Ylja og skaðaminnkun Willum Þór Þórsson skrifar 12. ágúst 2024 10:00 Þau ánægjulegu tímamót áttu sér stað á dögunum að fyrsta staðbundna neyslurýmið hér á landi var formlega opnað. Rauði Kross Íslands rekur þjónustuna á grundvelli samnings við Sjúkratryggingar Íslands og Reykjavíkurborgar í sérútbúnu húsnæði í Borgartúni 5. Þjónustan, sem fengið hefur nafnið Ylja, byggir á skaðaminnkandi hugmyndarfræði sem felur í sér þá nálgun að draga úr afleiðingum vímuefnanotkunarinnar og stuðla að jákvæðum breytingum, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem notendur vímuefna, 18 ára og eldri, geta notað vímuefni undir eftirliti sérhæfðs starfsfólks. Markmiðið með rekstri neyslurýmis er að draga úr alvarlegum afleiðingum vímuefnanotkunar í óöruggum aðstæðum s.s. sýkingum, smitsjúkdómum og ofskömmtun ásamt því að veita mikilvæga lágþröskulda heilbrigðisþjónustu, stuðning og ráðgjöf. Ylja eykur öryggi Þjónusta Ylju var starfrækt sem færanlegt neyslurými í sérútbúinni bifreið til reynslu í eitt ár frá mars 2022 með það að markmiði að meta þörfina fyrir staðbundið, varanlegt neyslurými hérlendis. Verkefnið dró fram að full þörf er fyrir slíka þjónustu og þann ávinning sem af henni hlýst en samkvæmt skýrslu samtakanna um verkefnið nýttu um 130 einstaklingar sér þjónustu Ylju í tæplega 1400 skipti á tímabilinu. Í skýrslunni var einnig tekið fram að sérútbúin bifreið eða færanlegt rými er ekki fullnægjandi aðstaða fyrir þessa mikilvægu skaðaminnkandi þjónustu og að staðbundið neyslurými væri skynsamlegt næsta skref. Í Ylju er veitt nálaskiptaþjónusta og heilbrigðisþjónusta s.s. meðhöndlun sýkinga, sára og skimun fyrir smitsjúkdómum. Þá hefur Ylja hefur einnig lagt áherslu á að mynda traust og tengingu við notendur þjónustunnar og veita þeim sálfélagslegan stuðning og ráðgjöf í þeim tilgangi að stuðla að jákvæðum breytingum fyrir þjónustuþegan. Skaðaminnkun í verki Opnun Ylju er til marks um aukna áherslu stjórnvalda á skaðaminnkandi nálgun og úrræði fyrir þann hóp sem glímir við fíknisjúkdóma. Í því samhengi má nefna samning Sjúkratrygginga um frú Ragnheiði, skaðaminnkandi þjónustu Rauða Kross Íslands sem sinnir nálaskiptaþjónustu og heilbrigðisþjónustu á vettvangi. Frú Ragnheiður á einnig í samstarfi við göngudeild smitsjúkdóma um vettvangshjúkrun sem frá og með janúar 2024 veita vettvangsþjónustu tvisvar í viku. Þá hefur Heilbrigðisráðuneytið í samstarfi við landspíta, markvisst unnið að því að auka aðgengi að Naloxone, sem er tafarlaus neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóða, í skaðaminnkandi tilgangi að kostnaðarlausu. Í byrjun árs 2023 var sérstöku fjármagni veitt til Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar til að ráða 2 hjúkrunarfræðinga sem veita heimilislausum einstaklingum með flóknar þjónustuþarfi nauðsynlega heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi. Aðgengi að viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn hefur verið aukið en sú þjónusta er í dag aðgengileg á sjúkrahúsinu Vogi, Landspítala og hjá geðheilsuteymi fanga. Á vegum Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, stendur yfir tilraunaverkefni, sem styrkt er af heilbrigðisráðuneytinu og snýr að því að ná til einstaklinga sem reykir ópíóða og örvandi vímuefni og veita þeim skaðaminkandi þjónustu í sínu nærumhverfi. Stefnumótun til framtíðar Skaðaminnkandi hugmyndafræði er samofin fjölmörgum þáttum samfélagsins. Til að skapa betri umgjörð og framtíðarsýn fyrir skaðaminnkun innan heilbrigðiskerfisins skipaði ég starfshóp sem falið var það verkefni að leggja drög að stefnu og aðgerðaráætlun í skaðaminnkun og á ég von á skýrslu þess efnis um mánaðarmótin. Þá er einnig að störfum starfshópur sem er að endurskoða stefnu í áfengis og vímuvörnum á heildrænan hátt sem nær til forvarna, meðferðar, endurhæfingar, eftirfylgni og lagaumhverfis og þá er sérstök áhersla á að hún taki mið af þörfum mismunandi hópa. Samhliðar þessari stefnumótunarvinnu var sett á fót þingmannanefnd um áfengis og vímuvarnarmál sem hefur það hlutverk að rýna þær tillögur sem fram koma í þeim tilgangi að dýpka umræðuna, draga fram ólík sjónarmið og auka samstöðu um aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum. Opnun Ylju markar tímamót og ég er sannfærður um að sú faglega og góða þjónusta sem Rauði Kross Íslands veitir þar muni auka öryggi, draga úr skaða og stuðla að jákvæðum breytingum hjá þjónustuþegum Ylju. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Willum Þór Þórsson Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Sjá meira
Þau ánægjulegu tímamót áttu sér stað á dögunum að fyrsta staðbundna neyslurýmið hér á landi var formlega opnað. Rauði Kross Íslands rekur þjónustuna á grundvelli samnings við Sjúkratryggingar Íslands og Reykjavíkurborgar í sérútbúnu húsnæði í Borgartúni 5. Þjónustan, sem fengið hefur nafnið Ylja, byggir á skaðaminnkandi hugmyndarfræði sem felur í sér þá nálgun að draga úr afleiðingum vímuefnanotkunarinnar og stuðla að jákvæðum breytingum, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem notendur vímuefna, 18 ára og eldri, geta notað vímuefni undir eftirliti sérhæfðs starfsfólks. Markmiðið með rekstri neyslurýmis er að draga úr alvarlegum afleiðingum vímuefnanotkunar í óöruggum aðstæðum s.s. sýkingum, smitsjúkdómum og ofskömmtun ásamt því að veita mikilvæga lágþröskulda heilbrigðisþjónustu, stuðning og ráðgjöf. Ylja eykur öryggi Þjónusta Ylju var starfrækt sem færanlegt neyslurými í sérútbúinni bifreið til reynslu í eitt ár frá mars 2022 með það að markmiði að meta þörfina fyrir staðbundið, varanlegt neyslurými hérlendis. Verkefnið dró fram að full þörf er fyrir slíka þjónustu og þann ávinning sem af henni hlýst en samkvæmt skýrslu samtakanna um verkefnið nýttu um 130 einstaklingar sér þjónustu Ylju í tæplega 1400 skipti á tímabilinu. Í skýrslunni var einnig tekið fram að sérútbúin bifreið eða færanlegt rými er ekki fullnægjandi aðstaða fyrir þessa mikilvægu skaðaminnkandi þjónustu og að staðbundið neyslurými væri skynsamlegt næsta skref. Í Ylju er veitt nálaskiptaþjónusta og heilbrigðisþjónusta s.s. meðhöndlun sýkinga, sára og skimun fyrir smitsjúkdómum. Þá hefur Ylja hefur einnig lagt áherslu á að mynda traust og tengingu við notendur þjónustunnar og veita þeim sálfélagslegan stuðning og ráðgjöf í þeim tilgangi að stuðla að jákvæðum breytingum fyrir þjónustuþegan. Skaðaminnkun í verki Opnun Ylju er til marks um aukna áherslu stjórnvalda á skaðaminnkandi nálgun og úrræði fyrir þann hóp sem glímir við fíknisjúkdóma. Í því samhengi má nefna samning Sjúkratrygginga um frú Ragnheiði, skaðaminnkandi þjónustu Rauða Kross Íslands sem sinnir nálaskiptaþjónustu og heilbrigðisþjónustu á vettvangi. Frú Ragnheiður á einnig í samstarfi við göngudeild smitsjúkdóma um vettvangshjúkrun sem frá og með janúar 2024 veita vettvangsþjónustu tvisvar í viku. Þá hefur Heilbrigðisráðuneytið í samstarfi við landspíta, markvisst unnið að því að auka aðgengi að Naloxone, sem er tafarlaus neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóða, í skaðaminnkandi tilgangi að kostnaðarlausu. Í byrjun árs 2023 var sérstöku fjármagni veitt til Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar til að ráða 2 hjúkrunarfræðinga sem veita heimilislausum einstaklingum með flóknar þjónustuþarfi nauðsynlega heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi. Aðgengi að viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn hefur verið aukið en sú þjónusta er í dag aðgengileg á sjúkrahúsinu Vogi, Landspítala og hjá geðheilsuteymi fanga. Á vegum Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, stendur yfir tilraunaverkefni, sem styrkt er af heilbrigðisráðuneytinu og snýr að því að ná til einstaklinga sem reykir ópíóða og örvandi vímuefni og veita þeim skaðaminkandi þjónustu í sínu nærumhverfi. Stefnumótun til framtíðar Skaðaminnkandi hugmyndafræði er samofin fjölmörgum þáttum samfélagsins. Til að skapa betri umgjörð og framtíðarsýn fyrir skaðaminnkun innan heilbrigðiskerfisins skipaði ég starfshóp sem falið var það verkefni að leggja drög að stefnu og aðgerðaráætlun í skaðaminnkun og á ég von á skýrslu þess efnis um mánaðarmótin. Þá er einnig að störfum starfshópur sem er að endurskoða stefnu í áfengis og vímuvörnum á heildrænan hátt sem nær til forvarna, meðferðar, endurhæfingar, eftirfylgni og lagaumhverfis og þá er sérstök áhersla á að hún taki mið af þörfum mismunandi hópa. Samhliðar þessari stefnumótunarvinnu var sett á fót þingmannanefnd um áfengis og vímuvarnarmál sem hefur það hlutverk að rýna þær tillögur sem fram koma í þeim tilgangi að dýpka umræðuna, draga fram ólík sjónarmið og auka samstöðu um aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum. Opnun Ylju markar tímamót og ég er sannfærður um að sú faglega og góða þjónusta sem Rauði Kross Íslands veitir þar muni auka öryggi, draga úr skaða og stuðla að jákvæðum breytingum hjá þjónustuþegum Ylju. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun