Þyrluflugmenn uggandi: „Klárt að þetta hefur neikvæð áhrif“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. ágúst 2024 15:08 Umræða um hvort erlend þyrlufyrirtæki lúti sömu kröfum og íslensk hefur sprottið upp í ferðaþjónustunni. Vísir Íslenskir þyrluflugmenn hafa áhyggjur af öryggi og eftirliti með erlendum ferðaþjónustufyrirtækjum sem sinna þyrluflugi hérlendis. Nokkuð er um að öryggisáætlunum sé ábótavant, bæði hjá íslenskum og erlendum fyrirtækjum að sögn sérfræðings hjá Ferðamálastofu. Myndband af þyrlu fyrirtækisins GlacierHeli vakti mikla athygli á dögunum, þar sem þyrlan sést lenda skuggalega nálægt Teslubifreið og valda skemmdum á lakki bílsins. Í kjölfarið hófst umræða innan ferðaþjónustubransans þar sem því var haldið fram að erlend þyrlufyrirtæki lúti ekki sömu kröfum og íslensk, hugsi aðeins um gróða og lítið um gæði vörunnar. Birgir Ómar framkvæmdastjóri Norðurflugs hefur sömuleiðis áhyggjur af öryggi farþega. „Þegar það gýs, sem er nærtækasta dæmið, þar sem það er gríðarlega þröngt loftrými og gríðarlegur fjöldi af flugvélum og þyrlum. Þá eru að koma inn erlendir aðilar sem við teljum að séu ekki nægjanlega hvíldir, eins og okkar flugmenn.“ Birgir vísar þar til lögbundins hvíldartíma flugmanna sem er lengri hér á landi en í ýmsum Evrópulöndum, en flugeftirlitsstofnun Evrópu hafi ekki viljað samræma. Fleira kemur til sem skekki samkeppni erlendra og innlendra aðila í ferðaþjónustu, líkt og hærri launakostnaður. „Það er náttúrlega klárt að þetta hefur neikvæð áhrif á reksturinn hjá okkur. Það er alveg á hreinu,“ segir Birgir. Sambærileg umræða hefur komið upp um erlend rútufyrirtæki, þegar slys verða. Ferðamálastofa hefur unnið að því að koma öllu leyfisveitingaferli á sama stað til að auðvelda erlendum fyrirtækjum að hefja hér starfsemi. „Við erum að vinna í einu kerfi, þessu samevrópska kerfi. Á meðan við gerum það er þetta opið með þessum hætti,“ segir Dagbjartur Brynjarsson, sérfræðingur á sviði öryggismála. Á sama hátt geti íslensk fyrirtæki komið sér fyrir erlendis án hindrana. Dagbjartur segir hins vegar að það séu gerðar strangar kröfur til fyrirtækja hér á landi. „Ég get alveg staðfest það að það eru ekkert allir tilbúnir með allar öryggisáætlanir, áður en lagt er af stað í ferðir. Það er enginn munur á erlendum ferðaþjónustuaðilum eða íslenskum í þeim efnum.“ Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
Myndband af þyrlu fyrirtækisins GlacierHeli vakti mikla athygli á dögunum, þar sem þyrlan sést lenda skuggalega nálægt Teslubifreið og valda skemmdum á lakki bílsins. Í kjölfarið hófst umræða innan ferðaþjónustubransans þar sem því var haldið fram að erlend þyrlufyrirtæki lúti ekki sömu kröfum og íslensk, hugsi aðeins um gróða og lítið um gæði vörunnar. Birgir Ómar framkvæmdastjóri Norðurflugs hefur sömuleiðis áhyggjur af öryggi farþega. „Þegar það gýs, sem er nærtækasta dæmið, þar sem það er gríðarlega þröngt loftrými og gríðarlegur fjöldi af flugvélum og þyrlum. Þá eru að koma inn erlendir aðilar sem við teljum að séu ekki nægjanlega hvíldir, eins og okkar flugmenn.“ Birgir vísar þar til lögbundins hvíldartíma flugmanna sem er lengri hér á landi en í ýmsum Evrópulöndum, en flugeftirlitsstofnun Evrópu hafi ekki viljað samræma. Fleira kemur til sem skekki samkeppni erlendra og innlendra aðila í ferðaþjónustu, líkt og hærri launakostnaður. „Það er náttúrlega klárt að þetta hefur neikvæð áhrif á reksturinn hjá okkur. Það er alveg á hreinu,“ segir Birgir. Sambærileg umræða hefur komið upp um erlend rútufyrirtæki, þegar slys verða. Ferðamálastofa hefur unnið að því að koma öllu leyfisveitingaferli á sama stað til að auðvelda erlendum fyrirtækjum að hefja hér starfsemi. „Við erum að vinna í einu kerfi, þessu samevrópska kerfi. Á meðan við gerum það er þetta opið með þessum hætti,“ segir Dagbjartur Brynjarsson, sérfræðingur á sviði öryggismála. Á sama hátt geti íslensk fyrirtæki komið sér fyrir erlendis án hindrana. Dagbjartur segir hins vegar að það séu gerðar strangar kröfur til fyrirtækja hér á landi. „Ég get alveg staðfest það að það eru ekkert allir tilbúnir með allar öryggisáætlanir, áður en lagt er af stað í ferðir. Það er enginn munur á erlendum ferðaþjónustuaðilum eða íslenskum í þeim efnum.“
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira