Nýtt neyslurými opnar í Borgartúni: Skoða að bjóða gestum upp á vímuefni til skaðaminnkunar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. ágúst 2024 15:06 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Ívar Rauði kross Íslands opnaði í dag nýtt neyslurými í Borgartúni undir nafninu Ylja. Notendur vímuefna geta leitað þangað og sprautað sig eða reykt vímuefni undir eftirliti og aðstoð heilbrigðisstarfsfólks. Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstjóri skaðaminnkunar hjá Landspítalanum segir verkefnið vera löngu tímabært en fyrra neyslurými Rauða krossins undir sama nafni var lokað um vorið á síðasta ári. „Þetta er heilmikil framför sem hópur fólks hefur barist fyrir í mörg ár og það er mjög stór dagur að þetta sé loksins að verða að veruleika. Þetta verður opið virka daga frá tíu til sextán og til fjórtán á föstudögum. Síðan er rýminu skipt upp þannig að það er annars vegar rými þar sem er hægt að nota í æð öðru megin og hins vegar reykja hinu megin.“ Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, og Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða Krossins.Vísir/Ívar Vonandi komið til að vera Jafnframt er sérstakt heilbrigðisrými innan gámaeininganna þar sem verður starfrækt lágþröskulda móttaka og skimað eftir smitsjúkdómum og brugðist við sárum og sýkingum. Núverandi samningur um starfsemina gildir í eitt ár en vonast er til þess að sá samningur verði framlengdur. „Ég held að þetta sé komið til að vera án nokkurs vafa. Hvort það verði í þessu formi eða þróist eitthvað, það verðum við svolítið að sjá og fer kannski svolítið eftir þörfinni,“ segir Kristín. Skoða að bjóða upp á efni í neyslurýmum Heilbrigðisráðherra bindir vonir við það að nýja úrræðið komi til með að auka öryggi og heilsu fólks sem glímir við fíknisjúkdóm. Það muni minnka álag á Landspítalanum en fjöldi fólks leitar þangað vegna smita, sýkinga eða of stórs skammts. „Þetta eru merk tímamót raunverulega. Hér er verið að opna fyrsta staðbundna neyslurýmið í skaðaminnkandi hugmyndafræði. Á undan vorum við með tilraunaverkefni, Yljubíllinn sem fór á nokkra staði og tók á móti fólki. Það gerði það að verkum að staðfesta nauðsyn þessa.“ Kemur til greina að fara enn lengra í skaðaminnkun og jafnvel bjóða gestum upp á efni í svona neyslurými? „Já nú er það til skoðunar í skaðaminnkunarhópnum, stefnu sem við munum birta og formgera núna í lok þessarar mánaðar eða í næsta mánuði og það er til skoðunar einmitt þetta skref í framhaldinu. Þá í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og ég er ekki í vafa um það að við þurfum að taka slík skref.“ Fíkn Reykjavík Félagasamtök Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstjóri skaðaminnkunar hjá Landspítalanum segir verkefnið vera löngu tímabært en fyrra neyslurými Rauða krossins undir sama nafni var lokað um vorið á síðasta ári. „Þetta er heilmikil framför sem hópur fólks hefur barist fyrir í mörg ár og það er mjög stór dagur að þetta sé loksins að verða að veruleika. Þetta verður opið virka daga frá tíu til sextán og til fjórtán á föstudögum. Síðan er rýminu skipt upp þannig að það er annars vegar rými þar sem er hægt að nota í æð öðru megin og hins vegar reykja hinu megin.“ Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, og Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða Krossins.Vísir/Ívar Vonandi komið til að vera Jafnframt er sérstakt heilbrigðisrými innan gámaeininganna þar sem verður starfrækt lágþröskulda móttaka og skimað eftir smitsjúkdómum og brugðist við sárum og sýkingum. Núverandi samningur um starfsemina gildir í eitt ár en vonast er til þess að sá samningur verði framlengdur. „Ég held að þetta sé komið til að vera án nokkurs vafa. Hvort það verði í þessu formi eða þróist eitthvað, það verðum við svolítið að sjá og fer kannski svolítið eftir þörfinni,“ segir Kristín. Skoða að bjóða upp á efni í neyslurýmum Heilbrigðisráðherra bindir vonir við það að nýja úrræðið komi til með að auka öryggi og heilsu fólks sem glímir við fíknisjúkdóm. Það muni minnka álag á Landspítalanum en fjöldi fólks leitar þangað vegna smita, sýkinga eða of stórs skammts. „Þetta eru merk tímamót raunverulega. Hér er verið að opna fyrsta staðbundna neyslurýmið í skaðaminnkandi hugmyndafræði. Á undan vorum við með tilraunaverkefni, Yljubíllinn sem fór á nokkra staði og tók á móti fólki. Það gerði það að verkum að staðfesta nauðsyn þessa.“ Kemur til greina að fara enn lengra í skaðaminnkun og jafnvel bjóða gestum upp á efni í svona neyslurými? „Já nú er það til skoðunar í skaðaminnkunarhópnum, stefnu sem við munum birta og formgera núna í lok þessarar mánaðar eða í næsta mánuði og það er til skoðunar einmitt þetta skref í framhaldinu. Þá í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og ég er ekki í vafa um það að við þurfum að taka slík skref.“
Fíkn Reykjavík Félagasamtök Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira