Jódísi ofbýður áfengisneysla á Alþingi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 20:36 Jódís Skúladóttir hefur setið á þingi fyrir Vinstri græn síðan 2021. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna, segist hafa gert athugasemd innan forsætisnefndar Alþingis vegna áfengisneyslu þingmanna við þinglok í vor. Hún segir það ekki boðlegt að þingmenn skuli standa í ræðustól á Alþingi Íslendinga undir áhrifum áfengis. Það sé gríðarleg vanvirðing við land og þjóð. Í viðtali við Rauða borð Samstöðvarinnar í dag gerir Jódís áfengismenningu á Alþingi að umtalsefni sínu. Hún segir ómenningu tíðkast hvað áfengi varðar á Íslandi og að sumir þingmenn sem hafa barist fyrir því að aukið verði framboð áfengis á Íslandi ættu að líta sér nær. „Nú ætla ég að kasta bombu. Ég ávarpaði það í forsætisnefnd í sumar að mér ofbauð áfengneysla í kringum þinglokin. Þetta er auðvitað margra áratuga saga. Við höfum haft hér stór blaðamál og fólk jafnvel verið svipt ærunni fyrir að vera undir áhrifum í þessu starfi,“ segir Jódís. Hún nefnir engin nöfn en segist líta svo á að hún, sem óvirkur alkohólisti, eigi heimtingu á því að á hennar vinnustað sé ekki drykkjuskapur. Hún, sem þingmaður, þurfi að mæta í veislur og móttökur þar sem neytt sé áfengis en þar hafi hún alltaf þann valmöguleika að stimpla sig út og fara úr aðstæðunum. Það eigi þó ekki við þegar þingfundur stendur yfir. „Það stendur þingfundur og störf þingsins eru í fullum gangi. Ég sem varaforseti Alþingis hef skyldum að gegna, þá hef ég ekkert val um að fara. Mér finnst þetta óvirðing við land og þjóð. Mér finnst þetta óvirðing við samstarfsfólkið og ég skil það alveg að langir dagar, langt fram á nætur, þetta er auðvitað erfitt og fólk finnur hjá sér þörf til að drekka. Stress og ofboðslega flókin mál í gangi,“ segir Jódís. „En þetta er ekki boðlegt. Það er aldrei svo að einhver sé að drekka brennivín og það hafi almennt engin áhrif á nokkurn annan,“ segir Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna. Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Í viðtali við Rauða borð Samstöðvarinnar í dag gerir Jódís áfengismenningu á Alþingi að umtalsefni sínu. Hún segir ómenningu tíðkast hvað áfengi varðar á Íslandi og að sumir þingmenn sem hafa barist fyrir því að aukið verði framboð áfengis á Íslandi ættu að líta sér nær. „Nú ætla ég að kasta bombu. Ég ávarpaði það í forsætisnefnd í sumar að mér ofbauð áfengneysla í kringum þinglokin. Þetta er auðvitað margra áratuga saga. Við höfum haft hér stór blaðamál og fólk jafnvel verið svipt ærunni fyrir að vera undir áhrifum í þessu starfi,“ segir Jódís. Hún nefnir engin nöfn en segist líta svo á að hún, sem óvirkur alkohólisti, eigi heimtingu á því að á hennar vinnustað sé ekki drykkjuskapur. Hún, sem þingmaður, þurfi að mæta í veislur og móttökur þar sem neytt sé áfengis en þar hafi hún alltaf þann valmöguleika að stimpla sig út og fara úr aðstæðunum. Það eigi þó ekki við þegar þingfundur stendur yfir. „Það stendur þingfundur og störf þingsins eru í fullum gangi. Ég sem varaforseti Alþingis hef skyldum að gegna, þá hef ég ekkert val um að fara. Mér finnst þetta óvirðing við land og þjóð. Mér finnst þetta óvirðing við samstarfsfólkið og ég skil það alveg að langir dagar, langt fram á nætur, þetta er auðvitað erfitt og fólk finnur hjá sér þörf til að drekka. Stress og ofboðslega flókin mál í gangi,“ segir Jódís. „En þetta er ekki boðlegt. Það er aldrei svo að einhver sé að drekka brennivín og það hafi almennt engin áhrif á nokkurn annan,“ segir Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna.
Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira