„Við höfum ekki þekkst lengi en það gengur vel“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. ágúst 2024 11:45 Parið stefnir á Evrópumót í janúar. vísir / arnar Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza verða þau fyrstu til að keppa fyrir Íslands hönd í parakeppni á listskautum. Júlía er 19 ára gömul og hefur keppt fyrir hönd Íslands allan sinn feril en hingað til í einstaklingskeppni. Þar hefur hún góðum árangri og varð fyrr á þessu ári fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á alþjóðlegu móti í fullorðins flokki. Nú ætlar hún að reyna fyrir sér í parakeppni. „Ég er svo spennt fyrir því, við höfum ekki þekkst lengi en það gengur vel. Ég er enn þá bara að læra á hvernig það er að vera para skautari, það kemur bara með tímanum og við munum byrja að keppa núna í nóvember.“ View this post on Instagram A post shared by SkatingIceland (@skatingicelandofficial) Ítalskur dansfélagi Samkvæmt reglum þarf bara annar aðilinn að vera íslenskur og því verður með Júlíu á svellinu: Manuel Piazza, 24 ára skautari frá Ortisei á norður-Ítalíu. „Ég hef skautað með henni í einhverja tvo mánuði. Það er mjög spennandi að keppa fyrir Íslands hönd með henni. Ég hef þekkt Júlíu í nokkur ár, hún hefur komið til Ítalíu að skauta á sumrin. Þjálfari hennar er líka ítalskur, þjálfari minn hefur þekkt hana síðan hún var barn. Þegar ég var að leita að nýjum skautafélaga spurðum við hana hvort hún vildi prófa. Hún kom til Ítalíu og lét reyna á þetta, síðan höfum við verið að skauta saman og ákváðum að keppa fyrir Íslands hönd.“ Æfingabúðir og Evrópumót framundan Parið mun eyða næstu mánuðum í Afreksmiðstöð Alþjóðaskautasambandsins í Bergamo á Ítalíu, þar munu stífar æfingar fara fram og stefnan er að ná lágmarki fyrir Evrópumótið sem fer fram í byrjun næsta árs. Langtímamarkmiðið er svo að komast á Vetrarólympíuleikana í frönsku ölpunum árið 2030. „Það er okkar markmið fyrir þetta tímabil. Við vinnum bara að því núna og sjáum hvernig það verður. [Ólympíuleikarnir] eru alltaf það sem maður stefnir á.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2030 í Frakklandi Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Ólympíuleikar Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Júlía er 19 ára gömul og hefur keppt fyrir hönd Íslands allan sinn feril en hingað til í einstaklingskeppni. Þar hefur hún góðum árangri og varð fyrr á þessu ári fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á alþjóðlegu móti í fullorðins flokki. Nú ætlar hún að reyna fyrir sér í parakeppni. „Ég er svo spennt fyrir því, við höfum ekki þekkst lengi en það gengur vel. Ég er enn þá bara að læra á hvernig það er að vera para skautari, það kemur bara með tímanum og við munum byrja að keppa núna í nóvember.“ View this post on Instagram A post shared by SkatingIceland (@skatingicelandofficial) Ítalskur dansfélagi Samkvæmt reglum þarf bara annar aðilinn að vera íslenskur og því verður með Júlíu á svellinu: Manuel Piazza, 24 ára skautari frá Ortisei á norður-Ítalíu. „Ég hef skautað með henni í einhverja tvo mánuði. Það er mjög spennandi að keppa fyrir Íslands hönd með henni. Ég hef þekkt Júlíu í nokkur ár, hún hefur komið til Ítalíu að skauta á sumrin. Þjálfari hennar er líka ítalskur, þjálfari minn hefur þekkt hana síðan hún var barn. Þegar ég var að leita að nýjum skautafélaga spurðum við hana hvort hún vildi prófa. Hún kom til Ítalíu og lét reyna á þetta, síðan höfum við verið að skauta saman og ákváðum að keppa fyrir Íslands hönd.“ Æfingabúðir og Evrópumót framundan Parið mun eyða næstu mánuðum í Afreksmiðstöð Alþjóðaskautasambandsins í Bergamo á Ítalíu, þar munu stífar æfingar fara fram og stefnan er að ná lágmarki fyrir Evrópumótið sem fer fram í byrjun næsta árs. Langtímamarkmiðið er svo að komast á Vetrarólympíuleikana í frönsku ölpunum árið 2030. „Það er okkar markmið fyrir þetta tímabil. Við vinnum bara að því núna og sjáum hvernig það verður. [Ólympíuleikarnir] eru alltaf það sem maður stefnir á.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2030 í Frakklandi Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Ólympíuleikar Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira