Skemmtistaðurinn 22 opnaður á nýjan leik Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2024 10:41 Rekstrarstjórinn Magnea Fredriksen og skemmtanastýran Margrét Erla Maack. 22 Reykjavík Eftir átján ára hlé hefur skemmtistaðurinn 22 verið opnaður á nýjan leik á horni Laugavegs og Klapparstígs. Staðurinn verður samrekinn Kiki queer club, sem er á efri hæð hússins. Margrét Erla skemmtanastjóri segir hinseginsamfélagið hafa vantað rólegan bar, til viðbótar við dansklúbbinn Kiki. Frá þessu er greint á Facebook-síðu 22 Reykjavík. Laugavegur 22, timburhúsið á horni Laugavegs og Klapparstígs, var reist árið 1905 og hefur hýst fjöldann allan af veitingahúsum og skemmtistöðum í gegnum tíðina. Nú hefur einn langlífasti staðurinn á horninu, hinsegin skemmtistaðurinn Kiki queer club stækkað við sig og tekið yfir neðri hæð hússins. Neðri hæðin verður rekinn undir merkjum 22, en 22 var einn langlífasti skemmtistaður í Reykjavík frá stofnun 1988 til ársins 2006. „Ýmsar breytingar á rekstaraðilum hafa einkennt rýmið í heild, en nú hefur einn langlífasti staðurinn á þessu horni, hinn margrómaði skemmtistaður KIKI Queer Club stækkað við sig, og tekið yfir neðri hæð hússins undir nýjum merkjum 22,“ segir í tilkynningu þeirra. Skemmtistaðurinn Kiki hefur verið starfræktur í húsnæðinu frá árinu 2014, og skipar mikilvægan sess í skemmtanalífi Reykjavíkurborgar og samfélagi hinsegin fólks. Húsnæðið á sér langa sögu af því að vera samkomustaður hinsegin fólks, en gamli 22 var einnig vinsæll skemmtistaður hinseginsamfélagsins. „En saga hinsegin fólks í húsinu á sér enn lengri formála og tengist hornið hinsegin samfélaginu sterkum böndum,“ segir í tilkynningunni. Á efri hæðinni verður Kiki og neðri verður 22, en staðirnir verða samreknir „í traustum höndum rekstrarstjórans Magneu Fredriksen og skemmtanastýrunnar Margrétar Erlu Maack.“ Hinsegindagar eru formlega settir í dag. Vantaði rólegri skemmtistað fyrir hinseginsamfélagið Margrét Erla Maack segir að hugmyndin að þessu hafi kviknað þegar nýtt teymi tók við rekstri Kiki, fyrir um mánuði síðan. Hún segir að þeim hafi þá fundist vanta rólegri stað fyrir hinseginfólk, þar sem hægt væri að setjast niður í drykk í rólegheitum. „Stundum langar mig bara að fara á bar á trúnó, ekki endilega fara á ber að ofan djammið. Það er það sem hefur vantað,“ segir Margrét. Reykjavík Hinsegin Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Frá þessu er greint á Facebook-síðu 22 Reykjavík. Laugavegur 22, timburhúsið á horni Laugavegs og Klapparstígs, var reist árið 1905 og hefur hýst fjöldann allan af veitingahúsum og skemmtistöðum í gegnum tíðina. Nú hefur einn langlífasti staðurinn á horninu, hinsegin skemmtistaðurinn Kiki queer club stækkað við sig og tekið yfir neðri hæð hússins. Neðri hæðin verður rekinn undir merkjum 22, en 22 var einn langlífasti skemmtistaður í Reykjavík frá stofnun 1988 til ársins 2006. „Ýmsar breytingar á rekstaraðilum hafa einkennt rýmið í heild, en nú hefur einn langlífasti staðurinn á þessu horni, hinn margrómaði skemmtistaður KIKI Queer Club stækkað við sig, og tekið yfir neðri hæð hússins undir nýjum merkjum 22,“ segir í tilkynningu þeirra. Skemmtistaðurinn Kiki hefur verið starfræktur í húsnæðinu frá árinu 2014, og skipar mikilvægan sess í skemmtanalífi Reykjavíkurborgar og samfélagi hinsegin fólks. Húsnæðið á sér langa sögu af því að vera samkomustaður hinsegin fólks, en gamli 22 var einnig vinsæll skemmtistaður hinseginsamfélagsins. „En saga hinsegin fólks í húsinu á sér enn lengri formála og tengist hornið hinsegin samfélaginu sterkum böndum,“ segir í tilkynningunni. Á efri hæðinni verður Kiki og neðri verður 22, en staðirnir verða samreknir „í traustum höndum rekstrarstjórans Magneu Fredriksen og skemmtanastýrunnar Margrétar Erlu Maack.“ Hinsegindagar eru formlega settir í dag. Vantaði rólegri skemmtistað fyrir hinseginsamfélagið Margrét Erla Maack segir að hugmyndin að þessu hafi kviknað þegar nýtt teymi tók við rekstri Kiki, fyrir um mánuði síðan. Hún segir að þeim hafi þá fundist vanta rólegri stað fyrir hinseginfólk, þar sem hægt væri að setjast niður í drykk í rólegheitum. „Stundum langar mig bara að fara á bar á trúnó, ekki endilega fara á ber að ofan djammið. Það er það sem hefur vantað,“ segir Margrét.
Reykjavík Hinsegin Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira