Ímyndaðu þér að þú sért átján ára stúlka... Stella Samúelsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 12:01 Ímyndaðu þér að þú sért 18 ára stúlka. Þú býrð í Súdan, þriðja stærsta ríki Afríku, og þó að átök hafi verið viðvarandi í landinu nánast allt þitt líf, þá hefur líf þitt samt verið nokkuð eðlilegt. Þú sækir skóla, hittir vinkonur þínar í frítíma þínum og leggur drög að framtíðaráformum þínum. Þann 15. apríl 2023 umturnast líf þitt. Ný hrina átaka brýst út og í þetta sinn eru átökin gríðarlega hörð. Skelfingu lostin heldur þú þig innan dyra – of óttaslegin við að fara út, því sögur um að hermenn beiti konur skelfilegu ofbeldi hafa náð eyrum þínum. En það dugir ekki til. Dag einn er barið að dyrum og fyrir utan standa nokkrir hermenn. Þeir ryðjast inn og þegar þeir átta sig á því að þú sért ein heima, beina þeir byssu að þér og nauðga þér, hver á eftir öðrum. Þeir halda þér fanginni í húsinu í fjóra daga. Þegar hermennirnir yfirgefa loks heimilið tekst þér, með hjálp nágranna þinna að flýja til vinkonu þinnar sem býr í öruggari hluta borgarinnar. Skömmin og óttinn er þó svo mikill að þú treystir aðeins einni manneskju fyrir því ofbeldi sem þú hafðir orðið fyrir - vinkonu sem býr utan Súdan. Hún sendir þér peninga og ráðleggur þér að yfirgefa borgina sem fyrst. Nokkrum mánuðum eftir að þú leggur á flótta og hefur fundið skjól í flóttamannabúðum verður þú fyrir öðru áfalli. Þú ert orðin barnshafandi. Nú ertu 18 ára stúlka sem tekst ekki aðeins á við sálrænar og líkamlegar afleiðingar hrottalegs ofbeldis, heldur býrðu í flóttamannabúðum og ert barnshafandi án aðgengis að viðeigandi læknishjálp og fullnægjandi næringu. Þessi saga er sönn. Rúmt ár er liðið frá upphafi blóðugra átaka í Súdan, þar sem Súdansher (SAF) og Rapid Support Forces (RSF) berjast um völdin. Milljónir eru á flótta í landinu (e. Internally displaced people), 70% þeirra eru konur og börn og meira en 24 milljónir eru í mjög brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð. Sífellt fleiri búa við langvarandi matarskort og hefur aðstæðum í Súdan verið lýst sem einni stærstu mannúðarkrísu heims í dag. Þá hefur fregnum um að stríðandi fylkingar beiti nauðgunum sem stríðsvopni haldið áfram að fjölga. Þrátt fyrir þessa miklu neyð hefur aðeins örlítið brot af því fjármagni sem þarf í neyðaraðstoð fengist og því hefur stríðið í Súdan stundum verið kallað gleymda stríðið. Þess vegna hefur UN Women á Íslandi ákveðið að FO-herferðin 2024 verði til styrktar konum og stúlkum í Súdan. Hvað gerir UN Women í Súdan? Verkefni UN Women í Súdan hafa breyst með tilkomu stríðsins og miðast að mestu leyti núna að því að veita kvenmiðaða mannúðar- og neyðaraðstoð. Meðal þess sem UN Women gerir í Súdan er að: • Veita þolendum ofbeldis aðgengi að þjónustu í samstarfi við súdönsk félagasamtök. • Vinna að því að koma upp one-stop-miðstöðvum fyrir konur og stúlkur á flótta. • Skrásetja og afla gagna um kynbundið ofbeldi svo hægt sé að sækja málin til saka á síðari tímum. • Bera kennsl á konur og stúlkur í viðkvæmri stöðu svo hægt sé að ábyrgjast að þær hljóti aðgang að mat og nauðsynjum. • Þjálfa starfsfólk félagasamtaka sem veita aðstoð til flóttafólks til að vinna bug á „men and boys first“ hugarfarinu. • Bera kennsl á konur með leiðtogahæfileika, efla þær og þjálfa upp í samningaviðræðum. Þetta er hægt að nýta þegar verið er að semja um frið, fjármagn og aðrar lausnir í samfélagslegri uppbyggingu landsins. Með fjármagninu sem safnast í gegnum FO herferðina verður m.a. hægt að veita þolendum kynbundins ofbeldis nauðsynlega þjónustu og styðja við konur og stúlkur á flótta. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að þú sért 18 ára stúlka. Þú býrð í Súdan, þriðja stærsta ríki Afríku, og þó að átök hafi verið viðvarandi í landinu nánast allt þitt líf, þá hefur líf þitt samt verið nokkuð eðlilegt. Þú sækir skóla, hittir vinkonur þínar í frítíma þínum og leggur drög að framtíðaráformum þínum. Þann 15. apríl 2023 umturnast líf þitt. Ný hrina átaka brýst út og í þetta sinn eru átökin gríðarlega hörð. Skelfingu lostin heldur þú þig innan dyra – of óttaslegin við að fara út, því sögur um að hermenn beiti konur skelfilegu ofbeldi hafa náð eyrum þínum. En það dugir ekki til. Dag einn er barið að dyrum og fyrir utan standa nokkrir hermenn. Þeir ryðjast inn og þegar þeir átta sig á því að þú sért ein heima, beina þeir byssu að þér og nauðga þér, hver á eftir öðrum. Þeir halda þér fanginni í húsinu í fjóra daga. Þegar hermennirnir yfirgefa loks heimilið tekst þér, með hjálp nágranna þinna að flýja til vinkonu þinnar sem býr í öruggari hluta borgarinnar. Skömmin og óttinn er þó svo mikill að þú treystir aðeins einni manneskju fyrir því ofbeldi sem þú hafðir orðið fyrir - vinkonu sem býr utan Súdan. Hún sendir þér peninga og ráðleggur þér að yfirgefa borgina sem fyrst. Nokkrum mánuðum eftir að þú leggur á flótta og hefur fundið skjól í flóttamannabúðum verður þú fyrir öðru áfalli. Þú ert orðin barnshafandi. Nú ertu 18 ára stúlka sem tekst ekki aðeins á við sálrænar og líkamlegar afleiðingar hrottalegs ofbeldis, heldur býrðu í flóttamannabúðum og ert barnshafandi án aðgengis að viðeigandi læknishjálp og fullnægjandi næringu. Þessi saga er sönn. Rúmt ár er liðið frá upphafi blóðugra átaka í Súdan, þar sem Súdansher (SAF) og Rapid Support Forces (RSF) berjast um völdin. Milljónir eru á flótta í landinu (e. Internally displaced people), 70% þeirra eru konur og börn og meira en 24 milljónir eru í mjög brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð. Sífellt fleiri búa við langvarandi matarskort og hefur aðstæðum í Súdan verið lýst sem einni stærstu mannúðarkrísu heims í dag. Þá hefur fregnum um að stríðandi fylkingar beiti nauðgunum sem stríðsvopni haldið áfram að fjölga. Þrátt fyrir þessa miklu neyð hefur aðeins örlítið brot af því fjármagni sem þarf í neyðaraðstoð fengist og því hefur stríðið í Súdan stundum verið kallað gleymda stríðið. Þess vegna hefur UN Women á Íslandi ákveðið að FO-herferðin 2024 verði til styrktar konum og stúlkum í Súdan. Hvað gerir UN Women í Súdan? Verkefni UN Women í Súdan hafa breyst með tilkomu stríðsins og miðast að mestu leyti núna að því að veita kvenmiðaða mannúðar- og neyðaraðstoð. Meðal þess sem UN Women gerir í Súdan er að: • Veita þolendum ofbeldis aðgengi að þjónustu í samstarfi við súdönsk félagasamtök. • Vinna að því að koma upp one-stop-miðstöðvum fyrir konur og stúlkur á flótta. • Skrásetja og afla gagna um kynbundið ofbeldi svo hægt sé að sækja málin til saka á síðari tímum. • Bera kennsl á konur og stúlkur í viðkvæmri stöðu svo hægt sé að ábyrgjast að þær hljóti aðgang að mat og nauðsynjum. • Þjálfa starfsfólk félagasamtaka sem veita aðstoð til flóttafólks til að vinna bug á „men and boys first“ hugarfarinu. • Bera kennsl á konur með leiðtogahæfileika, efla þær og þjálfa upp í samningaviðræðum. Þetta er hægt að nýta þegar verið er að semja um frið, fjármagn og aðrar lausnir í samfélagslegri uppbyggingu landsins. Með fjármagninu sem safnast í gegnum FO herferðina verður m.a. hægt að veita þolendum kynbundins ofbeldis nauðsynlega þjónustu og styðja við konur og stúlkur á flótta. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar