Hringrás innveggja Perla Dís Kristinsdóttir, Elín Þórólfsdóttir, Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir og Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifa 9. ágúst 2024 06:01 Á Íslandi hefur mikill fjöldi byggingarframkvæmda í för með sér samsvarandi áskoranir í úrgangsmyndun, kolefnisspori og umhverfisáhrifum. Í dag er talsverður fjöldi bygginga rifinn og við það myndast mikið magn úrgangsbyggingarefna, auk þess sem stórir úrgangsstraumar í íslensku samfélagi eru ekki í virkri hringrás í dag. Hringrásarhagkerfi er hagkerfi sem býður upp á sjálfbæra nálgun með því að lágmarka sóun og endurnýta auðlindir. Í stað hefðbundins línulegrar framleiðslu leggur hringrásarhagkerfið áherslu á að lágmarka auðlindanotkun með því að endurnota, endurnýta, endurvinna og lengja líftíma vöru, efna og auðlinda. Þetta dregur ekki aðeins úr sóun heldur opnar einnig ný tækifæri, sem stuðla að aukinni skilvirkni, verðmæta- og nýsköpun. Í dag eru mörg spennandi verkefni í gangi til þess að koma fleiri efnum á Íslandi í virka hringrás. Mynd 1. Endurunnið gler og glerform. Eitt þessara verkefna er Hringrásarveggur sem fékk styrk úr Hringrásarsjóði Umhverfis-, orku- og loftslags ráðuneytisins sumarið 2022. Að verkefninu stóðu EFLA verkfræðistofa, Basalt arkitektar og Jáverk verktakar. Markmið verkefnisins var að hanna léttan innvegg úr úrgangsefnum. Innvegg sem stæðist allar tæknilegar kröfur sem gerðar eru til innveggja á Íslandi án þess að vera of dýr og flókinn í uppsetningu, og að möguleiki væri á fjöldaframleiðslu. Einnig var lögð sérstök áhersla á að veggurinn væri hannaður þannig að hægt væri að taka hann niður og breyta um staðsetningu á honum án þess að byggingarefnin myndu verða fyrir skemmdum. Hringrásarveggurinn er því hannaður sem sveigjanleg lausn og byggingarefnið sem er notað er á að geta nýst áfram og haldist í hringrásinni. Góð innivist er nauðsynleg og því var einnig markmið við hönnun veggjarins að forðast efni sem gætu innihaldið myglugró eða önnur skaðleg efni. Algeng dæmi um innveggi á Íslandi í dag eru gifsveggir á stál- eða timburgrind, hlaðnir veggir úr vikur- eða léttsteypu og timburveggir úr CLT eða timburgrind. Oft er erfitt að endurvinna slíka veggi, en gifs er erfitt að endurnota og endurvinna, og enginn farvegur fyrir það til í dag á Íslandi. Hlaðnir veggir eru múraðir og ekki auðveldir að endurnota, endurvinnsla er takmörkuð en þó möguleg. Timburveggi er hægt að endurnota en oft eru lím og önnur efni notuð í samsetningu veggjanna sem takmarka beina endurnotkun, endurvinnsla er möguleg. Úrgangastraumar á Íslandi voru kortlagðir meðal annars í gegnum samtöl við fyrirtæki með framleiðsluferli hér á landi og fyrirtæki sem meðhöndla úrgang. Í verkefninu voru forhannaðir þrír innveggir, einn úr úrgangspappaplötum, einn úr úrgangsgleri og einn úr úrgangssteypu. Það var Anders Vange, hjá Reykjavík Glass sem var samstarfsaðili verkefnisins við hönnun glerveggs, en Reykjavík Glass er í dag að endurvinna gler úr drykkjarumbúðum á ýmsa vegu. Sighvatur Lárusson hjá Circula var samstarfsaðili við hönnun pappaveggsins og Steypustöðin og Georosion, varðandi steypuvegginn. Niðurstöður verkefnisins eru núna aðgengilegar í tveimur skýrslum sem má finna hér, á heimasíðu Hringvangs. Hringvangur er vettvangur stofnaður sem hluti af Nordic Networks for Circular Construction (NNCC) verkefninu, sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ásamt Grænni byggð hafa umsjón með á Íslandi. Skýringarmynd varðandi framleiðsluferli fyrir endurnýtta steypukubba. Það er gríðarlega mikilvægt að henda ekki verðmætum efnum, heldur finna skynsamlega og góða farvegi fyrir alla efnisstrauma. Niðurstöður verkefnisins voru mjög áhugaverðar og lofandi fyrir næstu skref í markvissari framleiðslu og nýtingu á nýjum sveigjanlegum byggingareiningum úr úrgangs hráefni. Með slíkri nýtingu má draga verulega úr umhverfisáhrifum frá framleiðslu byggingarefna. Endurunnið gler og glerbræðslu má sjá á mynd 1 og á mynd 2 er skýringarmynd varðandi framleiðsluferli fyrir endurnýtta steypukubba. Perla Dís Kristinsdóttir, arkitekt Elín Þórólfsdóttir, arkitekt og umhverfis- og auðlindafræðingur Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir, arkitekt og