Skemmtistaðurinn 22 opnaður á nýjan leik Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2024 10:41 Rekstrarstjórinn Magnea Fredriksen og skemmtanastýran Margrét Erla Maack. 22 Reykjavík Eftir átján ára hlé hefur skemmtistaðurinn 22 verið opnaður á nýjan leik á horni Laugavegs og Klapparstígs. Staðurinn verður samrekinn Kiki queer club, sem er á efri hæð hússins. Margrét Erla skemmtanastjóri segir hinseginsamfélagið hafa vantað rólegan bar, til viðbótar við dansklúbbinn Kiki. Frá þessu er greint á Facebook-síðu 22 Reykjavík. Laugavegur 22, timburhúsið á horni Laugavegs og Klapparstígs, var reist árið 1905 og hefur hýst fjöldann allan af veitingahúsum og skemmtistöðum í gegnum tíðina. Nú hefur einn langlífasti staðurinn á horninu, hinsegin skemmtistaðurinn Kiki queer club stækkað við sig og tekið yfir neðri hæð hússins. Neðri hæðin verður rekinn undir merkjum 22, en 22 var einn langlífasti skemmtistaður í Reykjavík frá stofnun 1988 til ársins 2006. „Ýmsar breytingar á rekstaraðilum hafa einkennt rýmið í heild, en nú hefur einn langlífasti staðurinn á þessu horni, hinn margrómaði skemmtistaður KIKI Queer Club stækkað við sig, og tekið yfir neðri hæð hússins undir nýjum merkjum 22,“ segir í tilkynningu þeirra. Skemmtistaðurinn Kiki hefur verið starfræktur í húsnæðinu frá árinu 2014, og skipar mikilvægan sess í skemmtanalífi Reykjavíkurborgar og samfélagi hinsegin fólks. Húsnæðið á sér langa sögu af því að vera samkomustaður hinsegin fólks, en gamli 22 var einnig vinsæll skemmtistaður hinseginsamfélagsins. „En saga hinsegin fólks í húsinu á sér enn lengri formála og tengist hornið hinsegin samfélaginu sterkum böndum,“ segir í tilkynningunni. Á efri hæðinni verður Kiki og neðri verður 22, en staðirnir verða samreknir „í traustum höndum rekstrarstjórans Magneu Fredriksen og skemmtanastýrunnar Margrétar Erlu Maack.“ Hinsegindagar eru formlega settir í dag. Vantaði rólegri skemmtistað fyrir hinseginsamfélagið Margrét Erla Maack segir að hugmyndin að þessu hafi kviknað þegar nýtt teymi tók við rekstri Kiki, fyrir um mánuði síðan. Hún segir að þeim hafi þá fundist vanta rólegri stað fyrir hinseginfólk, þar sem hægt væri að setjast niður í drykk í rólegheitum. „Stundum langar mig bara að fara á bar á trúnó, ekki endilega fara á ber að ofan djammið. Það er það sem hefur vantað,“ segir Margrét. Reykjavík Hinsegin Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Frá þessu er greint á Facebook-síðu 22 Reykjavík. Laugavegur 22, timburhúsið á horni Laugavegs og Klapparstígs, var reist árið 1905 og hefur hýst fjöldann allan af veitingahúsum og skemmtistöðum í gegnum tíðina. Nú hefur einn langlífasti staðurinn á horninu, hinsegin skemmtistaðurinn Kiki queer club stækkað við sig og tekið yfir neðri hæð hússins. Neðri hæðin verður rekinn undir merkjum 22, en 22 var einn langlífasti skemmtistaður í Reykjavík frá stofnun 1988 til ársins 2006. „Ýmsar breytingar á rekstaraðilum hafa einkennt rýmið í heild, en nú hefur einn langlífasti staðurinn á þessu horni, hinn margrómaði skemmtistaður KIKI Queer Club stækkað við sig, og tekið yfir neðri hæð hússins undir nýjum merkjum 22,“ segir í tilkynningu þeirra. Skemmtistaðurinn Kiki hefur verið starfræktur í húsnæðinu frá árinu 2014, og skipar mikilvægan sess í skemmtanalífi Reykjavíkurborgar og samfélagi hinsegin fólks. Húsnæðið á sér langa sögu af því að vera samkomustaður hinsegin fólks, en gamli 22 var einnig vinsæll skemmtistaður hinseginsamfélagsins. „En saga hinsegin fólks í húsinu á sér enn lengri formála og tengist hornið hinsegin samfélaginu sterkum böndum,“ segir í tilkynningunni. Á efri hæðinni verður Kiki og neðri verður 22, en staðirnir verða samreknir „í traustum höndum rekstrarstjórans Magneu Fredriksen og skemmtanastýrunnar Margrétar Erlu Maack.“ Hinsegindagar eru formlega settir í dag. Vantaði rólegri skemmtistað fyrir hinseginsamfélagið Margrét Erla Maack segir að hugmyndin að þessu hafi kviknað þegar nýtt teymi tók við rekstri Kiki, fyrir um mánuði síðan. Hún segir að þeim hafi þá fundist vanta rólegri stað fyrir hinseginfólk, þar sem hægt væri að setjast niður í drykk í rólegheitum. „Stundum langar mig bara að fara á bar á trúnó, ekki endilega fara á ber að ofan djammið. Það er það sem hefur vantað,“ segir Margrét.
Reykjavík Hinsegin Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira