Hvetja vestræna borgara til að koma sér frá Líbanon Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2024 07:45 Árásir Ísraela á Gasa héldu áfram í nótt. Fjórir féllu þegar Ísraelar vörpuðu sprengjum á tjaldbúðir í Deir al Balah. Þá stakk Palestínumaður tvo eldri borgara til bana í árás í Tel Aviv. AP/Abdel Kareem Hana Bandarísk og fleiri vestræn stjórnvöld hafa gefið út viðvaranir til ríkisborgara sinna um að koma sér hið snarasta frá Líbanon af ótta við að stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs dreifist út. Spenna á milli Ísraels annars vegar og Íran og Líbanon hins vegar stigmagnast. Stjórnvöld í Teheran hafa hótað grimmilegum hefndum eftir að Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, var felldur þar á miðvikudag. Ísraelar hafa ekki gengist við drápinu en Íranir kenna þeim um það. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrr felldu Ísraelar Fuad Shukr, einn leiðtoga líbönsku Hezbollah-sveitanna í Beirút. Breska ríkisútvarpið BBC segir að líklegt sé talið að Hezbollah, sem er stutt af Írönum, gæti leikið lykilhlutverk í hefndaraðgerðunum sem aftur gæti kallað á harkaleg viðbrögð Ísraela. Vígamenn Hezbollah skutu eldflaugum á bæ í norðanverðu Ísrael í nótt en svo virðist sem að loftvarnarkerfi Ísraela hafi stöðvað þær. Senda liðsauka til svæðisins Nú vilja ýmis vestræn ríki að borgarar þeirra hafi sig á brott frá Líbanon áður en allt fer í bál og brand. Auk Bandaríkjastjórnar hafa stjórnvöld í Svíþjóð, Frakklandi, Kanada og Jórdaníu hvatt borgarar sína til að yfirgefa landið. Í viðvörun Bandaríkjastjórnar segir að þeir sem fari ekki frá Líbanon ættu að gera ráðstafanir til þess að halda kyrru fyrir um hríð. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að ástandið á svæðinu gæti versnað hratt. Bretar ætla að senda liðsaauka til þess að hjálpa til við brottflutning fólks frá Líbanon en stjórnvöld hvetja borgara sína til þess að koma sér burt á meðan áætlunarflugferðir eru enn í boði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að það ætlaði að senda fleiri herskip og orrustuþotur til þess að hjálpa til við að verja Ísrael fyrir árásum Írana og bandamanna þeirra. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Sjá meira
Stjórnvöld í Teheran hafa hótað grimmilegum hefndum eftir að Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, var felldur þar á miðvikudag. Ísraelar hafa ekki gengist við drápinu en Íranir kenna þeim um það. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrr felldu Ísraelar Fuad Shukr, einn leiðtoga líbönsku Hezbollah-sveitanna í Beirút. Breska ríkisútvarpið BBC segir að líklegt sé talið að Hezbollah, sem er stutt af Írönum, gæti leikið lykilhlutverk í hefndaraðgerðunum sem aftur gæti kallað á harkaleg viðbrögð Ísraela. Vígamenn Hezbollah skutu eldflaugum á bæ í norðanverðu Ísrael í nótt en svo virðist sem að loftvarnarkerfi Ísraela hafi stöðvað þær. Senda liðsauka til svæðisins Nú vilja ýmis vestræn ríki að borgarar þeirra hafi sig á brott frá Líbanon áður en allt fer í bál og brand. Auk Bandaríkjastjórnar hafa stjórnvöld í Svíþjóð, Frakklandi, Kanada og Jórdaníu hvatt borgarar sína til að yfirgefa landið. Í viðvörun Bandaríkjastjórnar segir að þeir sem fari ekki frá Líbanon ættu að gera ráðstafanir til þess að halda kyrru fyrir um hríð. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að ástandið á svæðinu gæti versnað hratt. Bretar ætla að senda liðsaauka til þess að hjálpa til við brottflutning fólks frá Líbanon en stjórnvöld hvetja borgara sína til þess að koma sér burt á meðan áætlunarflugferðir eru enn í boði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að það ætlaði að senda fleiri herskip og orrustuþotur til þess að hjálpa til við að verja Ísrael fyrir árásum Írana og bandamanna þeirra.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Sjá meira
Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59