umhverfissiðfræðingur Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Byggingariðnaður Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur mikill fjöldi byggingarframkvæmda í för með sér samsvarandi áskoranir í úrgangsmyndun, kolefnisspori og umhverfisáhrifum. Í dag er talsverður fjöldi bygginga rifinn og við það myndast mikið magn úrgangsbyggingarefna, auk þess sem stórir úrgangsstraumar í íslensku samfélagi eru ekki í virkri hringrás í dag. Hringrásarhagkerfi er hagkerfi sem býður upp á sjálfbæra nálgun með því að lágmarka sóun og endurnýta auðlindir. Í stað hefðbundins línulegrar framleiðslu leggur hringrásarhagkerfið áherslu á að lágmarka auðlindanotkun með því að endurnota, endurnýta, endurvinna og lengja líftíma vöru, efna og auðlinda. Þetta dregur ekki aðeins úr sóun heldur opnar einnig ný tækifæri, sem stuðla að aukinni skilvirkni, verðmæta- og nýsköpun. Í dag eru mörg spennandi verkefni í gangi til þess að koma fleiri efnum á Íslandi í virka hringrás. Mynd 1. Endurunnið gler og glerform. Eitt þessara verkefna er Hringrásarveggur sem fékk styrk úr Hringrásarsjóði Umhverfis-, orku- og loftslags ráðuneytisins sumarið 2022. Að verkefninu stóðu EFLA verkfræðistofa, Basalt arkitektar og Jáverk verktakar. Markmið verkefnisins var að hanna léttan innvegg úr úrgangsefnum. Innvegg sem stæðist allar tæknilegar kröfur sem gerðar eru til innveggja á Íslandi án þess að vera of dýr og flókinn í uppsetningu, og að möguleiki væri á fjöldaframleiðslu. Einnig var lögð sérstök áhersla á að veggurinn væri hannaður þannig að hægt væri að taka hann niður og breyta um staðsetningu á honum án þess að byggingarefnin myndu verða fyrir skemmdum. Hringrásarveggurinn er því hannaður sem sveigjanleg lausn og byggingarefnið sem er notað er á að geta nýst áfram og haldist í hringrásinni. Góð innivist er nauðsynleg og því var einnig markmið við hönnun veggjarins að forðast efni sem gætu innihaldið myglugró eða önnur skaðleg efni. Algeng dæmi um innveggi á Íslandi í dag eru gifsveggir á stál- eða timburgrind, hlaðnir veggir úr vikur- eða léttsteypu og timburveggir úr CLT eða timburgrind. Oft er erfitt að endurvinna slíka veggi, en gifs er erfitt að endurnota og endurvinna, og enginn farvegur fyrir það til í dag á Íslandi. Hlaðnir veggir eru múraðir og ekki auðveldir að endurnota, endurvinnsla er takmörkuð en þó möguleg. Timburveggi er hægt að endurnota en oft eru lím og önnur efni notuð í samsetningu veggjanna sem takmarka beina endurnotkun, endurvinnsla er möguleg. Úrgangastraumar á Íslandi voru kortlagðir meðal annars í gegnum samtöl við fyrirtæki með framleiðsluferli hér á landi og fyrirtæki sem meðhöndla úrgang. Í verkefninu voru forhannaðir þrír innveggir, einn úr úrgangspappaplötum, einn úr úrgangsgleri og einn úr úrgangssteypu. Það var Anders Vange, hjá Reykjavík Glass sem var samstarfsaðili verkefnisins við hönnun glerveggs, en Reykjavík Glass er í dag að endurvinna gler úr drykkjarumbúðum á ýmsa vegu. Sighvatur Lárusson hjá Circula var samstarfsaðili við hönnun pappaveggsins og Steypustöðin og Georosion, varðandi steypuvegginn. Niðurstöður verkefnisins eru núna aðgengilegar í tveimur skýrslum sem má finna hér, á heimasíðu Hringvangs. Hringvangur er vettvangur stofnaður sem hluti af Nordic Networks for Circular Construction (NNCC) verkefninu, sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ásamt Grænni byggð hafa umsjón með á Íslandi. Skýringarmynd varðandi framleiðsluferli fyrir endurnýtta steypukubba. Það er gríðarlega mikilvægt að henda ekki verðmætum efnum, heldur finna skynsamlega og góða farvegi fyrir alla efnisstrauma. Niðurstöður verkefnisins voru mjög áhugaverðar og lofandi fyrir næstu skref í markvissari framleiðslu og nýtingu á nýjum sveigjanlegum byggingareiningum úr úrgangs hráefni. Með slíkri nýtingu má draga verulega úr umhverfisáhrifum frá framleiðslu byggingarefna. Endurunnið gler og glerbræðslu má sjá á mynd 1 og á mynd 2 er skýringarmynd varðandi framleiðsluferli fyrir endurnýtta steypukubba. Perla Dís Kristinsdóttir, arkitekt Elín Þórólfsdóttir, arkitekt og umhverfis- og auðlindafræðingur Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir, arkitekt og umhverfissiðfræðingur Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, verkfræðingur
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun