Alcaraz fékk æðiskast og mölbraut spaðann Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 12:31 Carlos Alcaraz með spaðann, enn í heilu lagi, í leiknum við Gael Monfils. Getty Spænska tennisstjarnan Carlos Alcaraz missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu þegar hann tapaði fyrir Frakkanum Gael Monfils í 16-manna úrslitum Cincinnati Open. Novak Djokovic vann mótið á síðasta ári en dró sig úr keppni í ár, eftir að hafa unnið Alcaraz í úrslitaleik Ólympíuleikanna fyrr í þessum mánuði. Alcaraz var því enn sigurstranglegri en ella en hann varð að sætta sig við tap strax í 2. umferð gegn Monfils, sem féll svo úr leik gegn Dananum Holger Rune. Alcaraz, sem fyrr á þessu ári vann Wimbledon og Opna franska mótið, vann fyrsta settið gegn Monfiels, 6-4 en tapaði svo 7-6 og 6-4. Hinn 21 árs gamli Alcaraz lét spaðann svo sannarlega finna fyrir því í oddasettinu, eftir að hafa lent 3-1 undir þar, eins og sjá má hér að neðan. Spaðinn gjöreyðilagðist þegar Alcaraz sló honum fast og ítrekað í jörðina, og er mjög óvanalegt að sjá Spánverjann missa svona stjórn á skapi sínu. Hann lýsti leiknum sem sínum versta á ferlinum. The video of Carlos Alcaraz’ racquet smash. 😳 Don’t think I’ve ever seen Carlos this frustrated on the court. pic.twitter.com/c02vURTjPA— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) August 16, 2024 „Mér leið stundum þannig að mig langaði til að brjóta spaðann. Það hefur ekki gerst áður því ég hef getað haft stjórn á mér í þessum aðstæðum,“ sagði Alcaraz eftir tapið. „Í dag þá gat ég bara ekki hamið mig því mér fannst ég bara ekki vera að spila neina tegund af tennis. Mér leið eins og að þetta væri versti leikur sem ég hef spilað á ferlinum,“ sagði Alcaraz og bætti við: „Ég gat bara ekki spilað. Alveg satt. Ég hef verið að æfa mjög vel hérna og liðið frábærlega síðustu daga, hitt boltann vel og hreyft mig vel. Ég veit ekki hvað gerðist.“ Monfiels tapaði sem fyrr segir gegn Holger Rune; 3-6, 6-3, 6-4, og mætir Daninn hinum breska Jack Draper í átta manna úrslitum. Tennis Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Sjá meira
Novak Djokovic vann mótið á síðasta ári en dró sig úr keppni í ár, eftir að hafa unnið Alcaraz í úrslitaleik Ólympíuleikanna fyrr í þessum mánuði. Alcaraz var því enn sigurstranglegri en ella en hann varð að sætta sig við tap strax í 2. umferð gegn Monfils, sem féll svo úr leik gegn Dananum Holger Rune. Alcaraz, sem fyrr á þessu ári vann Wimbledon og Opna franska mótið, vann fyrsta settið gegn Monfiels, 6-4 en tapaði svo 7-6 og 6-4. Hinn 21 árs gamli Alcaraz lét spaðann svo sannarlega finna fyrir því í oddasettinu, eftir að hafa lent 3-1 undir þar, eins og sjá má hér að neðan. Spaðinn gjöreyðilagðist þegar Alcaraz sló honum fast og ítrekað í jörðina, og er mjög óvanalegt að sjá Spánverjann missa svona stjórn á skapi sínu. Hann lýsti leiknum sem sínum versta á ferlinum. The video of Carlos Alcaraz’ racquet smash. 😳 Don’t think I’ve ever seen Carlos this frustrated on the court. pic.twitter.com/c02vURTjPA— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) August 16, 2024 „Mér leið stundum þannig að mig langaði til að brjóta spaðann. Það hefur ekki gerst áður því ég hef getað haft stjórn á mér í þessum aðstæðum,“ sagði Alcaraz eftir tapið. „Í dag þá gat ég bara ekki hamið mig því mér fannst ég bara ekki vera að spila neina tegund af tennis. Mér leið eins og að þetta væri versti leikur sem ég hef spilað á ferlinum,“ sagði Alcaraz og bætti við: „Ég gat bara ekki spilað. Alveg satt. Ég hef verið að æfa mjög vel hérna og liðið frábærlega síðustu daga, hitt boltann vel og hreyft mig vel. Ég veit ekki hvað gerðist.“ Monfiels tapaði sem fyrr segir gegn Holger Rune; 3-6, 6-3, 6-4, og mætir Daninn hinum breska Jack Draper í átta manna úrslitum.
Tennis Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Sjá meira