Þeir eru að aðstoða okkur.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Lagt var hald á tvo hnífa í nótt en Stefán segir að mennirnir sem áttu hnífanna höfðu ekki gert sig líklega til að beita þeim heldur fundust þeir við hefðbundna leit vegna gruns um vopnaburð. Hann segir að hnífarnir hafi ekki verið stórir en að mennirnir eigi yfir höfði sér sektir vegna brota gegn vopnalögum. „Þetta fór bara vel fram. Það voru tveir sem gistu fangageymslu í nótt. Þeir eru lausir núna, þetta voru bara óspektir og slagsmál. Tvö minniháttar fíkniefnamál,“ sagði Stefán í samtali við Vísi. Hann segir að einn hnífur hafi fundist við líkamsleit og annar í bifreið. „Þetta finnst við skoðun og þetta eru bara hnífar sem eiga ekki að vera í umferð.“ Sérsveitin aðstoðar um helgina Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Vísi í júlí að metfjöldi sérsveitarmanna myndu vera lögreglunni til halds og traust yfir verslunarmannahelgina. Stefán staðfestir að sérsveitin sé komin til Eyja og að þeir muni aðstoða lögregluna í kvöld við löggæslu. „Jú það er mjög vel mannað í kvöld. Þeir eru að verða sex sérsveitarmenn hérna samtals. Þeir eru að aðstoða okkur.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira