Evrópska rafhlaupahjólaleigan Bolt opnar á Íslandi í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 9. ágúst 2024 08:28 Bolt byrjar með 800 hlaupahjól í Reykjavík. Mynd/Bolt Stærsta rafhlaupahjólaleiga Evrópu, Bolt, opnar á Íslandi í dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að til að byrja með verði 800 hlaupahjól í Reykjavík og að hægt sé að ferðast á þeim allt að 55 kílómetra í senn. Ekkert startgjald er til að leigja Bolt hlaupahjól og kostar mínútan 15 krónur eftir það. Í tilkynningu segir að viðskiptavinir fái einnig tilboð um dagpassa, vikupassa og mánaðarpassa. Sem dæmi kosti dagpassi 539 krónur og innihaldi klukkustund á hjólinu. Það er töluverður sparnaður en annars myndi klukkutíminn kosta 900 krónur. Til samanburðar er startgjald hjá Hopp 115 krónur og mínútugjaldið 39 krónur. Hjá Zolo Iceland er startgjaldið 110 krónur og mínútugjaldið 38 krónur. Í tilkynningu frá Bolt segir að fyrirtækið setji öryggi í forgang og að í appinu eigi að tryggja að hjólunum sé lagt vel. Auk þess séu ýmsar öryggisráðstafanir sem eigi að koma í veg fyrir gáleysislegan akstur. Hér má sjá hvernig hjólin dreifðust um borgina í morgun.Skjáskot/Bolt „Við trúum því að fólk eigi að hafa forgang fyrir bíla í borgum,“ segir Martin Tansøy, rekstrarstjóri hjá Bolt, í tilkynningunni, og að það séu margir kostir við það að ferðast á hlaupahjóli sem er rekið innan deilihagkerfið. Það sé umhverfisvænt, ódýrt og dragi úr því að fólk sé háð því að vera á bíl. 16 ára aldurstakmark Í tilkynningu kemur fram til að byrja að nota Bolt hjólin verði fólk að skrá sig inn á Bolt og ná í appið. Notendur verða að vera orðnir 16 ára gamlir. Hámarkshraði hjólanna er 25 kílómetrar á klukkustund, í brekku líka. Auk þess er hámarkshraði lækkaður í sex kílómetra á klukkustund á þeim svæðum þar sem lágur hámarskhraði er skylda. Þá segir í tilkynningu að nýir notendur séu hvattir til að byrja að nota hjólin í byrjendastillingu sem takmarkar hámarkshraða í 15 kílómetra á klukkustund. Bolt hlaupahjólin eru græn og er hámarkshraðinn 25 kílómetrar á klukkustund.Mynd/Bolt Til að koma í veg fyrir að prófin séu notuð af einstaklingum undir áhrifum áfengis eða vímuefna munu próf verða sett inn í appið auk þess sem kerfi verður innleitt sem á að koma í veg fyrir að margir séu á einu hjóli. Þá kemur fram að Bolt noti blöndu af gervigreind og GPS til að tryggja að hjólunum sé lagt vel og örugglega. Bolt er rekið í 600 borgum í Evrópu og Afríku. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru um 200 milljónir. Fyrirtækið rekur víða einnig leigubílaþjónustu og matarsendingar. Neytendur Rafhlaupahjól Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Í tilkynningu segir að viðskiptavinir fái einnig tilboð um dagpassa, vikupassa og mánaðarpassa. Sem dæmi kosti dagpassi 539 krónur og innihaldi klukkustund á hjólinu. Það er töluverður sparnaður en annars myndi klukkutíminn kosta 900 krónur. Til samanburðar er startgjald hjá Hopp 115 krónur og mínútugjaldið 39 krónur. Hjá Zolo Iceland er startgjaldið 110 krónur og mínútugjaldið 38 krónur. Í tilkynningu frá Bolt segir að fyrirtækið setji öryggi í forgang og að í appinu eigi að tryggja að hjólunum sé lagt vel. Auk þess séu ýmsar öryggisráðstafanir sem eigi að koma í veg fyrir gáleysislegan akstur. Hér má sjá hvernig hjólin dreifðust um borgina í morgun.Skjáskot/Bolt „Við trúum því að fólk eigi að hafa forgang fyrir bíla í borgum,“ segir Martin Tansøy, rekstrarstjóri hjá Bolt, í tilkynningunni, og að það séu margir kostir við það að ferðast á hlaupahjóli sem er rekið innan deilihagkerfið. Það sé umhverfisvænt, ódýrt og dragi úr því að fólk sé háð því að vera á bíl. 16 ára aldurstakmark Í tilkynningu kemur fram til að byrja að nota Bolt hjólin verði fólk að skrá sig inn á Bolt og ná í appið. Notendur verða að vera orðnir 16 ára gamlir. Hámarkshraði hjólanna er 25 kílómetrar á klukkustund, í brekku líka. Auk þess er hámarkshraði lækkaður í sex kílómetra á klukkustund á þeim svæðum þar sem lágur hámarskhraði er skylda. Þá segir í tilkynningu að nýir notendur séu hvattir til að byrja að nota hjólin í byrjendastillingu sem takmarkar hámarkshraða í 15 kílómetra á klukkustund. Bolt hlaupahjólin eru græn og er hámarkshraðinn 25 kílómetrar á klukkustund.Mynd/Bolt Til að koma í veg fyrir að prófin séu notuð af einstaklingum undir áhrifum áfengis eða vímuefna munu próf verða sett inn í appið auk þess sem kerfi verður innleitt sem á að koma í veg fyrir að margir séu á einu hjóli. Þá kemur fram að Bolt noti blöndu af gervigreind og GPS til að tryggja að hjólunum sé lagt vel og örugglega. Bolt er rekið í 600 borgum í Evrópu og Afríku. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru um 200 milljónir. Fyrirtækið rekur víða einnig leigubílaþjónustu og matarsendingar.
Neytendur Rafhlaupahjól Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira